Umfjöllun og viðtöl: Höttur - ÍR 74-90 | Breiddin skilaði Breiðhyltingum þriðja sigrinum í röð Gunnar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2018 22:30 Matthías Orri Sigurðarson. Vísir/Anton ÍR heldur áfram samkeppni sinni við KR og Tindastól á toppi Dominos deildar karla í körfubolta eftir 74-90 sigur á botnliði Hattar á Egilsstöðum í kvöld. Höttur hafði undirtökin í leiknum þar til kom að síðasta leikhlutanum en þá setti ÍR í fluggír og sneri leiknum sér í hag. Hattarmenn lögðu upp með að hægja á ÍR-ingum og gekk það mjög vel framan af leik, auk þess sem gestirnir hittu ekkert. Af átta þriggja stiga skotum í fyrsta leikhluta fór aðeins eitt ofan í. Hattarmenn börðust líka ákaft og voru öflugir í fráköstunum. Sóknarleikurinn var skynsamur og þegar rúmar þrjár mínútu voru eftir af fyrri hálfleik voru þeir 40-27 yfir. Þá lokaði ÍR vörninni og skoraði 13 stig í röð sem þýddi að staðan í hálfleik var jöfn. Höttur hélt áfram á svipuðum nótum í þriðja leikhluta og var 61-54 yfir þegar rúm mínúta af eftir. Þá komust ÍR-ingar á flug og skoruðu níu stig í þremur sóknum. Eftir það var sem allur vindur væri úr Hattarmönnum og ÍR-ingar einfaldlega keyrðu yfir þá. Ekki bætti úr skák að Mirko Virijevic, miðherji Hattar, fékk sína fimmtu villu um miðjan síðasta leikhlutann. Hattarmenn voru nokkuð ágengir í vörninni í kvöld og fengu dæmdar á sig 27 villur en ÍR-ingar bara tíu. Auk Mirko fengu Nökkvi Jarl Óskarsson og Gísli Hallsson einnig útilokanir með fimm villur. ÍR náði yfir 20 stiga forskoti í leikhlutanum en Höttur náði aðeins að klóra í bakkann í lokin þegar úrslitin voru í raun ráðin. Af hverju vann ÍR? ÍR hafði þolið til að klára leikhlutann. Þar spilaði liði ákafa vörn og ljómandi fínan sóknarleik, enda mótstaðan orðin mun minni en áður. Sjálfstraustið er takmarkað hjá Hetti og þegar þannig er ástatt er enn erfiðra að rífa sig til baka þegar á móti blæs. Lokakaflar ÍR-liðsins í öðrum og þriðja leikhluta voru afar mikilvægir. Hverjir stóðu upp úr? Framan af var það Sveinbjörn Claessen sem var skástur í sókn ÍR. Matthías Orri Sigurðsson var stigahæstur hjá ÍR með 22 stig. Hann átti frábæran kafla í lok þriðja leikhluta. Danero Thomas var lengi í gang en skoraði mikilvæg stig þegar hann hitnaði auk þess að spila frábæra vörn á móti Kelvin Lewis. Sá átti ágætan dag hjá Hetti með 29 stig. Hvað gekk illa? Fjórði leikhluti gekk mjög illa hjá Hetti. Á 8,5 mínútu þar skoraði liðið aðeins fimm stig. Það var allt búið af tankinum og ÍR rúllaði leiknum upp. Að sama skapi gegn sóknarleikur ÍR afar illa framan af leik. Skotnýtingin liðsins í fyrsta leikhluta var rétt yfir 20%. Hvað gerist næst? ÍR deilir efsta sætinu með KR og Tindastóli og tekur á móti fyrrnefnda liðinu á heimavelli eftir 11 daga. ÍR-ingar geta notað allan þann tíma til undirbúnings meðan KR-ingar spila í úrslitakeppni bikarkeppninnar um næstu helgi. Enn syrtir í álinn hjá Hetti á botni deildarinnar. Ekki er nóg með að liðið sé sigurlaust eftir 13 leiki, heldur eru orðin sex stig í næsta lið eftir sigur Þórs Akureyrar í Keflavík í kvöld. Viðar: Gasið var búið í fjórða leikhlutaViðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, kvaðst horfa jákvætt á spilamennsku Hattar fyrstu 30 mínúturnar. Á endasprettinum hefðu ÍR-ingar einfaldlega reynst betri og orkumeiri. „Við börðumst og vorum flottur í 31-32 mínútur en þegar á reyndi átti ÍR meiri orku og voru betri. Ég held að gasið hafi einfaldlega verið búið,“ sagði Viðar en þeir ætluðu að hægja á bestu mönnum ÍR. „Við lögðum upp með að hægja sem mest á Matta (Matthíasi Orra Sigurðarsyni) og (Ryan) Taylor. Á móti tókum við þá áhættu að aðrir fengju opin skot. Við ætluðum okkur líka að spila af fullum krafti, njóta þess og sýna samstöðu án þess að horfa á stigatöfluna. Þetta gafst ágætlega á löngum köflum en í lokin kom gæðamunurinn, þeir eru á toppnum en við á botninum.“ Höttur tapaði illa fyrir Stjörnunni á fimmtudagskvöld í fyrsta leik eftir jólafrí en stígandi var í leik liðsins síðustu leikina fyrir jól. Höttur mætir næst Val og Þór Akureyri sem eru næstu lið fyrir neðan í töflunni. Á þeim er hins vegar nokkur munur, Höttur er stigalaus en Þór náði í kvöld í sitt sjötta stig. „Við erum að fara í stóra leiki næst, leiki sem við teljum okkur eiga meiri séns á að sækja sigra í. Við verðum að njóta þess að spila af krafti í öllum okkar leikjum.“ Stóru tíðindin úr leikmannahóp Hattar í kvöld voru þau að Viðar Örn spilaði sjálfur nokkrar mínútur. Hann spilaði með liðinu í fyrstu deildinni í fyrra en spilaði ekkert með liðinu í úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum. Í haust var hann í leikmannahópi nýstofnaðs Körfuknattleiksfélags Fjarðabyggðar í þriðju deildinni. „Það eru tveir strákar farnir svo það hefur fækkað í æfingahópnum. Mér fannst við þurfa að fá fleiri inn í hópinn og það er ekki nema hálft tímabil liðið síðan ég spilaði síðast. Mér finnst þetta ógeðslega gaman og æfi alltaf með. Ég vonast til að geta hjálpað liðinu þótt mér hafi ekki fundist ég gera það í dag. Ef þjálfarabjáninn velur mig í hópinn þá spila ég fleiri leiki.“ Árni Eggert: Mikilvægt að ná að loka á KelvinÞéttur varnarleikur, einkum að ná að loka á Bandaríkjamanninn Kelvin Lewis, lagði grunninn að sigri ÍR í kvöld að mati aðstoðarþjálfara liðsins, Árna Eggerts Harðarsonar. Höttur hafði undirtökin í leiknum þar til í lok þriðja leikhluta. Í þeim fjórða rúllaði ÍR yfir Egilsstaðaliðið. „Við skiptum aðeins um í vörninni, náðum að loka betur á þá og ýta þeim út úr sínum aðgerðum. Danero lokaði á Kelvin og það stuðaði sóknarleikinn hjá þeim. Við það komumst við í auðveldari sóknir, urðu rólegri og yfirvegaðri í sókninni og þá kom þetta.“ Framan af hafði Höttur undirtökin en ÍR komst inn í leikinn með að breyta stöðunni úr 40-27 í 40-40 á síðustu mínútum fyrri hálfleiks. „Þeir komu fullir af orku í leikinn með fólkið allt að baki sér. Það voru rosa læti hér í kvöld og mjög gaman að spila í svona umhverfi. Það sló okkur aðeins út af laginu. Það var mikilvægt að jafna fyrir hálfleik og finna að við gætum spilað í þessu húsi gegn þessum mikla krafti.“ Næst á dagskrá ÍR er toppslagur á heimavelli móti KR. „Við vorum ekki byrjaðir að hugsa um þann leik, við settum fókusinn á leikinn í kvöld því við vissum að það yrði erfitt að koma hingað. Það er langt síðan við höfum unnið KR en er ekki kominn tími á það?“ Matthías Orri: Lykillinn var að ná að jafna fyrir hálfleikÞrettán stig í röð sem breyttu stöðunni úr 40-27 í 40-40 á síðustu þremur mínútum fyrri hálfleiks lögðu grunninn að sigri ÍR á Hetti í kvöld að mati bakvarðarins Matthíasar Orra Sigurðarsonar. Matthías var stigahæstur ÍR-inga með 22 stig í 74-90 sigri. „Mikilvægast var að jafna fyrir lok fyrir hálfleiks og koma með hreint borð inn í seinni hálfleikinn. Þá fannst mér leikurinn vera að snúast okkur í hag. Ef það fannst mér við hægt og rólega vera að landa sigrinum þótt þeir tækju einn lokasprett. Það verður ekki af þeim tekið að þeir voru mjög góðir og létu okkur virkilega hafa fyrir sigrinum,“ sagði Matthías eftir leikinn. Höttur var einnig yfir 61-54 þegar rúm mínúta var eftir af þriðja leikhluta. Þá skoraði ÍR níu stig í þremur sóknum, þar af setti Matthías sex og eftir það var allur vindur úr Hetti. „Við náðum loksins að skjóta 3-4 skotum ofan í röð og þá datt lífið úr þeim, sem betur fer fyrir okkur, því þeir voru að spila frábærlega. Það var líka mikilvægt að stoppa sóknirnar hjá þeim því þeir hittu vel, sérstaklega Kaninn. Í fjórða leikhlutanum náðum við loks að minnka völlinn þannig að hann sá ekki körfuna jafnvel og áður, framan af sá hann alltaf körfuna. Okkur tókst að slökkva á honum og láta hina leikmennina fara að skjóta, auk þess sem Ryan (Taylor) fór loksins að skora fyrir okkur í seinni hálfleiknum.“ ÍR fær núna tíu daga til að undirbúa sig fyrir toppslag gegn KR í Breiðholtinu. „Við erum mjög spenntir fyrir þeim leik og ætlum að verja okkar heimavígi. Síðan sjáum við hvað kemur eftir þann leik. Aðalmarkmið okkar hefur verið verða stöðugri í leik okkar og það er að takast.“ Dominos-deild karla
ÍR heldur áfram samkeppni sinni við KR og Tindastól á toppi Dominos deildar karla í körfubolta eftir 74-90 sigur á botnliði Hattar á Egilsstöðum í kvöld. Höttur hafði undirtökin í leiknum þar til kom að síðasta leikhlutanum en þá setti ÍR í fluggír og sneri leiknum sér í hag. Hattarmenn lögðu upp með að hægja á ÍR-ingum og gekk það mjög vel framan af leik, auk þess sem gestirnir hittu ekkert. Af átta þriggja stiga skotum í fyrsta leikhluta fór aðeins eitt ofan í. Hattarmenn börðust líka ákaft og voru öflugir í fráköstunum. Sóknarleikurinn var skynsamur og þegar rúmar þrjár mínútu voru eftir af fyrri hálfleik voru þeir 40-27 yfir. Þá lokaði ÍR vörninni og skoraði 13 stig í röð sem þýddi að staðan í hálfleik var jöfn. Höttur hélt áfram á svipuðum nótum í þriðja leikhluta og var 61-54 yfir þegar rúm mínúta af eftir. Þá komust ÍR-ingar á flug og skoruðu níu stig í þremur sóknum. Eftir það var sem allur vindur væri úr Hattarmönnum og ÍR-ingar einfaldlega keyrðu yfir þá. Ekki bætti úr skák að Mirko Virijevic, miðherji Hattar, fékk sína fimmtu villu um miðjan síðasta leikhlutann. Hattarmenn voru nokkuð ágengir í vörninni í kvöld og fengu dæmdar á sig 27 villur en ÍR-ingar bara tíu. Auk Mirko fengu Nökkvi Jarl Óskarsson og Gísli Hallsson einnig útilokanir með fimm villur. ÍR náði yfir 20 stiga forskoti í leikhlutanum en Höttur náði aðeins að klóra í bakkann í lokin þegar úrslitin voru í raun ráðin. Af hverju vann ÍR? ÍR hafði þolið til að klára leikhlutann. Þar spilaði liði ákafa vörn og ljómandi fínan sóknarleik, enda mótstaðan orðin mun minni en áður. Sjálfstraustið er takmarkað hjá Hetti og þegar þannig er ástatt er enn erfiðra að rífa sig til baka þegar á móti blæs. Lokakaflar ÍR-liðsins í öðrum og þriðja leikhluta voru afar mikilvægir. Hverjir stóðu upp úr? Framan af var það Sveinbjörn Claessen sem var skástur í sókn ÍR. Matthías Orri Sigurðsson var stigahæstur hjá ÍR með 22 stig. Hann átti frábæran kafla í lok þriðja leikhluta. Danero Thomas var lengi í gang en skoraði mikilvæg stig þegar hann hitnaði auk þess að spila frábæra vörn á móti Kelvin Lewis. Sá átti ágætan dag hjá Hetti með 29 stig. Hvað gekk illa? Fjórði leikhluti gekk mjög illa hjá Hetti. Á 8,5 mínútu þar skoraði liðið aðeins fimm stig. Það var allt búið af tankinum og ÍR rúllaði leiknum upp. Að sama skapi gegn sóknarleikur ÍR afar illa framan af leik. Skotnýtingin liðsins í fyrsta leikhluta var rétt yfir 20%. Hvað gerist næst? ÍR deilir efsta sætinu með KR og Tindastóli og tekur á móti fyrrnefnda liðinu á heimavelli eftir 11 daga. ÍR-ingar geta notað allan þann tíma til undirbúnings meðan KR-ingar spila í úrslitakeppni bikarkeppninnar um næstu helgi. Enn syrtir í álinn hjá Hetti á botni deildarinnar. Ekki er nóg með að liðið sé sigurlaust eftir 13 leiki, heldur eru orðin sex stig í næsta lið eftir sigur Þórs Akureyrar í Keflavík í kvöld. Viðar: Gasið var búið í fjórða leikhlutaViðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, kvaðst horfa jákvætt á spilamennsku Hattar fyrstu 30 mínúturnar. Á endasprettinum hefðu ÍR-ingar einfaldlega reynst betri og orkumeiri. „Við börðumst og vorum flottur í 31-32 mínútur en þegar á reyndi átti ÍR meiri orku og voru betri. Ég held að gasið hafi einfaldlega verið búið,“ sagði Viðar en þeir ætluðu að hægja á bestu mönnum ÍR. „Við lögðum upp með að hægja sem mest á Matta (Matthíasi Orra Sigurðarsyni) og (Ryan) Taylor. Á móti tókum við þá áhættu að aðrir fengju opin skot. Við ætluðum okkur líka að spila af fullum krafti, njóta þess og sýna samstöðu án þess að horfa á stigatöfluna. Þetta gafst ágætlega á löngum köflum en í lokin kom gæðamunurinn, þeir eru á toppnum en við á botninum.“ Höttur tapaði illa fyrir Stjörnunni á fimmtudagskvöld í fyrsta leik eftir jólafrí en stígandi var í leik liðsins síðustu leikina fyrir jól. Höttur mætir næst Val og Þór Akureyri sem eru næstu lið fyrir neðan í töflunni. Á þeim er hins vegar nokkur munur, Höttur er stigalaus en Þór náði í kvöld í sitt sjötta stig. „Við erum að fara í stóra leiki næst, leiki sem við teljum okkur eiga meiri séns á að sækja sigra í. Við verðum að njóta þess að spila af krafti í öllum okkar leikjum.“ Stóru tíðindin úr leikmannahóp Hattar í kvöld voru þau að Viðar Örn spilaði sjálfur nokkrar mínútur. Hann spilaði með liðinu í fyrstu deildinni í fyrra en spilaði ekkert með liðinu í úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum. Í haust var hann í leikmannahópi nýstofnaðs Körfuknattleiksfélags Fjarðabyggðar í þriðju deildinni. „Það eru tveir strákar farnir svo það hefur fækkað í æfingahópnum. Mér fannst við þurfa að fá fleiri inn í hópinn og það er ekki nema hálft tímabil liðið síðan ég spilaði síðast. Mér finnst þetta ógeðslega gaman og æfi alltaf með. Ég vonast til að geta hjálpað liðinu þótt mér hafi ekki fundist ég gera það í dag. Ef þjálfarabjáninn velur mig í hópinn þá spila ég fleiri leiki.“ Árni Eggert: Mikilvægt að ná að loka á KelvinÞéttur varnarleikur, einkum að ná að loka á Bandaríkjamanninn Kelvin Lewis, lagði grunninn að sigri ÍR í kvöld að mati aðstoðarþjálfara liðsins, Árna Eggerts Harðarsonar. Höttur hafði undirtökin í leiknum þar til í lok þriðja leikhluta. Í þeim fjórða rúllaði ÍR yfir Egilsstaðaliðið. „Við skiptum aðeins um í vörninni, náðum að loka betur á þá og ýta þeim út úr sínum aðgerðum. Danero lokaði á Kelvin og það stuðaði sóknarleikinn hjá þeim. Við það komumst við í auðveldari sóknir, urðu rólegri og yfirvegaðri í sókninni og þá kom þetta.“ Framan af hafði Höttur undirtökin en ÍR komst inn í leikinn með að breyta stöðunni úr 40-27 í 40-40 á síðustu mínútum fyrri hálfleiks. „Þeir komu fullir af orku í leikinn með fólkið allt að baki sér. Það voru rosa læti hér í kvöld og mjög gaman að spila í svona umhverfi. Það sló okkur aðeins út af laginu. Það var mikilvægt að jafna fyrir hálfleik og finna að við gætum spilað í þessu húsi gegn þessum mikla krafti.“ Næst á dagskrá ÍR er toppslagur á heimavelli móti KR. „Við vorum ekki byrjaðir að hugsa um þann leik, við settum fókusinn á leikinn í kvöld því við vissum að það yrði erfitt að koma hingað. Það er langt síðan við höfum unnið KR en er ekki kominn tími á það?“ Matthías Orri: Lykillinn var að ná að jafna fyrir hálfleikÞrettán stig í röð sem breyttu stöðunni úr 40-27 í 40-40 á síðustu þremur mínútum fyrri hálfleiks lögðu grunninn að sigri ÍR á Hetti í kvöld að mati bakvarðarins Matthíasar Orra Sigurðarsonar. Matthías var stigahæstur ÍR-inga með 22 stig í 74-90 sigri. „Mikilvægast var að jafna fyrir lok fyrir hálfleiks og koma með hreint borð inn í seinni hálfleikinn. Þá fannst mér leikurinn vera að snúast okkur í hag. Ef það fannst mér við hægt og rólega vera að landa sigrinum þótt þeir tækju einn lokasprett. Það verður ekki af þeim tekið að þeir voru mjög góðir og létu okkur virkilega hafa fyrir sigrinum,“ sagði Matthías eftir leikinn. Höttur var einnig yfir 61-54 þegar rúm mínúta var eftir af þriðja leikhluta. Þá skoraði ÍR níu stig í þremur sóknum, þar af setti Matthías sex og eftir það var allur vindur úr Hetti. „Við náðum loksins að skjóta 3-4 skotum ofan í röð og þá datt lífið úr þeim, sem betur fer fyrir okkur, því þeir voru að spila frábærlega. Það var líka mikilvægt að stoppa sóknirnar hjá þeim því þeir hittu vel, sérstaklega Kaninn. Í fjórða leikhlutanum náðum við loks að minnka völlinn þannig að hann sá ekki körfuna jafnvel og áður, framan af sá hann alltaf körfuna. Okkur tókst að slökkva á honum og láta hina leikmennina fara að skjóta, auk þess sem Ryan (Taylor) fór loksins að skora fyrir okkur í seinni hálfleiknum.“ ÍR fær núna tíu daga til að undirbúa sig fyrir toppslag gegn KR í Breiðholtinu. „Við erum mjög spenntir fyrir þeim leik og ætlum að verja okkar heimavígi. Síðan sjáum við hvað kemur eftir þann leik. Aðalmarkmið okkar hefur verið verða stöðugri í leik okkar og það er að takast.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum