Körfubolti

Boston tapaði toppsætinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kyrie Irving var að venju atkvæðamikill hjá Boston.
Kyrie Irving var að venju atkvæðamikill hjá Boston. vísir/getty
Boston Celtics tapaði í nótt toppsæti Austurdeildar NBA til Toronto Raptors.

Celtic tapaði fyrir Washington Wizards, 103-111, á heimavelli. John Wall hafði betur í baráttunni gegn Kyrie Irving í leikstjórnendastöðunni með 21 stig og 14 stoðsendingar fyrir Wizards á meðan Irving gerði 20 stig og 5 stoðsendingar hjá Celtic.

Til að strá salti í sár Celtic meiddist Jaylen Brown í leiknum og yfirgaf höllina á hækjum. Celtic hefur nú tapað fimm af síðustu tíu leikjum sínum.









Meistararnir í Golden State mættu LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers í viðureign liðanna sem hafa mæst í úrslitaeinvígi deildarinnar síðustu tvö ár.

Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann, Cleveland vann fyrsta leikhluta 28-24, en Warriors komu til baka í öðrum leikhluta og var staðan 46-44 í hálfleik fyrir heimamenn í Golden State.

Warriors héldu forystunni út leikinn, þó aldrei hefði munurinn orðið mikill, og fóru að lokum með 99-92 sigur.





Úrslit næturinnar:

New York Knicks - Philadelphia 76ers 105-98

Golden State Warriors - Cleveland Cavaliers 99-92

Boston Celtics - Washington Wizards 103-111

Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 104-121

Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 112-107

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×