Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Valur 103-67 | Stólarnir kafsigldu Valsmenn í öðrum leikhluta Hákon Ingi Rafnsson skrifar 7. janúar 2018 21:45 Israel Martin, þjálfari Tindastóls. Vísir Tindastóll sigraði Val sannfærandi 103-67 í 13. Umferð Domino´s deildarinnar en Stólarnir eru áfram 2 stigum eftir Haukum, KR og ÍR á toppnum. Liðin byrjuðu leikinn hnífjafnt og munaði aðeins tveimur stigum eftir 2 leikhluta. 21-19, Tindastól í vil. Í 2. Leikhluta gáfu þó heimamenn hressilega í og skoruðu ekki meira né minna en 36 stig og héldu Val í 17 stigum. 57-36 voru hálfleikstölur. Í 3. Leikhluta breyttist lítið fyrir utan það að bæðði liðin brutu eins og þau mögulega gátu og voru komin bæði í bónus áður en að leikhlutinn var hálfnaður. Tindastóll skoraði þó 29 stig gegn 20 stigum Valsmanna í þessum leikhluta. Í fjórða og seinasta leikhlutanum róaðist allt niður hjá báðum liðum. Valsmenn litu út fyrir að vera að minnka forystu Tindastóls. Þá duttu Stólarnir í gírinn og kláruðu leikinn með sæmd, Björgvin Hafþór blokkaði skot og þá fór Friðrik Þór Stefánsson og kláraði leikinn með fallegri troðslu.Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll spilaði frábæra sókn í dag og það sást langar leiðir að þeir vildu bæta sig eftir síðasta leik. Það jafnaðist þó ekkert við vörnina þeirra en hún var nánast fullkomin í leiknum í dag.Hverjir stóðu upp úr? Antonio Hester, leikmaður Tindastóls, var áberandi besti leikmaður vallarins, en hann skoraði 25 stig og spilaði aðeins 21 mínútu. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, var einungis með 8 stig, en gaf 9 stoðsendingar og átti fínasta leik í dag. Gunnar Ingi bar sóknarleik Valsliðsins uppi í dag og skoraði 26 stig og gaf 3 stoðsendingar þrátt fyrir að fara meiddur af velli í 3. Leikhluta.Tölfræði sem vakti athygli. Eins og margir vita þá er Tindastóll með stóran og breiðan hóp, en í kvöld þá skoraði hver einn og einasti maður í liðinu stig.Hvað gerist næst? Tindastóll mætir næst Haukum í bikarkeppninni í 4. Liða úrslitum og eins og allir aðrir bikarleikir þá verða þeir að vinna þann leik til að halda áfram. Valur eru dottnir úr bikarnum og mæta þess vegna næst Hetti á heimavelli. Antonio Hester: Þurftum á þessum sigri að haldaAntonio Hester, leikmaður Tindastóls átti frábæran leik í kvöld, hann sagði að vörnin hafi verið lykillinn að sigrinum í kvöld. „Við spiluðum mjög fasta vörn og vorum að hlaupa kerfin okkar vel í sókn, það var markmiðið okkar í þessum leik.“ Tindastóll er að spila næst gegn Haukum í 4 liða úrslitum Maltbikarsins og Hester telur sigurinn í dag hafa verið mjög mikilvægur fyrir liðið. „Við þurftum sigurinn í dag til að komast aftur á sigurbragðið og ég tel það mjög mikilvægt ef við ætlum að vinna næsta leik,“ sagði Hester og bætti við: „Við erum hungraðir í sigur í næsta leik vegna þess að við höfum ekki unnið bikarinn. Það eru allir einbeittir á að breyta því.“ Ágúst: Stólarnir spiluðu óaðfinnanlegaÁgúst Sigurður, þjálfari Vals sagði að Tindastóll hafi spilað frábæran leik og sagði að þeir hefðu einfaldlega viljað sigurinn meira í kvöld. „Þeir spiluðu rosalega vel, fengu góða hvatningu fyrir þennan leik og spiluðu nánast óaðfinnanlega í kvöld. Þeir eru með eitt besta liðið í deildinni og þeir sýndu það hér í kvöld þegar kerfin þeirra voru að ganga upp.“ Það var spiluð grimm vörn í kvöld en Ágúst sagði að nokkrir leikmenn hans höfðu meiðst. „Gunnar fékk högg á lærið, Birgir Björn fékk heilahristing í öðrum leikhluta og Illugi fékk góðan og myndarlegan skurð á hökuna svo að það fóru nokkrir laskaðir út úr þessum leik.“ Israel: Caird kominn í ótímabundna pásu vegna meiðslaIsrael Martin, þjálfari Tindastóls sagði að þeir hefðu komið brjálaðir inn í þennan leik eftir tap gegn ÍR í seinustu umferð. „Við vorum andlega mjög sterkir í kvöld og ég held að það hafi verið stór partur af sigrinum.“ Það vakti athygli að Chris Caird leikmaður Tindastóls spilaði seinasta leik en var ekki á leikmanna lista Tindastóls núna. „Við höfum tekið þá ákvörðun að Chris Caird hætti að spila í bili og verði frekar að þjálfa vegna meiðsla hans. Við teljum það vera það besta fyrir hann og körfuboltaferil hans.“ Dominos-deild karla
Tindastóll sigraði Val sannfærandi 103-67 í 13. Umferð Domino´s deildarinnar en Stólarnir eru áfram 2 stigum eftir Haukum, KR og ÍR á toppnum. Liðin byrjuðu leikinn hnífjafnt og munaði aðeins tveimur stigum eftir 2 leikhluta. 21-19, Tindastól í vil. Í 2. Leikhluta gáfu þó heimamenn hressilega í og skoruðu ekki meira né minna en 36 stig og héldu Val í 17 stigum. 57-36 voru hálfleikstölur. Í 3. Leikhluta breyttist lítið fyrir utan það að bæðði liðin brutu eins og þau mögulega gátu og voru komin bæði í bónus áður en að leikhlutinn var hálfnaður. Tindastóll skoraði þó 29 stig gegn 20 stigum Valsmanna í þessum leikhluta. Í fjórða og seinasta leikhlutanum róaðist allt niður hjá báðum liðum. Valsmenn litu út fyrir að vera að minnka forystu Tindastóls. Þá duttu Stólarnir í gírinn og kláruðu leikinn með sæmd, Björgvin Hafþór blokkaði skot og þá fór Friðrik Þór Stefánsson og kláraði leikinn með fallegri troðslu.Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll spilaði frábæra sókn í dag og það sást langar leiðir að þeir vildu bæta sig eftir síðasta leik. Það jafnaðist þó ekkert við vörnina þeirra en hún var nánast fullkomin í leiknum í dag.Hverjir stóðu upp úr? Antonio Hester, leikmaður Tindastóls, var áberandi besti leikmaður vallarins, en hann skoraði 25 stig og spilaði aðeins 21 mínútu. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, var einungis með 8 stig, en gaf 9 stoðsendingar og átti fínasta leik í dag. Gunnar Ingi bar sóknarleik Valsliðsins uppi í dag og skoraði 26 stig og gaf 3 stoðsendingar þrátt fyrir að fara meiddur af velli í 3. Leikhluta.Tölfræði sem vakti athygli. Eins og margir vita þá er Tindastóll með stóran og breiðan hóp, en í kvöld þá skoraði hver einn og einasti maður í liðinu stig.Hvað gerist næst? Tindastóll mætir næst Haukum í bikarkeppninni í 4. Liða úrslitum og eins og allir aðrir bikarleikir þá verða þeir að vinna þann leik til að halda áfram. Valur eru dottnir úr bikarnum og mæta þess vegna næst Hetti á heimavelli. Antonio Hester: Þurftum á þessum sigri að haldaAntonio Hester, leikmaður Tindastóls átti frábæran leik í kvöld, hann sagði að vörnin hafi verið lykillinn að sigrinum í kvöld. „Við spiluðum mjög fasta vörn og vorum að hlaupa kerfin okkar vel í sókn, það var markmiðið okkar í þessum leik.“ Tindastóll er að spila næst gegn Haukum í 4 liða úrslitum Maltbikarsins og Hester telur sigurinn í dag hafa verið mjög mikilvægur fyrir liðið. „Við þurftum sigurinn í dag til að komast aftur á sigurbragðið og ég tel það mjög mikilvægt ef við ætlum að vinna næsta leik,“ sagði Hester og bætti við: „Við erum hungraðir í sigur í næsta leik vegna þess að við höfum ekki unnið bikarinn. Það eru allir einbeittir á að breyta því.“ Ágúst: Stólarnir spiluðu óaðfinnanlegaÁgúst Sigurður, þjálfari Vals sagði að Tindastóll hafi spilað frábæran leik og sagði að þeir hefðu einfaldlega viljað sigurinn meira í kvöld. „Þeir spiluðu rosalega vel, fengu góða hvatningu fyrir þennan leik og spiluðu nánast óaðfinnanlega í kvöld. Þeir eru með eitt besta liðið í deildinni og þeir sýndu það hér í kvöld þegar kerfin þeirra voru að ganga upp.“ Það var spiluð grimm vörn í kvöld en Ágúst sagði að nokkrir leikmenn hans höfðu meiðst. „Gunnar fékk högg á lærið, Birgir Björn fékk heilahristing í öðrum leikhluta og Illugi fékk góðan og myndarlegan skurð á hökuna svo að það fóru nokkrir laskaðir út úr þessum leik.“ Israel: Caird kominn í ótímabundna pásu vegna meiðslaIsrael Martin, þjálfari Tindastóls sagði að þeir hefðu komið brjálaðir inn í þennan leik eftir tap gegn ÍR í seinustu umferð. „Við vorum andlega mjög sterkir í kvöld og ég held að það hafi verið stór partur af sigrinum.“ Það vakti athygli að Chris Caird leikmaður Tindastóls spilaði seinasta leik en var ekki á leikmanna lista Tindastóls núna. „Við höfum tekið þá ákvörðun að Chris Caird hætti að spila í bili og verði frekar að þjálfa vegna meiðsla hans. Við teljum það vera það besta fyrir hann og körfuboltaferil hans.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum