Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grindavík 90-78 | Átta sigrar í röð hjá Haukum Bjarni Helgason skrifar 7. janúar 2018 23:00 Emil Barja, leikmaður Hauka. Vísir Haukar tóku á móti Grindavík í 13. umferð Dominos-deildar karla í kvöld en leiknum lauk sigri heimamanna, 90-78 sem unnu áttunda leik sinn í röð og halda toppsætinu í bili við hlið KR og ÍR. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og voru fimm stigum yfir eftir 1. leikhluta en þá vöknuðu Haukarnir til lífsins og leiddu í hálfleik, 42-37. Í 3. leikhluta fóru skotin að detta hjá báðum liðum og voru heimamenn í miklum vandræðum með J'Nathan Bullock, Bandaríkjamann gestanna. Grindvíkingar náðu að minka forskotið niður í eitt stig þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum en þá settu Haukarnir í fimmta gír og kláruðu leikinn með sannfærandi sigri.Afhverju unnu Haukar? Haukarnir voru einfaldlega sterkari aðilinn í kvöld, heilt yfir. Grindvíkingar byrjuðu vissulega betur en eftir að Haukarnir komust yfir í 2. leikhluta létu þeir forystuna aldrei af hendi. Grindvíkingar voru að elta allan síðari hálfleikinn og það virtist taka af þeim mikla orku. Þá var lítið í gangi í sóknarleik þeirra og voru þeir mikið að reyna koma boltanum á Bullock sem var ekki að setja skotin sín niður.Hverjir stóðu uppúr? Kári Jónsson var geggjaður í kvöld. Hann skoraði 30 stig og ofaná það var hann að dekka Dag Kár Jónsson sem er ekki auðvelt hlutskipti. Hann var ekki að setja þriggja stiga skotin sín niður en það kom ekki að sök því hann var duglegur að keyra á körfuna og búa til fyrir liðsfélaga sína.Hvað gekk illa? Þriggja stiga skotin í þessum leik, hjá báðum liðum voru bara alls ekki að detta og það vekur vissulega athygli enda bæði lið þekkt fyrir góðar skyttur. Haukarnir voru með 23% þriggja stiga nýtingu og Grindvíkingar með einungis 18% nýtingu fyrir utan. Þá fóru þeir illa að ráði sínu í vítunum og skoruðu úr aðeins 57% víta sinna.Hvað gerist næst? Haukar mæta Tindastól í hörkuleik í undanúrslitum Maltbikarsins þann 10. janúar næstkomandi. Grindvíkingar eru komnir í frí til þangað til 19. janúar en þá taka þeir á móti nágrönnum sínum í Keflavík. Ívar: Kári er alltaf geggjaður„Mér fannst við frábærir í kvöld. Við vorum ekki að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna en samt sem áður skorum við 90 stig og það gera bara alvöru lið," sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka í leikslok. „Mér fannst stóru strákarnir okkar frábærir í kvöld. Hjálmar var ekki með sem er líklegast okkar besti varnarmaður og það sýnir bara mikinn styrk hjá okkur finnst mér að klára þennan leik án hans." Kári Jónsson var magnaður í kvöld og skoraði 30 stig og bar liðið á herðum sér þegar mest á reyndi. „Kári er alltaf geggjaður. Hann var að skora meira núna en hann er vanur að gera og tók yfir sóknarleikinn hjá okkur. Hann stjórnar þessu liðið frá A til Ö og það vita það allir að hann er okkar leiðtogi. Kaninn okkar hefur oft verið betri en samt sem áður var hann að spila frábæra vörn og ég er bara spenntur fyrir framhaldinu." Leikurinn var í járnum mest allan tímann en þegar um fimm mínútur voru eftir tóku Haukarnir yfir og unnu að lokum sannfærandi, sigur. „Grindavíkurliðið er hörkugott og þeir reyndu aðeins að pressa á okkur undir lokin og þá náðum við yfirhöndinni. Mér finnst lokatölur leiksins ekki gefa rétta mynd af honum og þetta sýnir okkur bara hversu sterk Dominos-deildin er," sagði þjálfarinn að lokum. Jóhann: Bullock hefði alveg mátt taka þetta á kassann og væla minna„Við vorum ekki nægilega sterkir hérna í kvöld. Við vorum að láta hluti, sem við höfum enga stjórn á, fara í taugarnar á okkur og það varð okkur að falli undir lokin," sagði Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga eftir leikinn. „Siggi fær tæknivillu dæmda á sig þegar að það eru fimm mínútur eftir og þá fjarar þetta út. Við eigum helling inni, við erum komnir með nýjan mann sem á eftir að koma sér betur inn í hlutina og við fáum núna góðan tíma til þess." J'Nathan Bullock var í talsverðum vandræðum með sinn leik í kvöld, þrátt fyrir að skora 16 stig en Jóhann vildi ekki gagnrýna hann eftir leikinn. „Hann hefði mátt vera sterkari andlega og taka þetta bara á kassann í staðinn fyrir að vera væla eins og hinir en heilt yfir er ég nokkuð sáttur bara og ég hef ekki miklar áhyggjur af honum." „Ég er ekki í neinu panikki, það tekur tíma að púsla þessu saman og við þurfum bara að vinna í því og þá kemur þetta," sagði Jóhann að lokum. Kári: Einn af betri leikjum mínum í vetur„Þetta var risa sigur hjá okkur í kvöld. Við vorum ekkert geggjaðir á móti Þór Akureyri en við mættum sterkir til leiks hérna í kvöld og vörnin small og þá kemur sóknarleikurinn oft með," sagði Kári Jónsson, leikmaður Hauka eftir sigur sinna manna í kvöld. „Við vorum duglegir að sækja á körfuna og koma okkur á línuna. Við sýndum það í kvöld að við getum alveg unnið sterk lið í þessari deild, þótt við séum kannski ekki að hitta úr skotunum okkar." Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en á síðustu fimm mínútum leiksins tóku Haukarnir öll völd á vellinum og unnu að lokum sannfærandi sigur. „Þeir eru með hörkulið og marga leikmenn sem er erfitt að ráða við. Við héldum haus allan tímann, þótt þeir næðu að minnka þetta niður í eitt stig. Við héldum alltaf ró okkar og náðum að setja niður stórar körfur undir restina og það gaf okkur mikið." „Þetta var einn af mínum betri leikjum í vetur. Ég var ekki að hitta vel í kvöld en samt sem áður var ég að keyra vel á körfuna og koma mér á vítalínuna. Ég var að finna liðsfélaga mína og mér leið mjög vel inná vellinum í kvöld." Haukunum tókst að halda J'Nathan Bullock vel niðri í kvöld en þeir spiluðu mjög stífa vörn á hann. „Breki spilaði geggjaða vörn á hann. Hann lét hann koma á sig og það er erfitt að dæma villur á hann þegar að hann keyrir á hann í hvert einasta skipti. Auðvitað er það ekki bara einn maður sem stoppar hann í kvöld, við gerðum allir vel og okkur tókst að halda honum í skefjum," sagði Kári að lokum. Dominos-deild karla
Haukar tóku á móti Grindavík í 13. umferð Dominos-deildar karla í kvöld en leiknum lauk sigri heimamanna, 90-78 sem unnu áttunda leik sinn í röð og halda toppsætinu í bili við hlið KR og ÍR. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og voru fimm stigum yfir eftir 1. leikhluta en þá vöknuðu Haukarnir til lífsins og leiddu í hálfleik, 42-37. Í 3. leikhluta fóru skotin að detta hjá báðum liðum og voru heimamenn í miklum vandræðum með J'Nathan Bullock, Bandaríkjamann gestanna. Grindvíkingar náðu að minka forskotið niður í eitt stig þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum en þá settu Haukarnir í fimmta gír og kláruðu leikinn með sannfærandi sigri.Afhverju unnu Haukar? Haukarnir voru einfaldlega sterkari aðilinn í kvöld, heilt yfir. Grindvíkingar byrjuðu vissulega betur en eftir að Haukarnir komust yfir í 2. leikhluta létu þeir forystuna aldrei af hendi. Grindvíkingar voru að elta allan síðari hálfleikinn og það virtist taka af þeim mikla orku. Þá var lítið í gangi í sóknarleik þeirra og voru þeir mikið að reyna koma boltanum á Bullock sem var ekki að setja skotin sín niður.Hverjir stóðu uppúr? Kári Jónsson var geggjaður í kvöld. Hann skoraði 30 stig og ofaná það var hann að dekka Dag Kár Jónsson sem er ekki auðvelt hlutskipti. Hann var ekki að setja þriggja stiga skotin sín niður en það kom ekki að sök því hann var duglegur að keyra á körfuna og búa til fyrir liðsfélaga sína.Hvað gekk illa? Þriggja stiga skotin í þessum leik, hjá báðum liðum voru bara alls ekki að detta og það vekur vissulega athygli enda bæði lið þekkt fyrir góðar skyttur. Haukarnir voru með 23% þriggja stiga nýtingu og Grindvíkingar með einungis 18% nýtingu fyrir utan. Þá fóru þeir illa að ráði sínu í vítunum og skoruðu úr aðeins 57% víta sinna.Hvað gerist næst? Haukar mæta Tindastól í hörkuleik í undanúrslitum Maltbikarsins þann 10. janúar næstkomandi. Grindvíkingar eru komnir í frí til þangað til 19. janúar en þá taka þeir á móti nágrönnum sínum í Keflavík. Ívar: Kári er alltaf geggjaður„Mér fannst við frábærir í kvöld. Við vorum ekki að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna en samt sem áður skorum við 90 stig og það gera bara alvöru lið," sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka í leikslok. „Mér fannst stóru strákarnir okkar frábærir í kvöld. Hjálmar var ekki með sem er líklegast okkar besti varnarmaður og það sýnir bara mikinn styrk hjá okkur finnst mér að klára þennan leik án hans." Kári Jónsson var magnaður í kvöld og skoraði 30 stig og bar liðið á herðum sér þegar mest á reyndi. „Kári er alltaf geggjaður. Hann var að skora meira núna en hann er vanur að gera og tók yfir sóknarleikinn hjá okkur. Hann stjórnar þessu liðið frá A til Ö og það vita það allir að hann er okkar leiðtogi. Kaninn okkar hefur oft verið betri en samt sem áður var hann að spila frábæra vörn og ég er bara spenntur fyrir framhaldinu." Leikurinn var í járnum mest allan tímann en þegar um fimm mínútur voru eftir tóku Haukarnir yfir og unnu að lokum sannfærandi, sigur. „Grindavíkurliðið er hörkugott og þeir reyndu aðeins að pressa á okkur undir lokin og þá náðum við yfirhöndinni. Mér finnst lokatölur leiksins ekki gefa rétta mynd af honum og þetta sýnir okkur bara hversu sterk Dominos-deildin er," sagði þjálfarinn að lokum. Jóhann: Bullock hefði alveg mátt taka þetta á kassann og væla minna„Við vorum ekki nægilega sterkir hérna í kvöld. Við vorum að láta hluti, sem við höfum enga stjórn á, fara í taugarnar á okkur og það varð okkur að falli undir lokin," sagði Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga eftir leikinn. „Siggi fær tæknivillu dæmda á sig þegar að það eru fimm mínútur eftir og þá fjarar þetta út. Við eigum helling inni, við erum komnir með nýjan mann sem á eftir að koma sér betur inn í hlutina og við fáum núna góðan tíma til þess." J'Nathan Bullock var í talsverðum vandræðum með sinn leik í kvöld, þrátt fyrir að skora 16 stig en Jóhann vildi ekki gagnrýna hann eftir leikinn. „Hann hefði mátt vera sterkari andlega og taka þetta bara á kassann í staðinn fyrir að vera væla eins og hinir en heilt yfir er ég nokkuð sáttur bara og ég hef ekki miklar áhyggjur af honum." „Ég er ekki í neinu panikki, það tekur tíma að púsla þessu saman og við þurfum bara að vinna í því og þá kemur þetta," sagði Jóhann að lokum. Kári: Einn af betri leikjum mínum í vetur„Þetta var risa sigur hjá okkur í kvöld. Við vorum ekkert geggjaðir á móti Þór Akureyri en við mættum sterkir til leiks hérna í kvöld og vörnin small og þá kemur sóknarleikurinn oft með," sagði Kári Jónsson, leikmaður Hauka eftir sigur sinna manna í kvöld. „Við vorum duglegir að sækja á körfuna og koma okkur á línuna. Við sýndum það í kvöld að við getum alveg unnið sterk lið í þessari deild, þótt við séum kannski ekki að hitta úr skotunum okkar." Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en á síðustu fimm mínútum leiksins tóku Haukarnir öll völd á vellinum og unnu að lokum sannfærandi sigur. „Þeir eru með hörkulið og marga leikmenn sem er erfitt að ráða við. Við héldum haus allan tímann, þótt þeir næðu að minnka þetta niður í eitt stig. Við héldum alltaf ró okkar og náðum að setja niður stórar körfur undir restina og það gaf okkur mikið." „Þetta var einn af mínum betri leikjum í vetur. Ég var ekki að hitta vel í kvöld en samt sem áður var ég að keyra vel á körfuna og koma mér á vítalínuna. Ég var að finna liðsfélaga mína og mér leið mjög vel inná vellinum í kvöld." Haukunum tókst að halda J'Nathan Bullock vel niðri í kvöld en þeir spiluðu mjög stífa vörn á hann. „Breki spilaði geggjaða vörn á hann. Hann lét hann koma á sig og það er erfitt að dæma villur á hann þegar að hann keyrir á hann í hvert einasta skipti. Auðvitað er það ekki bara einn maður sem stoppar hann í kvöld, við gerðum allir vel og okkur tókst að halda honum í skefjum," sagði Kári að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum