Brynjar Níelsson aftur á Facebook á morgun Ingvar Þór Björnsson skrifar 7. janúar 2018 17:57 Brynjar hætti á Facebook um miðjan nóvember síðastliðinn og sagðist hann óttast að samskiptamiðlar væru farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. Brynjar mun hafa tilkynnt þetta fyrst í ræðu á jólahlaðborði Sambands ungra sjálfstæðismanna. Brynjar ákvað að hætta á Facebook um miðjan nóvember síðastliðinn og sagði hann að hann óttaðist að samskiptamiðlar væru farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Þingmaðurinn hafði verið mjög áberandi á samfélagsmiðlinum og vöktu færslur hans oft og einatt mikla athygli og umtal. Í samtali við Vísi segir Brynjar að það hafi gengið vel að vera án samskiptamiðilsins. „Mér hefur liðið vel án Facebook. Þetta venst eins og allt annað,“ segir Brynjar. „Ég lofaði því að koma aftur á Facebook í einhverju bríaríi.“ Aðspurður hvort hann telji nauðsynlegt fyrir þingmenn að nota samfélagsmiðilinn til að tjá skoðanir sínar segir Brynjar að erfitt sé að vera alveg í burtu frá samskipamiðlinum ef maður starfar í stjórnmálum. „Ég held að þú getir ekki verið alveg í burtu frá Facebook ef þú ætlar að vera í pólitík. Allavega ekki í lengri tíma í einu en það þarf kannski ekki að skrifa færslur á hverjum degi. Það skiptir þó máli að geta brugðist við fljótt,“ segir hann.Mun ábyggilega skrifa eitthvað „fíflarí“ á morgunBrynjar segir að stundum hafi verið erfitt að geta ekki notað Facebook til að tjá sig. „Stundum hefur mann langað að tjá sig en svo lagast það nú bara. Það er ekki hægt að vera í pólitík og segja ekki neitt. Þetta var samt ágætis hvíld,“ segir þingmaðurinn. Þá segir hann að fólk misskilji hann ósjaldan á Facebook. „Ég held það en ég get líka sjálfum mér um kennt í því. Það skiptir máli hvernig þú setur hlutina fram.“ Brynjar segist búast við því að virkja Facebook aðganginn sinn aftur á morgun og að hann komi til með að skrifa eitthvað á léttu nótunum. „Ætli ég reyni ekki á morgun að opna Facebook aðganginn aftur þegar það er kominn vinnudagur. Ég mun ábyggilega skrifa eitthvað fíflarí á morgun, af hverju ég byrjaði aftur og eitthvað svoleiðis.“ Alþingi Tengdar fréttir Helgi Hrafn svarar Brynjari: „Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar” Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. 12. nóvember 2017 20:01 Brynjar hættir á Facebook Brynjar Níelsson óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. 14. nóvember 2017 10:54 Segir Helga Hrafn kæfa þingmenn í endalausum fyrirspurnum um ekki neitt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Helga Hrafn meta framlag þingmanna eftir því hvað lagðar eru margar vitlausar fyrirspurnir og þingsályktanir fyrir þingið. 12. nóvember 2017 20:45 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. Brynjar mun hafa tilkynnt þetta fyrst í ræðu á jólahlaðborði Sambands ungra sjálfstæðismanna. Brynjar ákvað að hætta á Facebook um miðjan nóvember síðastliðinn og sagði hann að hann óttaðist að samskiptamiðlar væru farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Þingmaðurinn hafði verið mjög áberandi á samfélagsmiðlinum og vöktu færslur hans oft og einatt mikla athygli og umtal. Í samtali við Vísi segir Brynjar að það hafi gengið vel að vera án samskiptamiðilsins. „Mér hefur liðið vel án Facebook. Þetta venst eins og allt annað,“ segir Brynjar. „Ég lofaði því að koma aftur á Facebook í einhverju bríaríi.“ Aðspurður hvort hann telji nauðsynlegt fyrir þingmenn að nota samfélagsmiðilinn til að tjá skoðanir sínar segir Brynjar að erfitt sé að vera alveg í burtu frá samskipamiðlinum ef maður starfar í stjórnmálum. „Ég held að þú getir ekki verið alveg í burtu frá Facebook ef þú ætlar að vera í pólitík. Allavega ekki í lengri tíma í einu en það þarf kannski ekki að skrifa færslur á hverjum degi. Það skiptir þó máli að geta brugðist við fljótt,“ segir hann.Mun ábyggilega skrifa eitthvað „fíflarí“ á morgunBrynjar segir að stundum hafi verið erfitt að geta ekki notað Facebook til að tjá sig. „Stundum hefur mann langað að tjá sig en svo lagast það nú bara. Það er ekki hægt að vera í pólitík og segja ekki neitt. Þetta var samt ágætis hvíld,“ segir þingmaðurinn. Þá segir hann að fólk misskilji hann ósjaldan á Facebook. „Ég held það en ég get líka sjálfum mér um kennt í því. Það skiptir máli hvernig þú setur hlutina fram.“ Brynjar segist búast við því að virkja Facebook aðganginn sinn aftur á morgun og að hann komi til með að skrifa eitthvað á léttu nótunum. „Ætli ég reyni ekki á morgun að opna Facebook aðganginn aftur þegar það er kominn vinnudagur. Ég mun ábyggilega skrifa eitthvað fíflarí á morgun, af hverju ég byrjaði aftur og eitthvað svoleiðis.“
Alþingi Tengdar fréttir Helgi Hrafn svarar Brynjari: „Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar” Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. 12. nóvember 2017 20:01 Brynjar hættir á Facebook Brynjar Níelsson óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. 14. nóvember 2017 10:54 Segir Helga Hrafn kæfa þingmenn í endalausum fyrirspurnum um ekki neitt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Helga Hrafn meta framlag þingmanna eftir því hvað lagðar eru margar vitlausar fyrirspurnir og þingsályktanir fyrir þingið. 12. nóvember 2017 20:45 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Helgi Hrafn svarar Brynjari: „Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar” Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. 12. nóvember 2017 20:01
Brynjar hættir á Facebook Brynjar Níelsson óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. 14. nóvember 2017 10:54
Segir Helga Hrafn kæfa þingmenn í endalausum fyrirspurnum um ekki neitt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Helga Hrafn meta framlag þingmanna eftir því hvað lagðar eru margar vitlausar fyrirspurnir og þingsályktanir fyrir þingið. 12. nóvember 2017 20:45