Forseti Íslands: Rétturinn til ágreinings undirstaða frjálsra þjóða Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2017 20:30 Forseti Íslands ítrekaði við þingsetningu í dag að rétturinn til ágreinings væri undirstaða frjálsra þjóða og þjóðþinga en hvatti þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu engu að síður til að virða skoðanir hver annars. Þjóðin ætti líka að standa saman um að segja hingað og ekki lengra varðandi kynferðisáreitni og ofbeldi. Tæpar tólf vikur eru liðnar frá því þingi var frestað rétt upp úr miðnætti hinn 26. september eftir að Björt framtíð hafi sprengt ríkisstjórnina aðfaranótt 15 september. Og í dag tæpum sjö vikum eftir kosningar var Alþingi tilbúið til að hefja störf að nýju. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setti Alþingi í dag venju samkvæmt. En að loknu ávarpi hans til þingmanna var forseti Alþingis kjörinn og kosið í nefndir þingsins. „Fulltrúaþingið þarf eftir föngum að endurspegla fjölbreytni samfélagsins og þingmenn þurfa að takast á með rökum strauma og stefnur. Leiðir til framfara. Rétturinn til ágreinings og ósættis er í raun undirstaða frjálsra samfélaga, frjálsra þjóðþinga,“ sagði Guðni meðal annars í ávarpi sínu. Hins vegar sagði forsetinn ýmsa óttast nú á tímum internetsins að sífellt fleiri festust í viðjum fordóma og falskra frétta. Þótt flestir nýttu samfélagsmiðla sómasamlega kynnu sumir sér ekki hóf. „En ég trúi því og treysti að sú sé raunin hér á Íslandi, hér í þingsal, að við viljum ekki kalla alla sem eru okkur ósammála illmenni. Að við viljum hlusta á fólk og meta skoðanir þess, frekar en að tortryggja þá sem hafa skipað sér í annan flokk og gefa okkur fyrir fram að úr þeirri áttinni sé einskis góðs að vænta,“ sagði forsetinn. Guðni gerði „metoo“ átakið að umtalsefni. Íslendingar hefðu oft nýtt mátt samstöðunnar til að mynda þegar náttúruhamfarir herjuðu á landið og gætu nýtt samtakamáttinn á öllum sviðum. Flokkadrættir ættu ekki við í baráttunni gegn kynferðisáreitni og ofbeldi. „Þrátt fyrir allt okkar ósætti, allar okkar ólíku hugsjónir, skulum við standa saman um grundvöll okkar samfélags. Réttarríki og mannréttindi. Víðsýni, umburðarlyndi og einstaklingsfrelsi. Samkennd og samúð, jafnrétti, velferð og vernd allra gegn hvers kyns ofríki og aðkasti,“ sagði Guðni og endaði á því að biðja aðalþingmenn að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum. „Heill forseta vorum og fósturjörð, Íslandi lifi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eins og hefðin býður við þetta tilefni og stýrði síðan fjórföldu húrrahrópi þingmanna.Öryrkjar minntu á sig með Skerðingarspilinu Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands ásamt hópi félagsmanna bandalagsins afhenti þingflokksformönnum á Alþingi í dag sextíu og þrjú eintök að sérstöku borðspili þar sem öryrkjar geta aldrei unnið. Spilið minnir um margt á Matador og spilaði hópur öryrkja spilið á Austurvelli á meðan þingsetningin fór fram. Spilið er kallað “Skerðingarspilið” sem segir mikið um hug öryrkja til aðgerða stjórnvalda. „Það versta sem gerist er að þú lendir ekki bara í fangelsi, þú lendir í fátækragildrunni. Þaðan kemstu illmögulega aftur,“ sagði Þuríður Harpa þegar hún afhenti Skerðingarspilið á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Forseti Íslands ítrekaði við þingsetningu í dag að rétturinn til ágreinings væri undirstaða frjálsra þjóða og þjóðþinga en hvatti þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu engu að síður til að virða skoðanir hver annars. Þjóðin ætti líka að standa saman um að segja hingað og ekki lengra varðandi kynferðisáreitni og ofbeldi. Tæpar tólf vikur eru liðnar frá því þingi var frestað rétt upp úr miðnætti hinn 26. september eftir að Björt framtíð hafi sprengt ríkisstjórnina aðfaranótt 15 september. Og í dag tæpum sjö vikum eftir kosningar var Alþingi tilbúið til að hefja störf að nýju. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setti Alþingi í dag venju samkvæmt. En að loknu ávarpi hans til þingmanna var forseti Alþingis kjörinn og kosið í nefndir þingsins. „Fulltrúaþingið þarf eftir föngum að endurspegla fjölbreytni samfélagsins og þingmenn þurfa að takast á með rökum strauma og stefnur. Leiðir til framfara. Rétturinn til ágreinings og ósættis er í raun undirstaða frjálsra samfélaga, frjálsra þjóðþinga,“ sagði Guðni meðal annars í ávarpi sínu. Hins vegar sagði forsetinn ýmsa óttast nú á tímum internetsins að sífellt fleiri festust í viðjum fordóma og falskra frétta. Þótt flestir nýttu samfélagsmiðla sómasamlega kynnu sumir sér ekki hóf. „En ég trúi því og treysti að sú sé raunin hér á Íslandi, hér í þingsal, að við viljum ekki kalla alla sem eru okkur ósammála illmenni. Að við viljum hlusta á fólk og meta skoðanir þess, frekar en að tortryggja þá sem hafa skipað sér í annan flokk og gefa okkur fyrir fram að úr þeirri áttinni sé einskis góðs að vænta,“ sagði forsetinn. Guðni gerði „metoo“ átakið að umtalsefni. Íslendingar hefðu oft nýtt mátt samstöðunnar til að mynda þegar náttúruhamfarir herjuðu á landið og gætu nýtt samtakamáttinn á öllum sviðum. Flokkadrættir ættu ekki við í baráttunni gegn kynferðisáreitni og ofbeldi. „Þrátt fyrir allt okkar ósætti, allar okkar ólíku hugsjónir, skulum við standa saman um grundvöll okkar samfélags. Réttarríki og mannréttindi. Víðsýni, umburðarlyndi og einstaklingsfrelsi. Samkennd og samúð, jafnrétti, velferð og vernd allra gegn hvers kyns ofríki og aðkasti,“ sagði Guðni og endaði á því að biðja aðalþingmenn að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum. „Heill forseta vorum og fósturjörð, Íslandi lifi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eins og hefðin býður við þetta tilefni og stýrði síðan fjórföldu húrrahrópi þingmanna.Öryrkjar minntu á sig með Skerðingarspilinu Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands ásamt hópi félagsmanna bandalagsins afhenti þingflokksformönnum á Alþingi í dag sextíu og þrjú eintök að sérstöku borðspili þar sem öryrkjar geta aldrei unnið. Spilið minnir um margt á Matador og spilaði hópur öryrkja spilið á Austurvelli á meðan þingsetningin fór fram. Spilið er kallað “Skerðingarspilið” sem segir mikið um hug öryrkja til aðgerða stjórnvalda. „Það versta sem gerist er að þú lendir ekki bara í fangelsi, þú lendir í fátækragildrunni. Þaðan kemstu illmögulega aftur,“ sagði Þuríður Harpa þegar hún afhenti Skerðingarspilið á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira