Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 85-70 | Auðvelt hjá KR-ingum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. janúar 2018 22:00 Kristófer Acox var öflugur í kvöld. vísir/eyþór KR átti ekki í miklum erfiðleikum með að vinna Stjörnuna á heimavelli sínum í DHL-höllinni í vesturbæ Reykjavíkur í Domino’s deild karla í kvöld, þrátt fyrir endurkomu Stjörnunnar snemma í seinni hálfleik. Leikurinn byrjaði mjög jafn og var mikill hraði á leiknum til að byrja með. Liðunum gekk þó nokkuð brösuglega að skora, bæði lið að spila fína vörn. Staðan var jöfn eftir fyrstu tíu mínúturnar, 14-14. Það var áfram nokkuð jafnt með liðunum í öðrum leikhluta, en þá fóru heimamenn þó hægt og rólega að stíga fram úr. Þeir settu svo í annan gír þegar leikhlutinn var um hálfnaður og fóru með sautján stiga forystu inn í hálfleikinn. Stjarnan náði ekki að setja niður stig síðustu þrjár mínútur fyrri hálfleiks. Pavel Ermolinskij byrjaði seinni hálfleik á því að koma KR í 20 stiga forystu. Þá kviknaði í gestunum úr Garðabænum og þeir náðu að minnka muninn niður í tvö stig, sem fór þó upp í fjögur stig áður en bjallan gall og þriðji leikhluti var úti. Finnur Freyr Stefánsson hefur lesið yfir sínum mönnum fyrir lokaleikhlutann því þá tóku KR-ingar aftur yfir öll völd á vellinum. Snemma í leikhlutanum fékk Tómas Þórður Hilmarsson sína fimmtu villu fyrir brot á Kristófer Acox og það var vendipunkturinn í falli Stjörnunnar. KR-ingar náðu aftur upp nokkru forskoti og létu það ekki af hendi aftur. KR fór að lokum með 85-70 sigur og er enn á toppi deildarinnar. Stjarnan situr þrátt fyrir tapið sem fastast í 8. sætinu.Afhverju vann KR? Þeir voru sterkari aðilinn. Kristófer átti magnaðan leik, var með 28 stig og 12 fráköst. Hann og Pavel náðu mjög vel saman og var Kristófer óstöðvandi í teignum. Þá voru heimamenn að spila mjög góða vörn og þeir brugðust rétt við á réttum tímapunkti, þegar Stjörnumenn voru komnir aftur inn í leikinn, og kláruðu leikinn vel.Hverjir stóðu upp úr? Eins og áður segir var Kristófer framúrskarandi og Pavel spilaði mjög vel. Jalen Jenkins átti fínan leik sem og Darri Hilmarsson. Þá átti Sigurður Þorvaldsson fína innkomu af bekknum. Hjá Stjörnunni var það helst Collin Pryor sem dróg liðið áfram á tímum. Hlynur Bæringsson gerði vel í baráttunni í teignum og Arnþór Freyr Guðmundsson var að skora ágætlega.Hvað gekk illa? Að hitta úr þriggja stiga skotum. Sérstaklega hjá Stjörnunni sem skoruðu ekki þrist fyrr en í þriðja leikhluta, enduðu leikinn í 5 af 28 en voru í 0 af 11 í hálfleik. KR-ingar voru þó ekki miklu betri í þristunum framan af, en fyrsti þristur leiksins kom ekki fyrr en á 14. mínútu. Þeir enduðu í 4 af 19 í þriggja stiga skotum.Hvað gerist næst? KR á leik í undanúrslitum Malt bikarsins gegn Breiðabliki á miðvikudaginn. Stjarnan fær Njarðvík í heimsókn í 14. umferð Domino’s deildarinnar 18. janúar.KR-Stjarnan 85-70 (14-14, 27-10, 13-26, 31-20) KR: Kristófer Acox 28 stig/12 fraköst, Brynjar Þór Björnsson 14 stig/3 fráköst/3 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 12 stig/4 fráköst/3 stoðsendingar, Jalen Jenkins 10 stig/12 fráköst/3 stoðsendingar, Sigurður Þorvaldsson 10 stig, Pavel Ermolinskij 7 stig/9 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Arnór Stefánsson 4 stig.Stjarnan: Collin Pryor 22 stig/10 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 11 stig/3 fráköst/4 stoðsendingar, Hlynur Bæringsson 10 stig/11 fráköst/3 stoðsendingar, Róbert Siguðrsson 7 stig/3 fráköst/3 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7 stig/5 fráköst, Sherrod Wright 7 stig/3 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 6 stig/6 fráköst.Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR.Vísir/AntonFinnur: Ánægðari núna en eftir Njarðvíkurleikinn „Ánægður með sigurinn. Sýnum fínan leik í seinni hluta fyrri hálfleiks og byrjum ágætlega sterkt í seinni hálfleik, en leyfum þeim að ýta okkur út úr okkar aðgerðum í þriðja leikhluta. Ánægður með hvernig við brugðumst við því í fjórða og kláruðum verkið,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. Hann vildi ekki viðurkenna að það hafi verið byrjað að fara um sig á hliðarlínunni þegar Stjörnumenn voru búnir að minnka muninn í tvö stig. „Þetta var jafn leikur og það var það sem við bjuggumst við. Þannig hefur sagan verið í þessum leikjum undan farin ár. Það fór aðeins meira í taugarnar á mér hvernig við vorum að láta mótlætið fara með okkur. Við verðum að passa okkur að hafa fókusinn á réttum stöðum og vera ekki að láta það bitna á hlutum sem við stýrum ekki.“ „Við sáum það í fjórða að við náðum að setja stórar körfur og binda saman vörnina aðeins betur og þá kom þetta.“ Hvað fannst Finn annars um leikinn? „Hann var svolítið skemmtilegur. Það var mikil barátta, strákar sem þekkjast þarna í báðum liðum, svo við sáum menn kljást og gaman að sjá að þeir fengu að gera það.“ „Hefur oft verið áferðarfallegra, en ég er mun sáttari núna en ég var eftir leikinn í Njarðvík svo ég er heilt yfir mjög ánægður,“ sagði Finnur.Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnarvísir/andri marinóHrafn: Erfitt að missa Tómas út af Þjálfari Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson, var að vonum ekki sáttur eftir leikinn. „Mér fannst bæði lið vera að spila stórgóðan varnarleik í fyrri hálfleik, það má líka líta á það þannig frekar en að bæði liðin hafi verið mislæg. Svo hleypum við þeim á sprett í lok hálfleiksins og við erum bara ekki nógu harðir af okkur.“ „Við skjótum bara 2 vítaskotum í fyrri hálfleik, það náttúrulega segir manni að við vorum ekki nógu harðir, þegar við erum að keyra að endalínunni er verið að ýta okkur út af og dæma okkur út af. Við fórum inn í klefann og ákváðum að breyta til og ég er mjög stoltur af því að við höfum náð að vinna okkur inn í þennan leik.“ Hann tók því þó með jafnaðargeði að hafa tapað leiknum niður aftur. „Þannig er það bara. Við urðum að breyta til og fórum að sækja meira á körfuna og taka á þeim varnarlega, einhver kontakt sem var ekki dæmdur og það voru ræðuhöld yfir því og mikið svekkelsi. Þá brustu einhverjar flóðgáttir og villurnar fóru að hrannast upp á okkur.“ „Við vorum búnir að eyða gríðarlegri orku í þetta, þannig að það vantaði bara svolítið upp á. Erfitt að missa Tomma út af á móti svona liði sem hefur svona mikla hæð. Ég verð að fá að sjá þessa villu, þegar hann varði boltann og festi hann á hringnum, ég veit það ekki, kannski sé ég þetta betur í sjónvarpinu.“ „Þetta er dýrt, en það væri ekki gaman að horfa á körfubolta ef við værum að stoppa leikinn alltaf þegar svona varin skot eiga sér stað,“ sagði Hrafn. Hann hrósaði stuðningsmönnum Stjörnunnar fyrir hversu vel þeir stóðu með liði sínu út allan leikinn. Stjarnan vann KR í fyrri leik liðanna á tímabilinu en tapaði svo næstu fjórum leikjum eftir það. Hrafn vonaðist eftir því að það myndi hafa öfug áhrif í þetta skiptið. „Það er allt í lagi að tapa einu sinni og einu sinni fyrir KR. Það bara vonandi skiptum við þessu núna og vinnum næstu fjóra,“ sagði Hrafn Kristjánsson.Brynjar skoraði 14 stig í kvöldBrynjar: Fannst þetta ekki vera tæknivilla „Ágætis vinnusigur, ekkert stórkostlega glæsilegur en við tökum stigin og sigurinn og varnarleikinn,“ voru fyrstu viðbrögð Brynjars Þórs Björnssonar eftir leikinn. „Hann spilaðist svona eins og körfubolti gerir oft, leikur áhlaupa. Við vorum með undirtökin þegar við vildum, en hleyptum þeim óþarflega mikið inn í leikinn í þriðja leikhluta. Leyfðum þeim að taka of mikið á okkur og við vorum að bakka í staðinn fyrir að sækja á þá. Þegar við fórum að sækja aftur á þá þá náðum við aftur forystunni.“ Brynjar fékk dæmda á sig villu í þriðja leikhluta og brunaði þá upp völlinn, út að endalínu hinu megin. Dómararnir voru ósáttir við þá hegðun Brynjars og gáfu honum tæknivillu, sem áhorfendur í DHL-höllinni voru heldur betur ósáttir með. „Ég var ósammála villunni og brást svona við. Veit ekki hvort það hafi verið tæknivilla eða ekki. Mér fannst það ekki, en Simma fannst það og þá verður það dæmt.“ Sigurinn var sá sjötti í röð í deildinni hjá KR-ingum sem fara fullir af sjálfstrausti inn í bikarhelgina. „Engin spurning. Við ætlum okkur að vinna þetta þriðja árið í röð,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var að frákasta vel í kvöld eins og svo alloft áður.vísir/ernirHlynur: Eigum ekki að vera búnir á því eftir þrjár mínútur „Mér fannst leikurinn erfiður. Það var erfitt að spila á móti þeim á löngum köflum, fyrir utan þriðja leikhlutann þegar við gerðum mjög vel, að öðru leiti fannst mér þetta svolítið erfiður leikur ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir leikinn. „Við hefðum þurft að spila betri vörn,“ svaraði Hlynur aðspurður hvað hans menn hefðu þurft að gera til að fara með sigur. „Þeir gerðu mjög vel, Kristófer var mjög kröftugur og var allt of oft að fá opna leið á hringinn og þá er hann frábær að nýta sér það. Hann gerði það mjög vel og Pavel fann hann mjög vel.“ „Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það en það gekk ekki. Þeir eru tveir mjög góðir leikmenn og þess vegna fór þetta svoleiðis. Fyrst og fremst þarna sem við hefðum getað gert betur, fyrir utan að hitta stærri skotum. Það hefði alveg mátt fara einn og einn þristur niður, þetta var ekkert alslæmt í seinni hálfleik, við vorum alveg í séns.“ Tók áhlaupið í þriðja leikhluta, þar sem þeir náðu að minnka muninn niður, of mikið á? „Við vorum kannski ekki alveg búnir, en jú jú, ég var alveg þreyttur ef ég segi fyrir sjálfan mig. En maður á nú alveg að þola það.“ „Þetta tók orku, og þessi kafli sem við vorum að minnka þetta niður þá vorum við ekki að stilla upp heldur fara svolítið vilt í pick-og-roll á körfuna og láta vaða. Það kannski tekur meiri orku heldur en kerfisbundið hjakk, svo jú kannski tók þetta á. Þá eigum við einfaldlega að vera í betra formi til þess að höndla það. Það þýðir ekkert að geta tekið þriggja mínútna run og vera sprunginn,“ sagði Hlynur. Stjarnan spilar ekki leik fyrr en eftir 11 daga, þann 18. janúar, því fram undan er úrslitahelgi Maltbikarsins og þar eru Stjörnumenn ekki lengur með. Hlynur vildi ekki meina að pásan hjálpaði Stjörnuliðinu. „Nei, mér finnst hún bara hundleiðinleg ef ég á að segja alveg eins og er. Hún hjálpar mér ekki neitt, ég verð alltaf hálf þunglyndur bara að vera aldrei með í þessum helvítis bikar.“ Hann átti ekki von á því að taka auka hlaupaæfingar til þess að koma forminu í lag. „Ég veit það ekki. Ég held ég væri að ljúga ef ég myndi segja að það væri mikið af hlaupaæfingum. Það er þó aldrei að vita nema ég taki nokkra spretti,“ sagði Hlynur Bæringsson léttur í bragði. Dominos-deild karla
KR átti ekki í miklum erfiðleikum með að vinna Stjörnuna á heimavelli sínum í DHL-höllinni í vesturbæ Reykjavíkur í Domino’s deild karla í kvöld, þrátt fyrir endurkomu Stjörnunnar snemma í seinni hálfleik. Leikurinn byrjaði mjög jafn og var mikill hraði á leiknum til að byrja með. Liðunum gekk þó nokkuð brösuglega að skora, bæði lið að spila fína vörn. Staðan var jöfn eftir fyrstu tíu mínúturnar, 14-14. Það var áfram nokkuð jafnt með liðunum í öðrum leikhluta, en þá fóru heimamenn þó hægt og rólega að stíga fram úr. Þeir settu svo í annan gír þegar leikhlutinn var um hálfnaður og fóru með sautján stiga forystu inn í hálfleikinn. Stjarnan náði ekki að setja niður stig síðustu þrjár mínútur fyrri hálfleiks. Pavel Ermolinskij byrjaði seinni hálfleik á því að koma KR í 20 stiga forystu. Þá kviknaði í gestunum úr Garðabænum og þeir náðu að minnka muninn niður í tvö stig, sem fór þó upp í fjögur stig áður en bjallan gall og þriðji leikhluti var úti. Finnur Freyr Stefánsson hefur lesið yfir sínum mönnum fyrir lokaleikhlutann því þá tóku KR-ingar aftur yfir öll völd á vellinum. Snemma í leikhlutanum fékk Tómas Þórður Hilmarsson sína fimmtu villu fyrir brot á Kristófer Acox og það var vendipunkturinn í falli Stjörnunnar. KR-ingar náðu aftur upp nokkru forskoti og létu það ekki af hendi aftur. KR fór að lokum með 85-70 sigur og er enn á toppi deildarinnar. Stjarnan situr þrátt fyrir tapið sem fastast í 8. sætinu.Afhverju vann KR? Þeir voru sterkari aðilinn. Kristófer átti magnaðan leik, var með 28 stig og 12 fráköst. Hann og Pavel náðu mjög vel saman og var Kristófer óstöðvandi í teignum. Þá voru heimamenn að spila mjög góða vörn og þeir brugðust rétt við á réttum tímapunkti, þegar Stjörnumenn voru komnir aftur inn í leikinn, og kláruðu leikinn vel.Hverjir stóðu upp úr? Eins og áður segir var Kristófer framúrskarandi og Pavel spilaði mjög vel. Jalen Jenkins átti fínan leik sem og Darri Hilmarsson. Þá átti Sigurður Þorvaldsson fína innkomu af bekknum. Hjá Stjörnunni var það helst Collin Pryor sem dróg liðið áfram á tímum. Hlynur Bæringsson gerði vel í baráttunni í teignum og Arnþór Freyr Guðmundsson var að skora ágætlega.Hvað gekk illa? Að hitta úr þriggja stiga skotum. Sérstaklega hjá Stjörnunni sem skoruðu ekki þrist fyrr en í þriðja leikhluta, enduðu leikinn í 5 af 28 en voru í 0 af 11 í hálfleik. KR-ingar voru þó ekki miklu betri í þristunum framan af, en fyrsti þristur leiksins kom ekki fyrr en á 14. mínútu. Þeir enduðu í 4 af 19 í þriggja stiga skotum.Hvað gerist næst? KR á leik í undanúrslitum Malt bikarsins gegn Breiðabliki á miðvikudaginn. Stjarnan fær Njarðvík í heimsókn í 14. umferð Domino’s deildarinnar 18. janúar.KR-Stjarnan 85-70 (14-14, 27-10, 13-26, 31-20) KR: Kristófer Acox 28 stig/12 fraköst, Brynjar Þór Björnsson 14 stig/3 fráköst/3 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 12 stig/4 fráköst/3 stoðsendingar, Jalen Jenkins 10 stig/12 fráköst/3 stoðsendingar, Sigurður Þorvaldsson 10 stig, Pavel Ermolinskij 7 stig/9 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Arnór Stefánsson 4 stig.Stjarnan: Collin Pryor 22 stig/10 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 11 stig/3 fráköst/4 stoðsendingar, Hlynur Bæringsson 10 stig/11 fráköst/3 stoðsendingar, Róbert Siguðrsson 7 stig/3 fráköst/3 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7 stig/5 fráköst, Sherrod Wright 7 stig/3 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 6 stig/6 fráköst.Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR.Vísir/AntonFinnur: Ánægðari núna en eftir Njarðvíkurleikinn „Ánægður með sigurinn. Sýnum fínan leik í seinni hluta fyrri hálfleiks og byrjum ágætlega sterkt í seinni hálfleik, en leyfum þeim að ýta okkur út úr okkar aðgerðum í þriðja leikhluta. Ánægður með hvernig við brugðumst við því í fjórða og kláruðum verkið,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. Hann vildi ekki viðurkenna að það hafi verið byrjað að fara um sig á hliðarlínunni þegar Stjörnumenn voru búnir að minnka muninn í tvö stig. „Þetta var jafn leikur og það var það sem við bjuggumst við. Þannig hefur sagan verið í þessum leikjum undan farin ár. Það fór aðeins meira í taugarnar á mér hvernig við vorum að láta mótlætið fara með okkur. Við verðum að passa okkur að hafa fókusinn á réttum stöðum og vera ekki að láta það bitna á hlutum sem við stýrum ekki.“ „Við sáum það í fjórða að við náðum að setja stórar körfur og binda saman vörnina aðeins betur og þá kom þetta.“ Hvað fannst Finn annars um leikinn? „Hann var svolítið skemmtilegur. Það var mikil barátta, strákar sem þekkjast þarna í báðum liðum, svo við sáum menn kljást og gaman að sjá að þeir fengu að gera það.“ „Hefur oft verið áferðarfallegra, en ég er mun sáttari núna en ég var eftir leikinn í Njarðvík svo ég er heilt yfir mjög ánægður,“ sagði Finnur.Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnarvísir/andri marinóHrafn: Erfitt að missa Tómas út af Þjálfari Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson, var að vonum ekki sáttur eftir leikinn. „Mér fannst bæði lið vera að spila stórgóðan varnarleik í fyrri hálfleik, það má líka líta á það þannig frekar en að bæði liðin hafi verið mislæg. Svo hleypum við þeim á sprett í lok hálfleiksins og við erum bara ekki nógu harðir af okkur.“ „Við skjótum bara 2 vítaskotum í fyrri hálfleik, það náttúrulega segir manni að við vorum ekki nógu harðir, þegar við erum að keyra að endalínunni er verið að ýta okkur út af og dæma okkur út af. Við fórum inn í klefann og ákváðum að breyta til og ég er mjög stoltur af því að við höfum náð að vinna okkur inn í þennan leik.“ Hann tók því þó með jafnaðargeði að hafa tapað leiknum niður aftur. „Þannig er það bara. Við urðum að breyta til og fórum að sækja meira á körfuna og taka á þeim varnarlega, einhver kontakt sem var ekki dæmdur og það voru ræðuhöld yfir því og mikið svekkelsi. Þá brustu einhverjar flóðgáttir og villurnar fóru að hrannast upp á okkur.“ „Við vorum búnir að eyða gríðarlegri orku í þetta, þannig að það vantaði bara svolítið upp á. Erfitt að missa Tomma út af á móti svona liði sem hefur svona mikla hæð. Ég verð að fá að sjá þessa villu, þegar hann varði boltann og festi hann á hringnum, ég veit það ekki, kannski sé ég þetta betur í sjónvarpinu.“ „Þetta er dýrt, en það væri ekki gaman að horfa á körfubolta ef við værum að stoppa leikinn alltaf þegar svona varin skot eiga sér stað,“ sagði Hrafn. Hann hrósaði stuðningsmönnum Stjörnunnar fyrir hversu vel þeir stóðu með liði sínu út allan leikinn. Stjarnan vann KR í fyrri leik liðanna á tímabilinu en tapaði svo næstu fjórum leikjum eftir það. Hrafn vonaðist eftir því að það myndi hafa öfug áhrif í þetta skiptið. „Það er allt í lagi að tapa einu sinni og einu sinni fyrir KR. Það bara vonandi skiptum við þessu núna og vinnum næstu fjóra,“ sagði Hrafn Kristjánsson.Brynjar skoraði 14 stig í kvöldBrynjar: Fannst þetta ekki vera tæknivilla „Ágætis vinnusigur, ekkert stórkostlega glæsilegur en við tökum stigin og sigurinn og varnarleikinn,“ voru fyrstu viðbrögð Brynjars Þórs Björnssonar eftir leikinn. „Hann spilaðist svona eins og körfubolti gerir oft, leikur áhlaupa. Við vorum með undirtökin þegar við vildum, en hleyptum þeim óþarflega mikið inn í leikinn í þriðja leikhluta. Leyfðum þeim að taka of mikið á okkur og við vorum að bakka í staðinn fyrir að sækja á þá. Þegar við fórum að sækja aftur á þá þá náðum við aftur forystunni.“ Brynjar fékk dæmda á sig villu í þriðja leikhluta og brunaði þá upp völlinn, út að endalínu hinu megin. Dómararnir voru ósáttir við þá hegðun Brynjars og gáfu honum tæknivillu, sem áhorfendur í DHL-höllinni voru heldur betur ósáttir með. „Ég var ósammála villunni og brást svona við. Veit ekki hvort það hafi verið tæknivilla eða ekki. Mér fannst það ekki, en Simma fannst það og þá verður það dæmt.“ Sigurinn var sá sjötti í röð í deildinni hjá KR-ingum sem fara fullir af sjálfstrausti inn í bikarhelgina. „Engin spurning. Við ætlum okkur að vinna þetta þriðja árið í röð,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var að frákasta vel í kvöld eins og svo alloft áður.vísir/ernirHlynur: Eigum ekki að vera búnir á því eftir þrjár mínútur „Mér fannst leikurinn erfiður. Það var erfitt að spila á móti þeim á löngum köflum, fyrir utan þriðja leikhlutann þegar við gerðum mjög vel, að öðru leiti fannst mér þetta svolítið erfiður leikur ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir leikinn. „Við hefðum þurft að spila betri vörn,“ svaraði Hlynur aðspurður hvað hans menn hefðu þurft að gera til að fara með sigur. „Þeir gerðu mjög vel, Kristófer var mjög kröftugur og var allt of oft að fá opna leið á hringinn og þá er hann frábær að nýta sér það. Hann gerði það mjög vel og Pavel fann hann mjög vel.“ „Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það en það gekk ekki. Þeir eru tveir mjög góðir leikmenn og þess vegna fór þetta svoleiðis. Fyrst og fremst þarna sem við hefðum getað gert betur, fyrir utan að hitta stærri skotum. Það hefði alveg mátt fara einn og einn þristur niður, þetta var ekkert alslæmt í seinni hálfleik, við vorum alveg í séns.“ Tók áhlaupið í þriðja leikhluta, þar sem þeir náðu að minnka muninn niður, of mikið á? „Við vorum kannski ekki alveg búnir, en jú jú, ég var alveg þreyttur ef ég segi fyrir sjálfan mig. En maður á nú alveg að þola það.“ „Þetta tók orku, og þessi kafli sem við vorum að minnka þetta niður þá vorum við ekki að stilla upp heldur fara svolítið vilt í pick-og-roll á körfuna og láta vaða. Það kannski tekur meiri orku heldur en kerfisbundið hjakk, svo jú kannski tók þetta á. Þá eigum við einfaldlega að vera í betra formi til þess að höndla það. Það þýðir ekkert að geta tekið þriggja mínútna run og vera sprunginn,“ sagði Hlynur. Stjarnan spilar ekki leik fyrr en eftir 11 daga, þann 18. janúar, því fram undan er úrslitahelgi Maltbikarsins og þar eru Stjörnumenn ekki lengur með. Hlynur vildi ekki meina að pásan hjálpaði Stjörnuliðinu. „Nei, mér finnst hún bara hundleiðinleg ef ég á að segja alveg eins og er. Hún hjálpar mér ekki neitt, ég verð alltaf hálf þunglyndur bara að vera aldrei með í þessum helvítis bikar.“ Hann átti ekki von á því að taka auka hlaupaæfingar til þess að koma forminu í lag. „Ég veit það ekki. Ég held ég væri að ljúga ef ég myndi segja að það væri mikið af hlaupaæfingum. Það er þó aldrei að vita nema ég taki nokkra spretti,“ sagði Hlynur Bæringsson léttur í bragði.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum