Páfi nefndi Róhingja loks á nafn og hitti 16 flóttamenn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. desember 2017 07:00 Páfi hitti Róhingja í gær. Nordicphotos/AFP Frans páfi hitti sextán manna hóp flóttamanna úr þjóðflokki Róhingja í Bangladess í gær. Nefndi páfi þar loks nafn þjóðflokksins eftir að hafa sleppt því á meðan hann var í Mjanmar, þaðan sem Róhingjar hafa flúið í hundraða þúsunda tali frá því í ágúst. Á fundi sínum með Róhingjum í gær sagði páfi: „Í nafni allra þeirra sem hafa ofsótt ykkur, sært ykkur, vil ég biðjast fyrirgefningar. Ég biðla til ykkar stóru hjartna um að veita okkur þá fyrirgefningu sem við biðjum um.“ „Nærvera Guðs hér í dag kallast einnig Róhingjar,“ sagði páfi enn fremur. Ummælin voru ekki hluti af ræðu páfans heldur ákvað hann að segja þau á staðnum. Óháð félagasamtök, meðan annars mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International, gagnrýndu páfa harðlega fyrir að nota heitið ekki á meðan hann var í Mjanmar og hafa meðal annars sagt að þannig hefði Frans getað tekið einarða afstöðu gegn þeim ofsóknum sem herinn þar í landi og almennir borgarar beita Róhingja. Bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað um þjóðernishreinsanir í því samhengi. Kaþólska kirkjan í Mjanmar, en 0,2 prósent Mjanmara eru meðlimir hennar, réð páfa frá því að nota heitið enda hafnar ríkisstjórn Mjanmar heitinu alfarið. Litið er á Róhingja sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og þeir kallaðir Bengalar, burtséð frá því að þeir hafi margir hverjir fæðst í Mjanmar. Charles Bo kardináli sagði páfa að ef hann myndi nefna Róhingja eða fjalla ítarlega um þjáningar þeirra í Rakhine-héraði hætti hann ekki bara á að kynda undir átökunum heldur einnig á að stefna hinum kristna minnihluta í landinu í hættu. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Frans páfi forðaðist að nefna Róhingja Frans páfi fundaði með leiðtoga Mjanmar í gær og hélt ræðu þar sem hann nefndi hinn ofsótta þjóðflokk Róhingja ekki á nafn. Á hann hafði verið skorað að nota nafnið en yfirvöld þar í landi segja Róhingja ólöglega innflytjendur 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Frans páfi hitti sextán manna hóp flóttamanna úr þjóðflokki Róhingja í Bangladess í gær. Nefndi páfi þar loks nafn þjóðflokksins eftir að hafa sleppt því á meðan hann var í Mjanmar, þaðan sem Róhingjar hafa flúið í hundraða þúsunda tali frá því í ágúst. Á fundi sínum með Róhingjum í gær sagði páfi: „Í nafni allra þeirra sem hafa ofsótt ykkur, sært ykkur, vil ég biðjast fyrirgefningar. Ég biðla til ykkar stóru hjartna um að veita okkur þá fyrirgefningu sem við biðjum um.“ „Nærvera Guðs hér í dag kallast einnig Róhingjar,“ sagði páfi enn fremur. Ummælin voru ekki hluti af ræðu páfans heldur ákvað hann að segja þau á staðnum. Óháð félagasamtök, meðan annars mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International, gagnrýndu páfa harðlega fyrir að nota heitið ekki á meðan hann var í Mjanmar og hafa meðal annars sagt að þannig hefði Frans getað tekið einarða afstöðu gegn þeim ofsóknum sem herinn þar í landi og almennir borgarar beita Róhingja. Bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað um þjóðernishreinsanir í því samhengi. Kaþólska kirkjan í Mjanmar, en 0,2 prósent Mjanmara eru meðlimir hennar, réð páfa frá því að nota heitið enda hafnar ríkisstjórn Mjanmar heitinu alfarið. Litið er á Róhingja sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og þeir kallaðir Bengalar, burtséð frá því að þeir hafi margir hverjir fæðst í Mjanmar. Charles Bo kardináli sagði páfa að ef hann myndi nefna Róhingja eða fjalla ítarlega um þjáningar þeirra í Rakhine-héraði hætti hann ekki bara á að kynda undir átökunum heldur einnig á að stefna hinum kristna minnihluta í landinu í hættu.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Frans páfi forðaðist að nefna Róhingja Frans páfi fundaði með leiðtoga Mjanmar í gær og hélt ræðu þar sem hann nefndi hinn ofsótta þjóðflokk Róhingja ekki á nafn. Á hann hafði verið skorað að nota nafnið en yfirvöld þar í landi segja Róhingja ólöglega innflytjendur 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Frans páfi forðaðist að nefna Róhingja Frans páfi fundaði með leiðtoga Mjanmar í gær og hélt ræðu þar sem hann nefndi hinn ofsótta þjóðflokk Róhingja ekki á nafn. Á hann hafði verið skorað að nota nafnið en yfirvöld þar í landi segja Róhingja ólöglega innflytjendur 29. nóvember 2017 06:00