Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2017 09:29 Þrýstingur Trump kom á tímabili í sumar þegar hann er sagður hafa verið heltekinn af Rússarannsókninni. Vísir/AFP Heimildarmenn New York Times á Bandaríkjaþingi segja að Donald Trump hafi ítrekað hvatt háttsetta repúblikana til þess að falla frá rannsókn á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar nú í sumar. Trump hafi meðal annars kvartað við leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni að hann væri ekki að gera nóg til að binda enda á rannsóknirnar. Nokkrar nefndir Bandaríkjaþings rannsaka nú tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þau. Bandaríska leyniþjónstan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif til þess að tryggja Trump sigur. Trump hefur hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð samráð hafi átt sér stað og kallað rannsóknirnar nornaveiðar. Nú hefur New York Times eftir nokkrum þingmönnum og aðstoðarmönnum að Trump hafi þrýst á repúblikana í þinginu um að ljúka rannsóknunum fljótt, þar á meðal formann leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, Richard Burr. „Þetta var eitthvað á þeim nótum: „Ég vona að þið getið lokið þessu eins hratt og hægt er‟,‟ segir Burr við blaðið. Hann segist hafa svarað forsetanum á þá leið að nefndin myndi ljúka störfum þegar hún væri búin að tala við alla sem hún þyrfti að tala við. Rannsókn þingnefndanna og sömuleiðis Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, beinist að bandamönnum og fjölskyldu Trump.Afsaka hegðun forsetans með reynsluleysi hans og vanþekkingu Þá á forsetinn að hafa lagt að Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, og Roy Blunt, öðrum fulltrúa repúblikana í leyniþjónustunefndinni að ljúka rannsókninni hratt. Einnig hringdi hann í fleiri þingmenn repúblikana og bað þá um að þrýsta á Burr um að ljúka rannsókninni. Talsmaður Hvíta hússins neitar því að Trump hafi reynt að setja óeðlilegan þrýsting á nefndarmenn og ítrekar engar sannanir séu fyrir samráði við Rússa. Þingmenn repúblikana afsaka afskipti Trump með því að hann sé pólitískur nýgræðingur sem hafi ekki gert sér grein fyrir hvað væri viðeigandi hegðun fyrir forsetann, þar á meðal Burr og Blunt. Þeir hafa þó báðir reynt að takmarka samskipti sín við Trump.Richard Burr hefur leitt rannsókn leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum.Vísir/AFPÞrýstingurinn frá Trump kom á sama tíma og hann er sagður hafa verið heltekinn af Rússarannsókninni. Á þeim tíma í sumar gagnrýndi hann til dæmis Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, ítrekað fyrir að hafa sagt sig frá málum sem tengjast Rússarannsókninni vegna vanhæfis. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata sem var áður formaður leyniþjónustunefndarinnar, segir að þrýstingur Trump á nefndarmenn hafi verið „óviðeigandi‟ og að hann brjóti gegn grundvallarsjónarmiðum um aðgreiningu valds.Rannsakar hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem spurningar um hvort að Trump reyni að hindra framgang réttvísinnar i tengslum við Rússarannsóknina. Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa og mögulegu samráði, kannar einnig hvort að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í vor. Brottvikningin varð til þess að dómsmálaráðuneytið skipaði Mueller sem sérstakan rannsakanda. Trump sagði á þeim tíma að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar, þrátt fyrir að upphaflegur rökstuðningur fyrir ákvörðuninni hafi verið annar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Heimildarmenn New York Times á Bandaríkjaþingi segja að Donald Trump hafi ítrekað hvatt háttsetta repúblikana til þess að falla frá rannsókn á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar nú í sumar. Trump hafi meðal annars kvartað við leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni að hann væri ekki að gera nóg til að binda enda á rannsóknirnar. Nokkrar nefndir Bandaríkjaþings rannsaka nú tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þau. Bandaríska leyniþjónstan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif til þess að tryggja Trump sigur. Trump hefur hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð samráð hafi átt sér stað og kallað rannsóknirnar nornaveiðar. Nú hefur New York Times eftir nokkrum þingmönnum og aðstoðarmönnum að Trump hafi þrýst á repúblikana í þinginu um að ljúka rannsóknunum fljótt, þar á meðal formann leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, Richard Burr. „Þetta var eitthvað á þeim nótum: „Ég vona að þið getið lokið þessu eins hratt og hægt er‟,‟ segir Burr við blaðið. Hann segist hafa svarað forsetanum á þá leið að nefndin myndi ljúka störfum þegar hún væri búin að tala við alla sem hún þyrfti að tala við. Rannsókn þingnefndanna og sömuleiðis Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, beinist að bandamönnum og fjölskyldu Trump.Afsaka hegðun forsetans með reynsluleysi hans og vanþekkingu Þá á forsetinn að hafa lagt að Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, og Roy Blunt, öðrum fulltrúa repúblikana í leyniþjónustunefndinni að ljúka rannsókninni hratt. Einnig hringdi hann í fleiri þingmenn repúblikana og bað þá um að þrýsta á Burr um að ljúka rannsókninni. Talsmaður Hvíta hússins neitar því að Trump hafi reynt að setja óeðlilegan þrýsting á nefndarmenn og ítrekar engar sannanir séu fyrir samráði við Rússa. Þingmenn repúblikana afsaka afskipti Trump með því að hann sé pólitískur nýgræðingur sem hafi ekki gert sér grein fyrir hvað væri viðeigandi hegðun fyrir forsetann, þar á meðal Burr og Blunt. Þeir hafa þó báðir reynt að takmarka samskipti sín við Trump.Richard Burr hefur leitt rannsókn leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum.Vísir/AFPÞrýstingurinn frá Trump kom á sama tíma og hann er sagður hafa verið heltekinn af Rússarannsókninni. Á þeim tíma í sumar gagnrýndi hann til dæmis Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, ítrekað fyrir að hafa sagt sig frá málum sem tengjast Rússarannsókninni vegna vanhæfis. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata sem var áður formaður leyniþjónustunefndarinnar, segir að þrýstingur Trump á nefndarmenn hafi verið „óviðeigandi‟ og að hann brjóti gegn grundvallarsjónarmiðum um aðgreiningu valds.Rannsakar hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem spurningar um hvort að Trump reyni að hindra framgang réttvísinnar i tengslum við Rússarannsóknina. Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa og mögulegu samráði, kannar einnig hvort að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í vor. Brottvikningin varð til þess að dómsmálaráðuneytið skipaði Mueller sem sérstakan rannsakanda. Trump sagði á þeim tíma að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar, þrátt fyrir að upphaflegur rökstuðningur fyrir ákvörðuninni hafi verið annar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira