Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árinu eru fyrrverandi kanslari Þýskalands, leikari sem fór með hlutverk James Bond, aðalsöngvarar þekktra bandarískra rokksveita, ríkasta kona heims, stórstjörnur úr listaheimi Frakka, Playboy-kóngur og einhver alræmdasti glæpamaður Bandaríkjanna. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu mörg hver að vera kunnug.Úr heimi stjórnmála og kóngafólksAnthony Armstrong-Jones eða Snowdon lávarður, fyrrverandi eiginmaður Margrétar Bretaprinsessu, lést í janúar, 86 ára að aldri. Snowdon gekk að eiga Margréti prinsessu, yngri systur Elísabetar Bretlandsdrottningar, í mars 1960 en þau skildu sextán árum síðar. Hann starfaði lengi sem ljósmyndari. Nicole Bricq, frönsk stjórnmálakona, lést í ágúst, sjötug að aldri. Bricq var öldungadeildarþingmaður fyrir franska Sósíalistaflokkinn og var árið 2012 skipuð ráðherra orkumála og sjálfbærrar þróunar. Síðar tók hún við embætti viðskiptaráðherra landsins.Carme Chacón, fyrsta konan til að gegna embætti varnarmálaráðherra Spánar, lést í apríl, 46 ára að aldri. Sósíalistinn Chacón lést vegna hjartaveikinda. Hún gegndi embætti varnarmálaráðherra á árunum 2008 til 2011.Roman Herzog, fyrrverandi forseti Þýskalands, lést þann 10. janúar. Hann var forseti stjórnlagadómstóls Vestur-Þýskalands og síðar Þýskalands á árnum 1987 til 1994. Hann gegndi forsetaembætti Þýskalands á árunum 1994 til 1999. Hann var einn höfunda sáttmáli Evrópusambandsins um grundvallarréttindi.Kim Jong-nam, elsti sonur fyrrverandi leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-il, og hálfbróðir Kim Jong-un, lést í Kúala Lúmpúr í Malasíu þann 13. febrúar. Tvær konur eitruðu fyrir honum á alþjóðaflugvellinum í Kúala Lúmpúr. Rannsókn hefur leitt í ljós að starfsmenn leyniþjónustu Norður-Kóreu beri ábyrgð á morðinu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu neita hins vegar að hafa tengst dauða Kim.Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, lést í júní, 87 ára að aldri. Kohl var kanslari Vestur-Þýskalands og síðar Þýskalands í sextán ár, frá 1982 til 1998, en hann átti stóran þátt í sameiningu Þýskalands eftir fall Berlínarmúrsins árið 1990.Mauno Koivisto, fyrrverandi forsætisráðherra og forseti Finnlands, lést í maí, 93 ára að aldri. Hann gegndi embætti forsætisráðherra landsins á árunum 1968 til 1970 og svo aftur 1979 til 1982. Hann varð forseti árið 1982 og gegndi embættinu til 1994.Liu Xiaobo, kínverskur baráttumaður og Nóbelsverðlaunahafi, lést í júlí, 61 árs að aldri. Hann lést af völdum lifrarkrabbameins og varði síðustu árum ævi sinnar í fangelsi. Liu var dæmdur í ellefu ára fangelsi árið 2009 fyrir að hafa ritað greinina „Charter 08“ ásamt öðrum manni þar sem hvatt var til aukins lýðræðis í Kína. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010.Martin McGuinness, fyrrverandi leiðtogi Sinn Féin, stjórnmálarms Írska lýðveldishersins (IRA) á Norður-Írlandi og fyrrverandi fyrsti ráðherra í heimastjórn landsins, lést í mars, 66 ára að aldri. McGuinness var einn af lykilmönnunum á bak við friðarsamkomulagið sem kennt er við Good Friday (föstudaginn langa) og var undirritað árið 1998.Mikael I, fyrrverandi konungur Rúmeníu, lést í desember, 96 ára að aldri. Hann var konungur a árunum 1927 til 1930 og svo aftur 1940 til ársins 1947 þegar hann afsalaði sér krúnunni.Konstantinos Mitsotakis, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, lést í maí, 98 ára að aldri. Hann var formaður hægriflokksins Nýs lýðræðis, á árunum 1984 til 1993 og gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1990 til 1993. Áður hafði hann meðal annars gegnt embætti utanríkisráðherra landsins.Manuel Antonio Noriega, fyrrverandi einræðisherra Panama lést í maí, 83 ára að aldri. Noriega var um árabil mikill bandamaður stjórnvalda í Washington og braust til valda í Panama á níunda áratug síðustu aldar með valdaráni hersins, þar sem hann var foringi. Sambandið súrnaði þegar á leið og að lokum gerðu Bandaríkjamenn innrás í landið árið 1989 þar sem Noriega var handtekinn.Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi Íransforseti lést 8. janúar. Hann gegndi embætti forseta á árunum 1989 til 1997.Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti Jemen, var drepinn í Jemen í desember, sjötugur að aldri. Saleh var forseti Norður-Jemen á árunum 1978 til 1990 og var þá gerður að fyrsta forseta Jemen. Hann gegndi embættinu til ársins 2012 þegar varaforsetinn Abd Rabu Mansur Hadi tók við.Jalal Talabani, Kúrdi og írakskur stjórnmálamaður, lést í október, 84 ára að aldri. Hann var forseti Íraks á árunum 2006 til 2014.Franska stjórnmálakonan Simone Veil lést á árinu.Vísir/GettySimone Veil, franskur stjórnmálamaður og kvenréttindafrömuður, lést í júní, 89 ára að aldri. Veil var þekktust fyrir baráttu sína fyrir lögleiðingum á fóstureyðingum í Frakklandi á áttunda áratug síðustu aldar. Hún varð síðar fyrsti kjörni forseti Evrópuþingsins.Kvikmyndir, sjónvarp, bókmenntir, listir o.fl.Hans „Hasse“ Alfredsson, sænskur skemmtikraftur, lést í september, 86 ára að aldri. Aldredsson var einna þekktastur fyrir samstarf sitt og Tage Danielsson, en þeir störfuðu saman frá sjötta áratugnum og allt til dauða Danielsson árið 1985. Gerðu þeir meðal annars kvikmyndirnar „Att angöra en brygga“, „Picassos äventyr“ og „Äppelkriget“ saman. Gregg Allman, bandarískur tónlistarmaður, lést í maí, 69 ára að aldri. Allman er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað rokkhljómsveitina The Allman Brothers Band árið 1969 ásamt bróður sínum Duane Allman en sú hljómsveit er vel þekkt fyrir slagara á borð við Jessica og Ramblin' Man. Svend Asmussen, danskur djasstónlistarmaður og fiðluleikari, lést í febrúar, 100 ára gamall. Asmussen var talinn einn allra besti tónlistarmaður Danmerkur og lék á ferli sínum meðal annars með goðsögnum á borð við Duke Ellington, Fats Waller, Benny Goodman og Joséphine Baker. Hann kom margoft til Íslands.John G. Avildsen, bandarískur leikstjóri, lést í júní 81 árs að aldri. Hann vann til Óskarsverðlauna fyrir bestu leikstjórn fyrir myndina Rocky. Hann leikstýrði einnig myndum á borð við Inferno og myndirnar um Karate Kid.Chester Bennington, söngvari bandarísku sveitarinnar Linkin Park, lést í júlí, 41 árs að aldri. Hann framdi sjálfsvíg á heimili sínu í Los Angeles. Ferill Bennington spannaði yfir tuttugu ár en hann var söngvari hljómsveitanna Linkin Park og Dead by Sunrise. Þá var hann aðalsöngvari hljómsveitarinnar Stone Temple Pilots árin 2013 til 2015.Chuck Berry féll frá í mars.Vísir/GettyChuck Berry, einn vinsælasti og áhrifamesti tónlistarmaður tuttugustu aldarinnar, lést í mars, níutíu ára að aldri. Berry var söngvari, gítarleikari og lagahöfundur sem átti stóran þátt í því að móta rokktónlist með vinsælum lögum á borð við Maybellene, Johnny B. Goode og Roll Over Beethoven á sjötta áratugnum. Powers Booth, bandarískur leikari, lést í maí, 68 ára að aldri. Boothe gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt sem illmenni í sjónvarpsþáttunum Deadwood og í kvikmyndunum Tombstone, Sin City og The Avengers. Þá fór hann með hlutverk lögreglumanns í myndinni U-Turn.Michael Bond, höfundur barnabókanna um bangsann Paddington, lést í júní, 91 árs að aldri. Glen Campbell, bandarískur kántrísöngvari, lést í ágúst 81 árs að aldri. Hann átti fjölda smella á sjöunda áratugnum, meðal annars Rhinestone Cowboy. Plötur hans seldust í tugum milljóna eintaka.David Cassidy, bandarískur leikari og söngvari, lést í nóvember, 67 ára gamall. Hann gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum The Partridge Family sem fjölluðu um söngelska fjölskyldu. Þá fór lag hans, I Think I Love You, á topp efsta sætis Billboard-listans árið 1970.Chris Cornell, söngvari hljómsveitarinnar Soundgarden og síðar söngvari Audioslave, lést í maí, 52 ára að aldri. Hann stytti sér aldur. Cornell samdi og flutti titillag Bond-myndarinnar Casino Royale.Jonathan Demme, bandarískur kvikmyndaleikstjóri og Óskarsverðlaunahafi, lést í apríl, 73 ára að aldri. Demme er hvað þekktastur sem leikstjóri myndanna The Silence of the Lambs, Philadelphia og The Manchurian Candidate.Karin Dor, þýsk leikkona, lést í nóvember, 79 ára að aldri. Dor var frægust fyrir hlutverk sitt í Bond-myndinni You Only Live Twice frá árinu 1967 þar sem hún lék á móti Sean Connery. Dor lék þar kynþokkafulla skúrkinn Helgu Brandt, en Dor er eina þýska leikkonan sem farið hefur með hlutverk „Bond-gellu“.Gord Downie, kanadíski söngvari sveitarinnar Tragically Hip, lést í október, 53 ára að aldri. Hann var einn vinsælasti söngvari Kanada.Gösta Ekman, sænskum leikari og grínisti, lést í apríl, 77 ára að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndunum um Jönssongengið.Nelsan Ellis, bandarískur leikari, lést í júlí, 39 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Lafayette Reynolds í HBO-þáttaröðinni True Blood.Fats Domino.Fats Domino, bandarískur tónlistarmaður, lést í október, 89 ára að aldri. Bandaríski píanóleikarinn og lagahöfundurinn sló í gegn á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og seldi rúmlega 65 milljónir platna. Á meðal helstu smella hans voru „Blueberry Hill“, „Ain’t That a Shame“ og „I’m Walking“.Miguel José Ferrer, bandarískur leikari, lést í janúar, 61 árs að aldri. Hann fór meðal annars með hlutverk í myndunum RoboCop, Traffic og Iron Man 3. Þá fór hann einnig með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Twin Peaks, Crossing Jordan og NCIS: Los Angeles.Paula Fox, bandarískur barnabókahöfundur, lést í mars, 93 ára að aldri. Hún vann til fjölda verðlauna fyrir bækur sínar, meðal annars The Slave Dancer, A Place Apart og Portrait of Ivan.Anne Golon, franskur rithöfundur, lést í júlí, 95 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir ævintýrabækur sínar um persónuna Angelique.Robert Guillaume, bandarískur leikari, lést í október, 95 ára að aldri. Guillaume er einna þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum Soap og Benson og þá gerði hann jafnframt garðinn frægan þegar hann ljáði apanum Rafiki rödd sína í Disneymyndinni Konungur ljónanna.Barbara Hale, bandarísk leikkona, lést í janúar, 94 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Della Street sem sýndir voru í bandarísku sjónvarpi á árunum 1957 til 1966.Monty Hall, bandarísk-kanadískur skemmtikraftur, lést í september, 94 ára að aldri. Hann var þekktur fyrir að stýra þættinum Let’s Make a Deal í bandarísku sjónvarpi.Johnny Hallyday, franskur rokksöngvari, lést í desember, 74 ára að aldri. Söngvarinn, sem hét réttu nafni Jean-Philippe Smet, seldi rúmlega 100 milljón plötur á ferlinum og lék í fjölda kvikmynda. Hann var sæmdur riddaratign af þáverandi Frakklandsforseta, Jacques Chirac, árið 1997.Robert Hardy, breskur leikari, lést í ágúst, 91 árs að aldri. Hardy er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Cornelius Fudge í kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter. Glenne Headly, bandarísk leikkona, lést í júní, 62 ára að aldri. Hún fór meðal annars með hlutverk í kvikmyndunum Dirty Rotten Scoundrels, Dick Tracy, og Mr. Holland's Opus.John Heard, bandarískur leikari, lést í júlí, 72 ára að aldri. Heard var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Peter McCallister, föður Kevin, í Home Alone myndunum. Heard lék einnig í myndinum Cat People, After Hours, Big, Beaches og Gladiator. Þá kom hann fram í sjónvarpsþáttunum Miami Vice og Sopranos. Hann hlaut tilnefningu til Emmy verðlauna fyrir hlutverk sitt í Sopranos.Hugh Hefner, stofnandi, útgefandi og aðalritstjóri Playboy-tímaritsins, lést í september, 91 árs að aldri. Hefner byrjaði að gefa út Playboy árið 1953 og var skrifstofa blaðsins fyrstu árin í eldhúsi Hefners en blaðið varð fljótt eitt stærsta blað sinnar tegundar í heiminum. Um sjö milljónir eintaka seldust af blaðinu mánaðarlega þegar mest lét.Margot Hielscher, þýsk leik- og söngkona, lést í ágúst, 97 ára að aldri. Hún lék í rúmlega fimmtíu kvikmyndum á árunum 1939 til 1994. Hún var meðal annars fulltrúi Þýskalands í Eurovision árið 1957 með lagið Telefon, Telefon sem hafnaði í fjórða sæti.John Hillerman, bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Magnum P.I., lést í nóvember, 84 ára að aldri. Hillerman fór með hlutverk hins enska Higgins í þáttunum Magnum P.I. sem voru með Tom Selleck í aðalhlutverki, en alls voru framleiddar átta þáttaraðir á níunda áratugnum.Tobe Hooper, bandaríski leikstjórinn sem þekktastur fyrir hryllingsmyndina Keðjusagarmorðin í Texas, lést í ágúst, 74 ára að aldri. Myndin var bönnuð í nokkrum löndum en hún skartaði Íslendingnum Gunnari Hansen í aðalhlutverkinu. Hooper leikstýrði einnig Poltergeist.John Hurt, breskur leikari, lést í janúar, 77 ára gamall. Hinn margverðlaunaði leikari er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í Elephant Man, Harry Potter og tugum annarra kvikmynda, þáttaraða og leikrita en ferill hans spannaði hátt í sex áratugi.Dmitri Hvorostovsky, rússneskur óperu- og baritonsöngvari, lést í nóvember, 55 ára að aldri. Hvorostovsky þykir einn besti óperusöngvari seinni tíma en hann söng meðal annars við Metropolitan óperuna í New York, Royal Opera House í London, , Staatsoper Unter den Linden í Berlín, La Scala í Mílanó och Vínaróperunni.Alina Janowska, pólsk leikkona og grínisti, lést í nóvember, 94 ára að aldri. Hún kom fram í á fjórða tug kvikmynda á ferli sínum frá árinu 1947.Al Jarreau, bandarískur djasssöngvari, lést í febrúar, 76 ára að aldri. Hann vann sjö sinnum til Grammy-verðlauna og var þekktur meðal annars fyrir að hafa flutt upphafsstef sjónvarpsþáttanna Moonlighting.Anne Jeffreys, bandarísk söng- og leikkona, lést í september, 94 ára að aldri. Hún kom fram í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, meðal annars þáttunum Topper á sjötta áratugnum.Christine Kaufmann, þýsk-austurrísk leikkona og kaupsýslukona, lést í mars, 72 ára að aldri. Hún var ein vinsælasta leikkona Þýskalands á sjötta og sjöunda áratugnum.Gorden Kaye, breskur leikari, lést í janúar, 75 ára að aldri. Kaye gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt sem Rene Artois í þáttunum ‘Allo ‘Allo!, eða Allt í hers höndum.Martin Landau, bandarískur leikari, lést í júlí, 89 ára að aldri. Landau er þekktur fyrir að hafa leikið í sjónvarpsþáttunum Mission: Impossible á sjöunda áratugnum. Ferill leikarans spannaði áratugi og hlaut hann Óskarsverðlaunin árið 1994 fyrir leik sinn í myndinni Ed Wood sem Tim Burton leikstýrði. Suzanna Leigh, bresk leikkona, lést í desember, 72 ára að aldri. Leigh lék í fjölda kvikmynda á sjöunda og áttunda áratugnum, meðal annars í Presley-myndinni Paradise, Hawaiian Style, Boeing Boeing, The Deadly Bees og The Fiend.Jerry Lewis, bandarískur skemmtikraftur, lést í ágúst, 91 árs að aldri. Lewis var þekktastur fyrir leik sinn í Bell Boy, Cinterfella og The Nutty Professor og The King of Comedy. Um tíma var hann hæst launaður leikara í Hollywood.Lil Peep, bandarískur rappari, lést í nóvember, 21 árs að aldri. Lil Peep hét Gustav Åhr réttu nafni og ólst upp í New York. Hann gaf út sína fyrstu plötu, Come Over When You’re Sober (Part One), fyrr á þessu ári en hafði lengi glímt við fíkniefnadjöfulinn og andleg veikindi.Torgny Lindgren, sænskur rithöfundur, lést í mars, 78 ára að aldri. Hann sló í gegn með bókinni Ormens väg på hälleberget frá árinu 1982. Hann tók sæti í sænsku akademíunni árið 1991.Dina Merrill, bandarísk leikkona lést í maí, 93 ára að aldri. Hún kom meðal annars fram í myndunum Operation Petticoat og Butterfield 8. Á síðari árum lét sér góðgerðarmál varða.Robert Miles, ítalskur plötusnúður, lést í maí, 47 ára að aldri. Miles var þekktastur fyrir lag sitt, Children, sem kom út árið 1995 og komst í efsta sæti vinsældalista í tólf löndum og annað sæti þess breska árið 1996. Mary Tyler Moore, bandarísk leikkona og Emmy-verðlaunahafi, lést í janúar, áttatíu ára að aldi. Leikkonan hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Ordinary People árið 1980 en þar áður hafði hún leikið í þáttunum The Dick Van Dyke Show. Þá fékk sinn eigin þátt á áttunda áratugnum, The Mary Tyler Moore Show.Roger Moore, enskur leikari, lést þann 23. maí, 89 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein. Moore er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk James Bond í sjö myndum á árunum 1973 til 1985, en fyrir það hafði hann gert garðinn frægan sem Dýrlingurinn. Á síðustu árum ævi sinnar vann hann ötult starf fyrir UNICEF.Erin Moran, bandarísk leikkona þekktust er fyrir túlkun sína á persónunni Joanie Cunningham í gamanþáttaröðunum Happy Days og Joanie Loves Chachi, lést í apríl, 56 ára að aldri.Jeanne Moreau, frönsk söng- og leikkona, lést í júlí, 89 ára að aldri. Moreau er einn virtasti franski listamaður sögunnar og hlaut meðal annars Óskarsverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar árið 1998.Geoff Nicholls, hljómborðsleikari þungarokksbandsins Black Sabbath, lést í janúar, 72 ára að aldri.Michael Nyqvist, sænskur leikari og rithöfundur, lést í júní í eftir að hafa glímt við lungnakrabbamein. Hann varð 56 ára. Nyqvist er hvað þekktastur fyrir hlutverk blaðamannsins Mikael Blomqvist í Millenium þríleiknum, byggðum á bókum Stieg Larsson. Eftir það hlutverk fór frægðarsól leikarans að rísa vestanhafs og landaði hann hlutverki í Mission Impossible: Ghost Protocol, sem kom út árið 2012.Anita Pallenberg, ítölsk fyrirsæta og leikkona, lést í júní, 73 ára að aldri. Hún var einna þekktust fyrir sambönd sín við liðsmenn bresku sveitarinnar Rolling Stones. Pallenberg og Keith Richards eignuðust saman þrjú börn.Michael Parks, bandarískur leikari, lést í maí, 77 ára að aldri. Hann sló fyrst í gegn í þáttunum Then Came Bronson við upphaf áttunda áratugar síðustu aldar og var í miklu uppáhaldi hjá leikstjórunum David Lynch, Quentin Tarantino og Robert Rodriguez.Bill Paxton, bandarískur leikari, lét í febrúar, 61 árs að aldri. Hann er hvað þekktastur fyrir að leika í Aliens, Twister, Titanic og þáttunum Big Love. Tom Petty, bandarískur tónlistarmaður, lést í október, 66 ára að aldri. Ferill Petty spannaði nokkra áratugi, en hann rataði fyrst í sviðsljósið þegar hann kom fram með bandinu The Heartbreakers á sjöunda áratug síðustu aldar. Á meðal þekktustu laga hans eru Free Fallin´, I Won´t Back Down, Don´t do me like that og Learning to fly.Rich Piana, bandarískur vaxtarræktarmaður, lést í ágúst, 45 ára að aldri. Hann giftist vaxtarræktarkonunni Söru Heimisdóttur árið 2015.Prodigy, bandarískur rappari, lést í júní, 42 ára að aldri. Prodigy var annar liðsmanna Mobb Deep og átti hann stóran þátt í að móta hip-hop senuna í New York.Sandra Reemer, hollensk söng- og sjónvarpskona, lést í júní, 66 ára að aldri. Hún kom þrívegis fram fyrir Hollands hönd í Eurovision, 1972, 1976 og 1979.Emmanuelle Riva, frönsk leikkona, lést í janúar, 89 ára að aldri. Hún er hvað þekktst fyrir hlutverk sitt í myndunum Hiroshima mon amour frá árinu 1959 og Amour frá árinu 2012. Þá fór hún með hlutverk í mynd Kristínar Jóhannesdóttur frá árinu 2017, Þá og þegar, elskan.Hans Rosling, sænskur vísindamaður, lést í febrúar, 68 ára að aldri. Rosling var prófessor í lýðheilsu við Karolinska Institutet í Stokkhólmi og tölfræðingur. Vegna starfa sinna fyrir stofnunina öðlaðist Rosling heimsfrægð en hann var vinsæll fyrirlesari um allan heim og hafa TED-fyrirlestrar hans til að mynda notið mikilla vinsælda.Sam Shepard, bandarískur leikari og leikskáld, er látinn, 73 ára að aldri. Shepard fannst látinn á heimili sínu í Kentucky á fimmtudag en hann hafði glímt við hreyfitaugahrörnun (MND) síðustu ár. Shepard kom meðal annars fram í myndunum The Right Stuff, The Notebook, Black Hawk Down og þáttunum Bloodline. Harry Dean Stanton, bandarískur leikari, lést í september, 91 árs að aldri. Hann á að baki nokkuð eftirminnileg hlutverk, þar á meðal í myndunum The Godfather: Part II, Alien, Cool Hand Luke og Pretty in Pink. Jay Thomas, bandarískur leikari og útvarpsmaður, lést í ágúst, 69 ára að aldri. Hann fór meðal annars með hlutverk Eddie LeBec í þáttunum Cheers.Frank Vincent, bandarískur leikari, lést í september, 78 ára að aldri. Hann er þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem glæponinn Phil Leotardo í þáttunum Sopranos, auk þess að hann lék í fjölda mynda Martin Scorsese, meðal annars Raging Bull, Goodfellas og Casino.Derek Walcott, Nóbelsskáld frá Karíbahafseyjunni Sakti Lúsíu, lést í mars, 87 ára að aldri. Walcott hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1992 og ljóðaverðlaun TS Eliot árið 2011. Á meðal merkustu verka Walcott eru ljóðasafnið In A Green Night: Poems 1948-1960 og Omeros, sem byggir á verkum Hómers. Adam West, bandarískur leikari, lést í júní 88 ára að aldri. West fór með hlutverk hinnar grímuklæddu ofurhetju í sjónvarpsþáttunum Batman sem frumsýndir voru í janúar 1966. Anne Wiazemsky, frönsk leikkona og rithöfundur, lést í október, sjötug að aldri. Hún kom fyrst fram í hlutverki Marie í hlutverki Au Hasard Balthazar, kvikmynd Robert Bresson árið 1966. Þá fór með hlutverk í kvikmyndum Jean-Luc Godard, La Chinoise (1967), Week End (1967), og One Plus One (1968).George Young, ástralskur tónlistarmaður og framleiðandi, lést í október, sjötugur að aldri. Young, sem var eldri bróðir liðsmanna AC/DC, Malcolm og Angus Young, var gítarleikari sveitarinnar The Easybeats og jafnframt einn af frumkvöðlunum innan ástralskrar popptónlistar. Malcolm Young, gítarleikari og stofnmeðlimur áströlsku rokksveitarinnar AC/DC, lést í nóvember, 64 ára að aldri. Young stofnaði AC/DC árið 1973 ásamt yngri bróðir sínum Angus. AC/DC hefur selt meira en 200 milljón plötur á 44 ára ferli sínum og breiðskífan Back in Black, sem kom út árið 1980, er sú fimmta mest selda í tónlistarsögunni.ÍþróttirLudmila Belousova, rússnesk skautadrottning, lést í september, 81 árs að aldri. Hún vann til tvennra gullverðlauna í parakeppni í listdansi á skautum á Ólympíuleikum þegar hún keppti fyrir Sovétríkin. Þá vann hún til fjölda verðlauna á heimsmeistaramótum.Betty Cuthbert, ástralskur sprethlaupari, lést í ágúst, 79 ára að aldri. Hún var fjórum sinnum til gullverðlauna á Ólympíuleikum, í Melbourne 1956 og Tókýó 1964.Ugo Ehiogu, enskur knattspyrnumaður og þjálfari, lést í apríl, 44 ára að aldri. Ehiogu fékk hjartaáfall á æfingasvæði Tottenham. Ehiogu lék lengstum með Aston Villa, á árunum 1991 til 2000 og gekk svo til liðs við Middlesbrough. Hann lék fjóra leiki með enska landsliðinu.Jake LaMotta, bandarískur hnefaleikamaður, lést í september, 95 ára að aldri. LaMotta keppti í 106 hnefaleikabardögum á rúmlega 13 ára ferli og var heimsmeistari í millivigt um tíma. Frægustu bardagar kappans eru án efa bardagar hans gegn Sugar Ray Robinson en þeir voru alls sex talsins. Auk farsæls hnefaleikaferils er LaMotta hvað þekktastur fyrir að hafa vera umfjöllunarefni kvikmyndarinnar Raging Bull sem kom út árið 1980.William Lombardy, bandarískur stórmeistari í skák, lést í október, 79 ára að aldri. Lombardy var aðstoðarmaður Bobby Fischers í einvíginu í Reykjavík árið 1972.Jana Novotná, tékknesk tenniskona, lést í nóvember, 49 ára að aldri. Banamein hennar var krabbamein. Novotná komst þrisvar sinnum í úrslit á Wimbledon. Hún tapaði fyrir Steffi Graf í frægum úrslitaleik 1993 og fyrir Martinu Hingis fjórum árum seinna. Árið 1998 vann hún loks Wimbledon þegar hún bar þá sigurorð af Nathalie Tauziat í úrslitaleiknum.Ueli Steck, svissneskur fjallaklifrari, lést í slysi á Everest í undirbúningi fyrir klifur hans á Everest í apríl. Steck, sem kallaður „svissneska vélin,“ þótti einstakur fjallaklifrari. Steck var að undirbúa það að fara nýja leið upp á tind hæsta fjalls heims og var ætlunin að komast þangað án súrefnis. Steck hafði áður klifið Everest árið 2012 og 2015, án súrefnis. Graham Taylor, fyrrverandi þjálfari enska knattspyrnulandsliðsins, lést í janúar, 72 ára að aldri. Taylor stýrði Lincoln, Watford og Aston Villa áður en hann tók við stöðu landsliðsþjálfara Englands árið 1990. Hann stýrði liðinu í þrjú ár. Hann fór með England á EM í Svíþjóð 1992 en sagði af sér eftir að enska liðinu mistókst að tryggja sér sæti á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Síðar á ferlinum stýrði hann bæði Úlfunum, Watford og Aston Villa.Cheick Tioté, Fílbeinsstrendingur og fyrrverandi leikmaður knattspyrnuliðs Newcastle United, lést í júní, þrítugur að aldri. Tioté hneig niður á æfingu kínverska B-deildarliðinu Bejiing Enterprises og var síðar úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Tioté lék í sjö ár með Newcastle, alls 156 leiki og skoraði eitt mark, í frægu 4-4 jafntefli gegn Arsenal 2011. ViðskiptiLiliane Bettencourt, erfingi franska L'Oreal veldisins, lést í september, 94 ára að aldri. Samkvæmt tölum fyrir árið 2017 var hún ríkasta kona heims en virði eigna hennar var talið vera 33 milljarðar evra, ríflega fjögur þúsund milljarðar íslenskra króna. Hún yfirgaf fyrirtækið, sem faðir hennar stofnaði árið 1909, fyrir fimm árum. Antonio Carluccio, ítalskur stjörnukokkur, lést í nóvember, áttræður að aldri. Carluccio var eigandi samnefndra veitingastaða og fyrir að vera tíður gestur í matreiðsluþáttum, meðal annars Two Greedy Italians. David Rockefeller, bandarískur milljarðamæringur, lést í mars, 101 árs að aldri. Hann var síðasta eftirlifandi barnabarn John D. Rockefeller, annars stofnanda Standard Oil.VísindiAnna Marguerite McCann, bandarískur listfræðingur og fornleifafræðingur, lést í febrúar, 82 ára gömul. Hún var frumkvöðull á sviði neðansjávarfornleifafræði.Maryam Mirzakhani, íranskur stærðfræðingurinn sem varð fyrsta konan til þess að hljóta Fields-verðlaunin í stærðfræði, lést í júlí, aðeins fertug að aldri. Banamein Mirzakhani var brjóstakrabbamein. Hún ólst upp í Teheran, höfuðborg Írans, en fluttist til Bandaríkjanna árið 1999 til nema við Harvard-háskóla. Fields-verðlaunin sem Mirzakhani hlaut árið 2014 eru afhent á fjögurra ára fresti. Þau eru af mörgum talin æðstu verðlaun í stærðfræði.Alræmdir glæpamennCharles Manson, bandaríski glæpamaðurinn sem fyrirskipaði fylgjendum sínum að myrða leikkonuna Sharon Tate og sex aðra í ágúst 1969, lést í nóvember, 83 ára gamall. Manson var upphaflega dæmdur til dauða en dómnum var breytt eftir að hæstiréttur Kalíforníu komst að því að dauðarefsing væri andstæð stjórnarskránni. Hann sótti alls tólf sinnum um reynslulausn en ætíð neitað, síðast árið 2012.Slobodan Praljak, króatískur stríðsglæpamaður, lést í nóvember 72 ára gamall. Hann lést eftir að hafa innbyrt eitur úr flösku. Atvikið átti sér stað eftir að alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu í Haag staðfesti tuttugu ára dóm yfir honum vegna þjóðernishreinsana á tímum borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu.Salvatore „Toto“ Riina, ítalskur mafíósi, lést í nóvember 87 ára að aldri. Riina, sem fór fyrir hinum alræmdu samtökum Cosa Nostra, var handtekinn árið 1993 fyrir að hafa látið handbendi sín myrða rúmlega 150 manns. Þá stóð hann á bakvið fjölda sprenginga í Róm, Mílanó og Flórens þetta sama ár sem drógu tíu til dauða. Andlát Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent
Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árinu eru fyrrverandi kanslari Þýskalands, leikari sem fór með hlutverk James Bond, aðalsöngvarar þekktra bandarískra rokksveita, ríkasta kona heims, stórstjörnur úr listaheimi Frakka, Playboy-kóngur og einhver alræmdasti glæpamaður Bandaríkjanna. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu mörg hver að vera kunnug.Úr heimi stjórnmála og kóngafólksAnthony Armstrong-Jones eða Snowdon lávarður, fyrrverandi eiginmaður Margrétar Bretaprinsessu, lést í janúar, 86 ára að aldri. Snowdon gekk að eiga Margréti prinsessu, yngri systur Elísabetar Bretlandsdrottningar, í mars 1960 en þau skildu sextán árum síðar. Hann starfaði lengi sem ljósmyndari. Nicole Bricq, frönsk stjórnmálakona, lést í ágúst, sjötug að aldri. Bricq var öldungadeildarþingmaður fyrir franska Sósíalistaflokkinn og var árið 2012 skipuð ráðherra orkumála og sjálfbærrar þróunar. Síðar tók hún við embætti viðskiptaráðherra landsins.Carme Chacón, fyrsta konan til að gegna embætti varnarmálaráðherra Spánar, lést í apríl, 46 ára að aldri. Sósíalistinn Chacón lést vegna hjartaveikinda. Hún gegndi embætti varnarmálaráðherra á árunum 2008 til 2011.Roman Herzog, fyrrverandi forseti Þýskalands, lést þann 10. janúar. Hann var forseti stjórnlagadómstóls Vestur-Þýskalands og síðar Þýskalands á árnum 1987 til 1994. Hann gegndi forsetaembætti Þýskalands á árunum 1994 til 1999. Hann var einn höfunda sáttmáli Evrópusambandsins um grundvallarréttindi.Kim Jong-nam, elsti sonur fyrrverandi leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-il, og hálfbróðir Kim Jong-un, lést í Kúala Lúmpúr í Malasíu þann 13. febrúar. Tvær konur eitruðu fyrir honum á alþjóðaflugvellinum í Kúala Lúmpúr. Rannsókn hefur leitt í ljós að starfsmenn leyniþjónustu Norður-Kóreu beri ábyrgð á morðinu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu neita hins vegar að hafa tengst dauða Kim.Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, lést í júní, 87 ára að aldri. Kohl var kanslari Vestur-Þýskalands og síðar Þýskalands í sextán ár, frá 1982 til 1998, en hann átti stóran þátt í sameiningu Þýskalands eftir fall Berlínarmúrsins árið 1990.Mauno Koivisto, fyrrverandi forsætisráðherra og forseti Finnlands, lést í maí, 93 ára að aldri. Hann gegndi embætti forsætisráðherra landsins á árunum 1968 til 1970 og svo aftur 1979 til 1982. Hann varð forseti árið 1982 og gegndi embættinu til 1994.Liu Xiaobo, kínverskur baráttumaður og Nóbelsverðlaunahafi, lést í júlí, 61 árs að aldri. Hann lést af völdum lifrarkrabbameins og varði síðustu árum ævi sinnar í fangelsi. Liu var dæmdur í ellefu ára fangelsi árið 2009 fyrir að hafa ritað greinina „Charter 08“ ásamt öðrum manni þar sem hvatt var til aukins lýðræðis í Kína. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010.Martin McGuinness, fyrrverandi leiðtogi Sinn Féin, stjórnmálarms Írska lýðveldishersins (IRA) á Norður-Írlandi og fyrrverandi fyrsti ráðherra í heimastjórn landsins, lést í mars, 66 ára að aldri. McGuinness var einn af lykilmönnunum á bak við friðarsamkomulagið sem kennt er við Good Friday (föstudaginn langa) og var undirritað árið 1998.Mikael I, fyrrverandi konungur Rúmeníu, lést í desember, 96 ára að aldri. Hann var konungur a árunum 1927 til 1930 og svo aftur 1940 til ársins 1947 þegar hann afsalaði sér krúnunni.Konstantinos Mitsotakis, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, lést í maí, 98 ára að aldri. Hann var formaður hægriflokksins Nýs lýðræðis, á árunum 1984 til 1993 og gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1990 til 1993. Áður hafði hann meðal annars gegnt embætti utanríkisráðherra landsins.Manuel Antonio Noriega, fyrrverandi einræðisherra Panama lést í maí, 83 ára að aldri. Noriega var um árabil mikill bandamaður stjórnvalda í Washington og braust til valda í Panama á níunda áratug síðustu aldar með valdaráni hersins, þar sem hann var foringi. Sambandið súrnaði þegar á leið og að lokum gerðu Bandaríkjamenn innrás í landið árið 1989 þar sem Noriega var handtekinn.Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi Íransforseti lést 8. janúar. Hann gegndi embætti forseta á árunum 1989 til 1997.Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti Jemen, var drepinn í Jemen í desember, sjötugur að aldri. Saleh var forseti Norður-Jemen á árunum 1978 til 1990 og var þá gerður að fyrsta forseta Jemen. Hann gegndi embættinu til ársins 2012 þegar varaforsetinn Abd Rabu Mansur Hadi tók við.Jalal Talabani, Kúrdi og írakskur stjórnmálamaður, lést í október, 84 ára að aldri. Hann var forseti Íraks á árunum 2006 til 2014.Franska stjórnmálakonan Simone Veil lést á árinu.Vísir/GettySimone Veil, franskur stjórnmálamaður og kvenréttindafrömuður, lést í júní, 89 ára að aldri. Veil var þekktust fyrir baráttu sína fyrir lögleiðingum á fóstureyðingum í Frakklandi á áttunda áratug síðustu aldar. Hún varð síðar fyrsti kjörni forseti Evrópuþingsins.Kvikmyndir, sjónvarp, bókmenntir, listir o.fl.Hans „Hasse“ Alfredsson, sænskur skemmtikraftur, lést í september, 86 ára að aldri. Aldredsson var einna þekktastur fyrir samstarf sitt og Tage Danielsson, en þeir störfuðu saman frá sjötta áratugnum og allt til dauða Danielsson árið 1985. Gerðu þeir meðal annars kvikmyndirnar „Att angöra en brygga“, „Picassos äventyr“ og „Äppelkriget“ saman. Gregg Allman, bandarískur tónlistarmaður, lést í maí, 69 ára að aldri. Allman er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað rokkhljómsveitina The Allman Brothers Band árið 1969 ásamt bróður sínum Duane Allman en sú hljómsveit er vel þekkt fyrir slagara á borð við Jessica og Ramblin' Man. Svend Asmussen, danskur djasstónlistarmaður og fiðluleikari, lést í febrúar, 100 ára gamall. Asmussen var talinn einn allra besti tónlistarmaður Danmerkur og lék á ferli sínum meðal annars með goðsögnum á borð við Duke Ellington, Fats Waller, Benny Goodman og Joséphine Baker. Hann kom margoft til Íslands.John G. Avildsen, bandarískur leikstjóri, lést í júní 81 árs að aldri. Hann vann til Óskarsverðlauna fyrir bestu leikstjórn fyrir myndina Rocky. Hann leikstýrði einnig myndum á borð við Inferno og myndirnar um Karate Kid.Chester Bennington, söngvari bandarísku sveitarinnar Linkin Park, lést í júlí, 41 árs að aldri. Hann framdi sjálfsvíg á heimili sínu í Los Angeles. Ferill Bennington spannaði yfir tuttugu ár en hann var söngvari hljómsveitanna Linkin Park og Dead by Sunrise. Þá var hann aðalsöngvari hljómsveitarinnar Stone Temple Pilots árin 2013 til 2015.Chuck Berry féll frá í mars.Vísir/GettyChuck Berry, einn vinsælasti og áhrifamesti tónlistarmaður tuttugustu aldarinnar, lést í mars, níutíu ára að aldri. Berry var söngvari, gítarleikari og lagahöfundur sem átti stóran þátt í því að móta rokktónlist með vinsælum lögum á borð við Maybellene, Johnny B. Goode og Roll Over Beethoven á sjötta áratugnum. Powers Booth, bandarískur leikari, lést í maí, 68 ára að aldri. Boothe gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt sem illmenni í sjónvarpsþáttunum Deadwood og í kvikmyndunum Tombstone, Sin City og The Avengers. Þá fór hann með hlutverk lögreglumanns í myndinni U-Turn.Michael Bond, höfundur barnabókanna um bangsann Paddington, lést í júní, 91 árs að aldri. Glen Campbell, bandarískur kántrísöngvari, lést í ágúst 81 árs að aldri. Hann átti fjölda smella á sjöunda áratugnum, meðal annars Rhinestone Cowboy. Plötur hans seldust í tugum milljóna eintaka.David Cassidy, bandarískur leikari og söngvari, lést í nóvember, 67 ára gamall. Hann gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum The Partridge Family sem fjölluðu um söngelska fjölskyldu. Þá fór lag hans, I Think I Love You, á topp efsta sætis Billboard-listans árið 1970.Chris Cornell, söngvari hljómsveitarinnar Soundgarden og síðar söngvari Audioslave, lést í maí, 52 ára að aldri. Hann stytti sér aldur. Cornell samdi og flutti titillag Bond-myndarinnar Casino Royale.Jonathan Demme, bandarískur kvikmyndaleikstjóri og Óskarsverðlaunahafi, lést í apríl, 73 ára að aldri. Demme er hvað þekktastur sem leikstjóri myndanna The Silence of the Lambs, Philadelphia og The Manchurian Candidate.Karin Dor, þýsk leikkona, lést í nóvember, 79 ára að aldri. Dor var frægust fyrir hlutverk sitt í Bond-myndinni You Only Live Twice frá árinu 1967 þar sem hún lék á móti Sean Connery. Dor lék þar kynþokkafulla skúrkinn Helgu Brandt, en Dor er eina þýska leikkonan sem farið hefur með hlutverk „Bond-gellu“.Gord Downie, kanadíski söngvari sveitarinnar Tragically Hip, lést í október, 53 ára að aldri. Hann var einn vinsælasti söngvari Kanada.Gösta Ekman, sænskum leikari og grínisti, lést í apríl, 77 ára að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndunum um Jönssongengið.Nelsan Ellis, bandarískur leikari, lést í júlí, 39 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Lafayette Reynolds í HBO-þáttaröðinni True Blood.Fats Domino.Fats Domino, bandarískur tónlistarmaður, lést í október, 89 ára að aldri. Bandaríski píanóleikarinn og lagahöfundurinn sló í gegn á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og seldi rúmlega 65 milljónir platna. Á meðal helstu smella hans voru „Blueberry Hill“, „Ain’t That a Shame“ og „I’m Walking“.Miguel José Ferrer, bandarískur leikari, lést í janúar, 61 árs að aldri. Hann fór meðal annars með hlutverk í myndunum RoboCop, Traffic og Iron Man 3. Þá fór hann einnig með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Twin Peaks, Crossing Jordan og NCIS: Los Angeles.Paula Fox, bandarískur barnabókahöfundur, lést í mars, 93 ára að aldri. Hún vann til fjölda verðlauna fyrir bækur sínar, meðal annars The Slave Dancer, A Place Apart og Portrait of Ivan.Anne Golon, franskur rithöfundur, lést í júlí, 95 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir ævintýrabækur sínar um persónuna Angelique.Robert Guillaume, bandarískur leikari, lést í október, 95 ára að aldri. Guillaume er einna þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum Soap og Benson og þá gerði hann jafnframt garðinn frægan þegar hann ljáði apanum Rafiki rödd sína í Disneymyndinni Konungur ljónanna.Barbara Hale, bandarísk leikkona, lést í janúar, 94 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Della Street sem sýndir voru í bandarísku sjónvarpi á árunum 1957 til 1966.Monty Hall, bandarísk-kanadískur skemmtikraftur, lést í september, 94 ára að aldri. Hann var þekktur fyrir að stýra þættinum Let’s Make a Deal í bandarísku sjónvarpi.Johnny Hallyday, franskur rokksöngvari, lést í desember, 74 ára að aldri. Söngvarinn, sem hét réttu nafni Jean-Philippe Smet, seldi rúmlega 100 milljón plötur á ferlinum og lék í fjölda kvikmynda. Hann var sæmdur riddaratign af þáverandi Frakklandsforseta, Jacques Chirac, árið 1997.Robert Hardy, breskur leikari, lést í ágúst, 91 árs að aldri. Hardy er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Cornelius Fudge í kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter. Glenne Headly, bandarísk leikkona, lést í júní, 62 ára að aldri. Hún fór meðal annars með hlutverk í kvikmyndunum Dirty Rotten Scoundrels, Dick Tracy, og Mr. Holland's Opus.John Heard, bandarískur leikari, lést í júlí, 72 ára að aldri. Heard var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Peter McCallister, föður Kevin, í Home Alone myndunum. Heard lék einnig í myndinum Cat People, After Hours, Big, Beaches og Gladiator. Þá kom hann fram í sjónvarpsþáttunum Miami Vice og Sopranos. Hann hlaut tilnefningu til Emmy verðlauna fyrir hlutverk sitt í Sopranos.Hugh Hefner, stofnandi, útgefandi og aðalritstjóri Playboy-tímaritsins, lést í september, 91 árs að aldri. Hefner byrjaði að gefa út Playboy árið 1953 og var skrifstofa blaðsins fyrstu árin í eldhúsi Hefners en blaðið varð fljótt eitt stærsta blað sinnar tegundar í heiminum. Um sjö milljónir eintaka seldust af blaðinu mánaðarlega þegar mest lét.Margot Hielscher, þýsk leik- og söngkona, lést í ágúst, 97 ára að aldri. Hún lék í rúmlega fimmtíu kvikmyndum á árunum 1939 til 1994. Hún var meðal annars fulltrúi Þýskalands í Eurovision árið 1957 með lagið Telefon, Telefon sem hafnaði í fjórða sæti.John Hillerman, bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Magnum P.I., lést í nóvember, 84 ára að aldri. Hillerman fór með hlutverk hins enska Higgins í þáttunum Magnum P.I. sem voru með Tom Selleck í aðalhlutverki, en alls voru framleiddar átta þáttaraðir á níunda áratugnum.Tobe Hooper, bandaríski leikstjórinn sem þekktastur fyrir hryllingsmyndina Keðjusagarmorðin í Texas, lést í ágúst, 74 ára að aldri. Myndin var bönnuð í nokkrum löndum en hún skartaði Íslendingnum Gunnari Hansen í aðalhlutverkinu. Hooper leikstýrði einnig Poltergeist.John Hurt, breskur leikari, lést í janúar, 77 ára gamall. Hinn margverðlaunaði leikari er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í Elephant Man, Harry Potter og tugum annarra kvikmynda, þáttaraða og leikrita en ferill hans spannaði hátt í sex áratugi.Dmitri Hvorostovsky, rússneskur óperu- og baritonsöngvari, lést í nóvember, 55 ára að aldri. Hvorostovsky þykir einn besti óperusöngvari seinni tíma en hann söng meðal annars við Metropolitan óperuna í New York, Royal Opera House í London, , Staatsoper Unter den Linden í Berlín, La Scala í Mílanó och Vínaróperunni.Alina Janowska, pólsk leikkona og grínisti, lést í nóvember, 94 ára að aldri. Hún kom fram í á fjórða tug kvikmynda á ferli sínum frá árinu 1947.Al Jarreau, bandarískur djasssöngvari, lést í febrúar, 76 ára að aldri. Hann vann sjö sinnum til Grammy-verðlauna og var þekktur meðal annars fyrir að hafa flutt upphafsstef sjónvarpsþáttanna Moonlighting.Anne Jeffreys, bandarísk söng- og leikkona, lést í september, 94 ára að aldri. Hún kom fram í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, meðal annars þáttunum Topper á sjötta áratugnum.Christine Kaufmann, þýsk-austurrísk leikkona og kaupsýslukona, lést í mars, 72 ára að aldri. Hún var ein vinsælasta leikkona Þýskalands á sjötta og sjöunda áratugnum.Gorden Kaye, breskur leikari, lést í janúar, 75 ára að aldri. Kaye gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt sem Rene Artois í þáttunum ‘Allo ‘Allo!, eða Allt í hers höndum.Martin Landau, bandarískur leikari, lést í júlí, 89 ára að aldri. Landau er þekktur fyrir að hafa leikið í sjónvarpsþáttunum Mission: Impossible á sjöunda áratugnum. Ferill leikarans spannaði áratugi og hlaut hann Óskarsverðlaunin árið 1994 fyrir leik sinn í myndinni Ed Wood sem Tim Burton leikstýrði. Suzanna Leigh, bresk leikkona, lést í desember, 72 ára að aldri. Leigh lék í fjölda kvikmynda á sjöunda og áttunda áratugnum, meðal annars í Presley-myndinni Paradise, Hawaiian Style, Boeing Boeing, The Deadly Bees og The Fiend.Jerry Lewis, bandarískur skemmtikraftur, lést í ágúst, 91 árs að aldri. Lewis var þekktastur fyrir leik sinn í Bell Boy, Cinterfella og The Nutty Professor og The King of Comedy. Um tíma var hann hæst launaður leikara í Hollywood.Lil Peep, bandarískur rappari, lést í nóvember, 21 árs að aldri. Lil Peep hét Gustav Åhr réttu nafni og ólst upp í New York. Hann gaf út sína fyrstu plötu, Come Over When You’re Sober (Part One), fyrr á þessu ári en hafði lengi glímt við fíkniefnadjöfulinn og andleg veikindi.Torgny Lindgren, sænskur rithöfundur, lést í mars, 78 ára að aldri. Hann sló í gegn með bókinni Ormens väg på hälleberget frá árinu 1982. Hann tók sæti í sænsku akademíunni árið 1991.Dina Merrill, bandarísk leikkona lést í maí, 93 ára að aldri. Hún kom meðal annars fram í myndunum Operation Petticoat og Butterfield 8. Á síðari árum lét sér góðgerðarmál varða.Robert Miles, ítalskur plötusnúður, lést í maí, 47 ára að aldri. Miles var þekktastur fyrir lag sitt, Children, sem kom út árið 1995 og komst í efsta sæti vinsældalista í tólf löndum og annað sæti þess breska árið 1996. Mary Tyler Moore, bandarísk leikkona og Emmy-verðlaunahafi, lést í janúar, áttatíu ára að aldi. Leikkonan hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Ordinary People árið 1980 en þar áður hafði hún leikið í þáttunum The Dick Van Dyke Show. Þá fékk sinn eigin þátt á áttunda áratugnum, The Mary Tyler Moore Show.Roger Moore, enskur leikari, lést þann 23. maí, 89 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein. Moore er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk James Bond í sjö myndum á árunum 1973 til 1985, en fyrir það hafði hann gert garðinn frægan sem Dýrlingurinn. Á síðustu árum ævi sinnar vann hann ötult starf fyrir UNICEF.Erin Moran, bandarísk leikkona þekktust er fyrir túlkun sína á persónunni Joanie Cunningham í gamanþáttaröðunum Happy Days og Joanie Loves Chachi, lést í apríl, 56 ára að aldri.Jeanne Moreau, frönsk söng- og leikkona, lést í júlí, 89 ára að aldri. Moreau er einn virtasti franski listamaður sögunnar og hlaut meðal annars Óskarsverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar árið 1998.Geoff Nicholls, hljómborðsleikari þungarokksbandsins Black Sabbath, lést í janúar, 72 ára að aldri.Michael Nyqvist, sænskur leikari og rithöfundur, lést í júní í eftir að hafa glímt við lungnakrabbamein. Hann varð 56 ára. Nyqvist er hvað þekktastur fyrir hlutverk blaðamannsins Mikael Blomqvist í Millenium þríleiknum, byggðum á bókum Stieg Larsson. Eftir það hlutverk fór frægðarsól leikarans að rísa vestanhafs og landaði hann hlutverki í Mission Impossible: Ghost Protocol, sem kom út árið 2012.Anita Pallenberg, ítölsk fyrirsæta og leikkona, lést í júní, 73 ára að aldri. Hún var einna þekktust fyrir sambönd sín við liðsmenn bresku sveitarinnar Rolling Stones. Pallenberg og Keith Richards eignuðust saman þrjú börn.Michael Parks, bandarískur leikari, lést í maí, 77 ára að aldri. Hann sló fyrst í gegn í þáttunum Then Came Bronson við upphaf áttunda áratugar síðustu aldar og var í miklu uppáhaldi hjá leikstjórunum David Lynch, Quentin Tarantino og Robert Rodriguez.Bill Paxton, bandarískur leikari, lét í febrúar, 61 árs að aldri. Hann er hvað þekktastur fyrir að leika í Aliens, Twister, Titanic og þáttunum Big Love. Tom Petty, bandarískur tónlistarmaður, lést í október, 66 ára að aldri. Ferill Petty spannaði nokkra áratugi, en hann rataði fyrst í sviðsljósið þegar hann kom fram með bandinu The Heartbreakers á sjöunda áratug síðustu aldar. Á meðal þekktustu laga hans eru Free Fallin´, I Won´t Back Down, Don´t do me like that og Learning to fly.Rich Piana, bandarískur vaxtarræktarmaður, lést í ágúst, 45 ára að aldri. Hann giftist vaxtarræktarkonunni Söru Heimisdóttur árið 2015.Prodigy, bandarískur rappari, lést í júní, 42 ára að aldri. Prodigy var annar liðsmanna Mobb Deep og átti hann stóran þátt í að móta hip-hop senuna í New York.Sandra Reemer, hollensk söng- og sjónvarpskona, lést í júní, 66 ára að aldri. Hún kom þrívegis fram fyrir Hollands hönd í Eurovision, 1972, 1976 og 1979.Emmanuelle Riva, frönsk leikkona, lést í janúar, 89 ára að aldri. Hún er hvað þekktst fyrir hlutverk sitt í myndunum Hiroshima mon amour frá árinu 1959 og Amour frá árinu 2012. Þá fór hún með hlutverk í mynd Kristínar Jóhannesdóttur frá árinu 2017, Þá og þegar, elskan.Hans Rosling, sænskur vísindamaður, lést í febrúar, 68 ára að aldri. Rosling var prófessor í lýðheilsu við Karolinska Institutet í Stokkhólmi og tölfræðingur. Vegna starfa sinna fyrir stofnunina öðlaðist Rosling heimsfrægð en hann var vinsæll fyrirlesari um allan heim og hafa TED-fyrirlestrar hans til að mynda notið mikilla vinsælda.Sam Shepard, bandarískur leikari og leikskáld, er látinn, 73 ára að aldri. Shepard fannst látinn á heimili sínu í Kentucky á fimmtudag en hann hafði glímt við hreyfitaugahrörnun (MND) síðustu ár. Shepard kom meðal annars fram í myndunum The Right Stuff, The Notebook, Black Hawk Down og þáttunum Bloodline. Harry Dean Stanton, bandarískur leikari, lést í september, 91 árs að aldri. Hann á að baki nokkuð eftirminnileg hlutverk, þar á meðal í myndunum The Godfather: Part II, Alien, Cool Hand Luke og Pretty in Pink. Jay Thomas, bandarískur leikari og útvarpsmaður, lést í ágúst, 69 ára að aldri. Hann fór meðal annars með hlutverk Eddie LeBec í þáttunum Cheers.Frank Vincent, bandarískur leikari, lést í september, 78 ára að aldri. Hann er þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem glæponinn Phil Leotardo í þáttunum Sopranos, auk þess að hann lék í fjölda mynda Martin Scorsese, meðal annars Raging Bull, Goodfellas og Casino.Derek Walcott, Nóbelsskáld frá Karíbahafseyjunni Sakti Lúsíu, lést í mars, 87 ára að aldri. Walcott hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1992 og ljóðaverðlaun TS Eliot árið 2011. Á meðal merkustu verka Walcott eru ljóðasafnið In A Green Night: Poems 1948-1960 og Omeros, sem byggir á verkum Hómers. Adam West, bandarískur leikari, lést í júní 88 ára að aldri. West fór með hlutverk hinnar grímuklæddu ofurhetju í sjónvarpsþáttunum Batman sem frumsýndir voru í janúar 1966. Anne Wiazemsky, frönsk leikkona og rithöfundur, lést í október, sjötug að aldri. Hún kom fyrst fram í hlutverki Marie í hlutverki Au Hasard Balthazar, kvikmynd Robert Bresson árið 1966. Þá fór með hlutverk í kvikmyndum Jean-Luc Godard, La Chinoise (1967), Week End (1967), og One Plus One (1968).George Young, ástralskur tónlistarmaður og framleiðandi, lést í október, sjötugur að aldri. Young, sem var eldri bróðir liðsmanna AC/DC, Malcolm og Angus Young, var gítarleikari sveitarinnar The Easybeats og jafnframt einn af frumkvöðlunum innan ástralskrar popptónlistar. Malcolm Young, gítarleikari og stofnmeðlimur áströlsku rokksveitarinnar AC/DC, lést í nóvember, 64 ára að aldri. Young stofnaði AC/DC árið 1973 ásamt yngri bróðir sínum Angus. AC/DC hefur selt meira en 200 milljón plötur á 44 ára ferli sínum og breiðskífan Back in Black, sem kom út árið 1980, er sú fimmta mest selda í tónlistarsögunni.ÍþróttirLudmila Belousova, rússnesk skautadrottning, lést í september, 81 árs að aldri. Hún vann til tvennra gullverðlauna í parakeppni í listdansi á skautum á Ólympíuleikum þegar hún keppti fyrir Sovétríkin. Þá vann hún til fjölda verðlauna á heimsmeistaramótum.Betty Cuthbert, ástralskur sprethlaupari, lést í ágúst, 79 ára að aldri. Hún var fjórum sinnum til gullverðlauna á Ólympíuleikum, í Melbourne 1956 og Tókýó 1964.Ugo Ehiogu, enskur knattspyrnumaður og þjálfari, lést í apríl, 44 ára að aldri. Ehiogu fékk hjartaáfall á æfingasvæði Tottenham. Ehiogu lék lengstum með Aston Villa, á árunum 1991 til 2000 og gekk svo til liðs við Middlesbrough. Hann lék fjóra leiki með enska landsliðinu.Jake LaMotta, bandarískur hnefaleikamaður, lést í september, 95 ára að aldri. LaMotta keppti í 106 hnefaleikabardögum á rúmlega 13 ára ferli og var heimsmeistari í millivigt um tíma. Frægustu bardagar kappans eru án efa bardagar hans gegn Sugar Ray Robinson en þeir voru alls sex talsins. Auk farsæls hnefaleikaferils er LaMotta hvað þekktastur fyrir að hafa vera umfjöllunarefni kvikmyndarinnar Raging Bull sem kom út árið 1980.William Lombardy, bandarískur stórmeistari í skák, lést í október, 79 ára að aldri. Lombardy var aðstoðarmaður Bobby Fischers í einvíginu í Reykjavík árið 1972.Jana Novotná, tékknesk tenniskona, lést í nóvember, 49 ára að aldri. Banamein hennar var krabbamein. Novotná komst þrisvar sinnum í úrslit á Wimbledon. Hún tapaði fyrir Steffi Graf í frægum úrslitaleik 1993 og fyrir Martinu Hingis fjórum árum seinna. Árið 1998 vann hún loks Wimbledon þegar hún bar þá sigurorð af Nathalie Tauziat í úrslitaleiknum.Ueli Steck, svissneskur fjallaklifrari, lést í slysi á Everest í undirbúningi fyrir klifur hans á Everest í apríl. Steck, sem kallaður „svissneska vélin,“ þótti einstakur fjallaklifrari. Steck var að undirbúa það að fara nýja leið upp á tind hæsta fjalls heims og var ætlunin að komast þangað án súrefnis. Steck hafði áður klifið Everest árið 2012 og 2015, án súrefnis. Graham Taylor, fyrrverandi þjálfari enska knattspyrnulandsliðsins, lést í janúar, 72 ára að aldri. Taylor stýrði Lincoln, Watford og Aston Villa áður en hann tók við stöðu landsliðsþjálfara Englands árið 1990. Hann stýrði liðinu í þrjú ár. Hann fór með England á EM í Svíþjóð 1992 en sagði af sér eftir að enska liðinu mistókst að tryggja sér sæti á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Síðar á ferlinum stýrði hann bæði Úlfunum, Watford og Aston Villa.Cheick Tioté, Fílbeinsstrendingur og fyrrverandi leikmaður knattspyrnuliðs Newcastle United, lést í júní, þrítugur að aldri. Tioté hneig niður á æfingu kínverska B-deildarliðinu Bejiing Enterprises og var síðar úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Tioté lék í sjö ár með Newcastle, alls 156 leiki og skoraði eitt mark, í frægu 4-4 jafntefli gegn Arsenal 2011. ViðskiptiLiliane Bettencourt, erfingi franska L'Oreal veldisins, lést í september, 94 ára að aldri. Samkvæmt tölum fyrir árið 2017 var hún ríkasta kona heims en virði eigna hennar var talið vera 33 milljarðar evra, ríflega fjögur þúsund milljarðar íslenskra króna. Hún yfirgaf fyrirtækið, sem faðir hennar stofnaði árið 1909, fyrir fimm árum. Antonio Carluccio, ítalskur stjörnukokkur, lést í nóvember, áttræður að aldri. Carluccio var eigandi samnefndra veitingastaða og fyrir að vera tíður gestur í matreiðsluþáttum, meðal annars Two Greedy Italians. David Rockefeller, bandarískur milljarðamæringur, lést í mars, 101 árs að aldri. Hann var síðasta eftirlifandi barnabarn John D. Rockefeller, annars stofnanda Standard Oil.VísindiAnna Marguerite McCann, bandarískur listfræðingur og fornleifafræðingur, lést í febrúar, 82 ára gömul. Hún var frumkvöðull á sviði neðansjávarfornleifafræði.Maryam Mirzakhani, íranskur stærðfræðingurinn sem varð fyrsta konan til þess að hljóta Fields-verðlaunin í stærðfræði, lést í júlí, aðeins fertug að aldri. Banamein Mirzakhani var brjóstakrabbamein. Hún ólst upp í Teheran, höfuðborg Írans, en fluttist til Bandaríkjanna árið 1999 til nema við Harvard-háskóla. Fields-verðlaunin sem Mirzakhani hlaut árið 2014 eru afhent á fjögurra ára fresti. Þau eru af mörgum talin æðstu verðlaun í stærðfræði.Alræmdir glæpamennCharles Manson, bandaríski glæpamaðurinn sem fyrirskipaði fylgjendum sínum að myrða leikkonuna Sharon Tate og sex aðra í ágúst 1969, lést í nóvember, 83 ára gamall. Manson var upphaflega dæmdur til dauða en dómnum var breytt eftir að hæstiréttur Kalíforníu komst að því að dauðarefsing væri andstæð stjórnarskránni. Hann sótti alls tólf sinnum um reynslulausn en ætíð neitað, síðast árið 2012.Slobodan Praljak, króatískur stríðsglæpamaður, lést í nóvember 72 ára gamall. Hann lést eftir að hafa innbyrt eitur úr flösku. Atvikið átti sér stað eftir að alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu í Haag staðfesti tuttugu ára dóm yfir honum vegna þjóðernishreinsana á tímum borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu.Salvatore „Toto“ Riina, ítalskur mafíósi, lést í nóvember 87 ára að aldri. Riina, sem fór fyrir hinum alræmdu samtökum Cosa Nostra, var handtekinn árið 1993 fyrir að hafa látið handbendi sín myrða rúmlega 150 manns. Þá stóð hann á bakvið fjölda sprenginga í Róm, Mílanó og Flórens þetta sama ár sem drógu tíu til dauða.
Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00