Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2017 23:30 Flynn kemur úr dómsal í dag. Vísir/Getty Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. Mueller rannsakar nú möguleg afskipti Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum og möguleg tengsl framboðs starfsmanna Donald Trump við það. Flynn er þar með orðinn fyrsti háttsetti embættismaðurinn sem starfað hefur innan Hvíta hússins undir Trump sem aðstoðar Mueller í rannsókn sinni. Flynn steig til hliðar sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump innan við mánuði eftir að hann tók við starfinu eftir að í ljós kom að hann hefði ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við Sergei Kislyak, sendiherra Rússa. Það er um þau samskipti sem Flynn hefur játað að hafa logið um. Svo virðist sem að þessi samskipti Flynn hafi verið hluti af tilraunum ráðgjafa Trump, áður en hann tók við embætti en eftir að hann var kjörinn, til þess að hafa áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna, að því er gögn sem New York Times hefur undir höndum sýna. Er þetta talið hafa grafið undan utanríkisstefnu Barack Obama, sem þá var á síðustu dögum forsetatíðar sinnar. Dómskjöl málsins leiða ekki í ljós hvað Trump sjálfur vissi um þessar tilraunir ráðgjafa sinna. Þá segja saksóknarar að í minnst einu tilviki hafi „ mjög háttsettur“ ráðgjafi Trump hafi skipað Flynn að eiga í samskiptum við Rússa. Bandarískir fjölmiðlar á borð við New York Times og CNN herma að þessi ráðgjafi hafi verið Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans nánustu ráðgjöfum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. 1. desember 2017 16:42 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. Mueller rannsakar nú möguleg afskipti Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum og möguleg tengsl framboðs starfsmanna Donald Trump við það. Flynn er þar með orðinn fyrsti háttsetti embættismaðurinn sem starfað hefur innan Hvíta hússins undir Trump sem aðstoðar Mueller í rannsókn sinni. Flynn steig til hliðar sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump innan við mánuði eftir að hann tók við starfinu eftir að í ljós kom að hann hefði ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við Sergei Kislyak, sendiherra Rússa. Það er um þau samskipti sem Flynn hefur játað að hafa logið um. Svo virðist sem að þessi samskipti Flynn hafi verið hluti af tilraunum ráðgjafa Trump, áður en hann tók við embætti en eftir að hann var kjörinn, til þess að hafa áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna, að því er gögn sem New York Times hefur undir höndum sýna. Er þetta talið hafa grafið undan utanríkisstefnu Barack Obama, sem þá var á síðustu dögum forsetatíðar sinnar. Dómskjöl málsins leiða ekki í ljós hvað Trump sjálfur vissi um þessar tilraunir ráðgjafa sinna. Þá segja saksóknarar að í minnst einu tilviki hafi „ mjög háttsettur“ ráðgjafi Trump hafi skipað Flynn að eiga í samskiptum við Rússa. Bandarískir fjölmiðlar á borð við New York Times og CNN herma að þessi ráðgjafi hafi verið Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans nánustu ráðgjöfum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. 1. desember 2017 16:42 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Sjá meira
Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. 1. desember 2017 16:42
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47