Karim Abdel Rahman missti augað í árás á Austur-Ghouta, úthverfi Damaskusar, fyrir tveimur mánuðum. Hann er nú orðinn að tákni um blóðbaðið og mannúðarástandið sem hefur geisað í landinu í að verða sjö ár, að því er kemur fram í frétt CNN.
Turkish aid agency reaches Syrian baby Karim | @yenisafakEN https://t.co/EBbBsJoeHw pic.twitter.com/CsdEdj6k47
— Turkish Red Crescent (@RedCrescentTR) December 23, 2017
„Hann og móðir hans lentu í stórskotaliðsárás á vinsælum markaði í Hammuriah í Austur-Ghouta. Móðir Karims féll í árásinni og Karim fékk verulega áverka á höfuðkúpu,“ segir Samband heilbrigðisþjónustu og hjálparsamtaka sem hjálpa stríðshrjáðum Sýrlendingum.
Á meðal þeirra sem hafa sýnt Karim stuðning með þessum hætti eru franski knattspyrnumaðurinn Franck Ribery, Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanons og Matthew Rycroft, sendifulltrúi Breta við Sameinuðu þjóðirnar.
Syrian orphans show support to #BabyKarim. pic.twitter.com/mDROuJie8m
— Turkish Red Crescent (@RedCrescentTR) December 23, 2017