Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 83-75 | ÍR gefur ekkert eftir í toppbaráttunni Magnús Ellert Bjarnason skrifar 4. janúar 2018 22:30 Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður ÍR. vísir/ernir Íþróttafélagið byrjar nýtt ár vel en þeir unnu mikilvægan sigur á Tindastól á heimavelli sínum, Hertz hellinum í Seljaskóla, fyrr í kvöld, í 12. umferð Domino’s deildar karla í körfuknattleik. Lokatölur 83-75 og heldur ÍR í við hin toppliðin með sigrinum. Eru þeir með 18 stig, jafn mörg og topplið KR. Heimamenn í ÍR voru skrefi á undan allan leikinn en gestirnir voru þó alltaf skammt undan í fyrri hálfleik. ÍR leiddu 27-19 eftir fyrsta leikhluta og með tveim stigum, 35-33, þegar að liðin gengu til búningsherbergja í hálfeik. Í þriðja leikhluta fór svo verulega að halla á gestina. Skotin hættu að detta niður og þeir fundu engar lausnir á meðan heimamenn léku á alls oddi. Leikmenn Tindastóls gerðu mikið af því að keyra í átt að körfunni og senda boltann svo út, ógnuðu í raun aldrei körfu andstæðingsins. Staðan 58-43 fyrir fjórða leikhluta og á brattann að sækja fyrir Tindastól. Tindastóll gafst þó ekki upp og minnkaði muninn í einungis 6 stig þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. ÍR sigldu hins vegar sigrinum í höfn á vítalínunni og með sterkri vörn. Lokatölur, 83-75 fyrir ÍR.Af hverju vann ÍR? Þeir mættu tilbúnir til leiks frá fyrstu mínútu og spiluðu frábæra vörn allan leikinn. Þá sérstaklega gegn Antonio Hester, en hann átti aldrei möguleika gegn Ryan Taylor og Danero Thomas undir körfunni í kvöld. Frábær þriðji leikhluti, þar sem nánast öll skot ÍR manna fóru niður, skóp svo sigur þeirra kvöld og var það í raun einungis formsatriði að honum loknum að klára leikinn.Hverjir stóðu uppúr? Sem fyrr voru þeir Matthías Orri (22 stig og 7 stoðsendingar) og Ryan Taylor (21 stig og 13 fráköst) bestu menn ÍR. Matthías stjórnaði leik ÍR eins og leikstjórnandi í NFL og sá til þess að sóknarleikur þeirra gekk eins og smurð vél allan leikinn. Á sama tíma var Ryan Taylor eins og maður meðal drengja undir körfunni og réðu gestirnir ekkert við hann. Í liði gestanna stóðu bakverðirnir Sigtryggur Arnar (19 stig) og Pétur Rúnar (17 stig) uppúr. Aðrir leikmenn náðu sér ekki á strik. Þar á meðal Antonio Hester sem hafði lítil áhrif á leikinn og endaði með einungis 12 stig. Tindastóll þarf meira framlag frá honum í komandi leikjum. Þá einfaldlega verður að hrósa stuðningsmannasveit ÍR, Ghetto Hooligans, fyrir þá stemmningu sem myndaðist í Hertz hellinum í kvöld. Þeir sungu allan tímann og var engu líkara en um leik í úrslitakeppninni væri að ræða.Tölfræði sem vakti athygli Gríðarlegur fjöldi þriggja stiga skota. ÍR enduðu leik með 26 stig þriggja stiga skot, þar af hitti liðið úr 9 skotum (34 % skotnýting). Það er þó ekkert miðað við fjölda þriggja stiga skota hjá Tindastól. Þeir skutu 39 sinnum fyrir utan þriggja stiga línuna! Skal engan undra að þeir unnu ekki leikinn í kvöld þegar þeir hittu úr einungis 13 af þeim skotum (34 % skotnýting)Hvað gerist næst? Lið ÍR heldur austur á Egilstaði 7. janúar þar sem liðið mætir botnliði Hattar í Brauð & Co höllinni. Á sama tíma fær Tindastóll Val í heimsókn.ÍR-Tindastóll 83-75 (27-19, 8-14, 23-10, 25-32)ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 22/6 fráköst/7 stoðsendingar, Ryan Taylor 21/13 fráköst/3 varin skot, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 19/4 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 9, Danero Thomas 7/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 3/6 fráköst, Trausti Eiríksson 1, Sveinbjörn Claessen 1, Kristinn Marinósson 0, Daði Berg Grétarsson 0, Haraldur Bjarni Davíðsson 0, Einar Gísli Gíslason 0.Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 19/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 17/5 stoðsendingar, Antonio Hester 12/4 fráköst, Hannes Ingi Másson 6, Christopher Caird 5, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Axel Kárason 3/8 fráköst, Brandon Garrett 3/5 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 2, Helgi Rafn Viggósson 2, Viðar Ágústsson 2, Helgi Freyr Margeirsson 0.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur HreiðarssonBorce Ilievski, þjálfari ÍR.Vísir/ErnirBorce: Var pirraður í jólafríinu Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var að vonum sáttur með fyrsta sigur ársins. „Ég er mjög ánægður með spilamennsku minna manna í kvöld og að sjálfsögðu með sigurinn. Vörnin okkar var frábær allan leikinn og þriðji leikhlutinn nánast fullkomlega spilaður af hálfu minna manna. Þá er það mikilvægt fyrir sjálfstraust okkar þegar kemur að úrslitakeppninni að vinna gott lið eins og Tindastól tvisvar. “ Borce var þó ekki ánægður með hugarfar sinna manna í jólafríinu. „Þeir slöppuðu alltof mikið á og það sást á æfingum. Ég var því pirraður yfir jólin. Þeir svöruðu gagnrýni minni hins vegar vel í kvöld. Eftir að hafa sagt mér fyrir leik að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af þeim, spiluðu þeir gríðarlega vel og lögðu ógnarsterkt lið Tindastóls. “ Að lokum varaði Borce sína menn við því að vanmeta botnlið Hattar, sem þeir mæta í næstu umferð. „Við verðum að halda þessu áfram næsta sunnudag þegar við höldum til Egilstaðar og mætum Hetti. Þrátt fyrir stöðu þeirra í deildinni eru þeir mjög erfitt lið að mæta.“Israel Martin, þjálfari Tindastóls.Vísir/ValliIsrael Martin: Mættum aldrei til leiks Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var niðurlútur í leikslok. „Við mættum í raun aldrei til leiks. Þetta er ekki það Tindastóls lið sem ég þekki. Það komu kaflar þar sem varnarleikur okkar var ágætur en sóknarleikurinn okkar var einfaldlega ekki nógu góður. Það er ekki hægt að vinna hérna á sterkum heimavelli ÍR með svona spilamennsku. “ Israel taldi sína menn hafa verið ryðgaða í kvöld eftir langt jólafrí. „Útaf jólafríinu höfum við ekki náð að æfa nóg og það sást í kvöld. Við vorum ryðgaðir en þetta er ekki neitt sem við getum ekki lagað með meiri æfingartíma. Þá sagði Israel það ekki hafa verið leikplanið að skjóta jafn mörgum þriggja stiga skotum og raun bar vitni í kvöld. „Hver leikur þróast mismunandi. Það gekk ekki nægilega vel hjá okkur undir körfunni í kvöld og því leituðu mínir menn að skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Það segir sig sjálft að þegar að skotnýtingin þaðan er jafn slæm og í kvöld, vinnurðu ekki marga leiki í þessari deild. “ Dominos-deild karla
Íþróttafélagið byrjar nýtt ár vel en þeir unnu mikilvægan sigur á Tindastól á heimavelli sínum, Hertz hellinum í Seljaskóla, fyrr í kvöld, í 12. umferð Domino’s deildar karla í körfuknattleik. Lokatölur 83-75 og heldur ÍR í við hin toppliðin með sigrinum. Eru þeir með 18 stig, jafn mörg og topplið KR. Heimamenn í ÍR voru skrefi á undan allan leikinn en gestirnir voru þó alltaf skammt undan í fyrri hálfleik. ÍR leiddu 27-19 eftir fyrsta leikhluta og með tveim stigum, 35-33, þegar að liðin gengu til búningsherbergja í hálfeik. Í þriðja leikhluta fór svo verulega að halla á gestina. Skotin hættu að detta niður og þeir fundu engar lausnir á meðan heimamenn léku á alls oddi. Leikmenn Tindastóls gerðu mikið af því að keyra í átt að körfunni og senda boltann svo út, ógnuðu í raun aldrei körfu andstæðingsins. Staðan 58-43 fyrir fjórða leikhluta og á brattann að sækja fyrir Tindastól. Tindastóll gafst þó ekki upp og minnkaði muninn í einungis 6 stig þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. ÍR sigldu hins vegar sigrinum í höfn á vítalínunni og með sterkri vörn. Lokatölur, 83-75 fyrir ÍR.Af hverju vann ÍR? Þeir mættu tilbúnir til leiks frá fyrstu mínútu og spiluðu frábæra vörn allan leikinn. Þá sérstaklega gegn Antonio Hester, en hann átti aldrei möguleika gegn Ryan Taylor og Danero Thomas undir körfunni í kvöld. Frábær þriðji leikhluti, þar sem nánast öll skot ÍR manna fóru niður, skóp svo sigur þeirra kvöld og var það í raun einungis formsatriði að honum loknum að klára leikinn.Hverjir stóðu uppúr? Sem fyrr voru þeir Matthías Orri (22 stig og 7 stoðsendingar) og Ryan Taylor (21 stig og 13 fráköst) bestu menn ÍR. Matthías stjórnaði leik ÍR eins og leikstjórnandi í NFL og sá til þess að sóknarleikur þeirra gekk eins og smurð vél allan leikinn. Á sama tíma var Ryan Taylor eins og maður meðal drengja undir körfunni og réðu gestirnir ekkert við hann. Í liði gestanna stóðu bakverðirnir Sigtryggur Arnar (19 stig) og Pétur Rúnar (17 stig) uppúr. Aðrir leikmenn náðu sér ekki á strik. Þar á meðal Antonio Hester sem hafði lítil áhrif á leikinn og endaði með einungis 12 stig. Tindastóll þarf meira framlag frá honum í komandi leikjum. Þá einfaldlega verður að hrósa stuðningsmannasveit ÍR, Ghetto Hooligans, fyrir þá stemmningu sem myndaðist í Hertz hellinum í kvöld. Þeir sungu allan tímann og var engu líkara en um leik í úrslitakeppninni væri að ræða.Tölfræði sem vakti athygli Gríðarlegur fjöldi þriggja stiga skota. ÍR enduðu leik með 26 stig þriggja stiga skot, þar af hitti liðið úr 9 skotum (34 % skotnýting). Það er þó ekkert miðað við fjölda þriggja stiga skota hjá Tindastól. Þeir skutu 39 sinnum fyrir utan þriggja stiga línuna! Skal engan undra að þeir unnu ekki leikinn í kvöld þegar þeir hittu úr einungis 13 af þeim skotum (34 % skotnýting)Hvað gerist næst? Lið ÍR heldur austur á Egilstaði 7. janúar þar sem liðið mætir botnliði Hattar í Brauð & Co höllinni. Á sama tíma fær Tindastóll Val í heimsókn.ÍR-Tindastóll 83-75 (27-19, 8-14, 23-10, 25-32)ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 22/6 fráköst/7 stoðsendingar, Ryan Taylor 21/13 fráköst/3 varin skot, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 19/4 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 9, Danero Thomas 7/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 3/6 fráköst, Trausti Eiríksson 1, Sveinbjörn Claessen 1, Kristinn Marinósson 0, Daði Berg Grétarsson 0, Haraldur Bjarni Davíðsson 0, Einar Gísli Gíslason 0.Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 19/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 17/5 stoðsendingar, Antonio Hester 12/4 fráköst, Hannes Ingi Másson 6, Christopher Caird 5, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Axel Kárason 3/8 fráköst, Brandon Garrett 3/5 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 2, Helgi Rafn Viggósson 2, Viðar Ágústsson 2, Helgi Freyr Margeirsson 0.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur HreiðarssonBorce Ilievski, þjálfari ÍR.Vísir/ErnirBorce: Var pirraður í jólafríinu Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var að vonum sáttur með fyrsta sigur ársins. „Ég er mjög ánægður með spilamennsku minna manna í kvöld og að sjálfsögðu með sigurinn. Vörnin okkar var frábær allan leikinn og þriðji leikhlutinn nánast fullkomlega spilaður af hálfu minna manna. Þá er það mikilvægt fyrir sjálfstraust okkar þegar kemur að úrslitakeppninni að vinna gott lið eins og Tindastól tvisvar. “ Borce var þó ekki ánægður með hugarfar sinna manna í jólafríinu. „Þeir slöppuðu alltof mikið á og það sást á æfingum. Ég var því pirraður yfir jólin. Þeir svöruðu gagnrýni minni hins vegar vel í kvöld. Eftir að hafa sagt mér fyrir leik að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af þeim, spiluðu þeir gríðarlega vel og lögðu ógnarsterkt lið Tindastóls. “ Að lokum varaði Borce sína menn við því að vanmeta botnlið Hattar, sem þeir mæta í næstu umferð. „Við verðum að halda þessu áfram næsta sunnudag þegar við höldum til Egilstaðar og mætum Hetti. Þrátt fyrir stöðu þeirra í deildinni eru þeir mjög erfitt lið að mæta.“Israel Martin, þjálfari Tindastóls.Vísir/ValliIsrael Martin: Mættum aldrei til leiks Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var niðurlútur í leikslok. „Við mættum í raun aldrei til leiks. Þetta er ekki það Tindastóls lið sem ég þekki. Það komu kaflar þar sem varnarleikur okkar var ágætur en sóknarleikurinn okkar var einfaldlega ekki nógu góður. Það er ekki hægt að vinna hérna á sterkum heimavelli ÍR með svona spilamennsku. “ Israel taldi sína menn hafa verið ryðgaða í kvöld eftir langt jólafrí. „Útaf jólafríinu höfum við ekki náð að æfa nóg og það sást í kvöld. Við vorum ryðgaðir en þetta er ekki neitt sem við getum ekki lagað með meiri æfingartíma. Þá sagði Israel það ekki hafa verið leikplanið að skjóta jafn mörgum þriggja stiga skotum og raun bar vitni í kvöld. „Hver leikur þróast mismunandi. Það gekk ekki nægilega vel hjá okkur undir körfunni í kvöld og því leituðu mínir menn að skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Það segir sig sjálft að þegar að skotnýtingin þaðan er jafn slæm og í kvöld, vinnurðu ekki marga leiki í þessari deild. “
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum