Gluggaþvottur í Hörpu alls ekki fyrir lofthrædda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2018 21:00 Það er svo sannarlega ekki fyrir lofthrædda að annast gluggaþvott í tónlistarhúsinu Hörpu en byggingin er ekki síður þekkt fyrir sinn föngulega glerhjúp. Hjúpurinn samanstendur af fleiri þúsund rúðum sem þrífa þarf reglulega og er heilmikið verk. Glerhjúpurinn er um 12.000 fermetrar og samanstendur af hvorki meira né minna en 9.300 rúðum. Hann er hannaður af listamanninum Ólafi Elíassyni líkt og þekkt er en það eru verktakar sem annast regluleg þrif hjúpsins. „Þeir eru teknir einu sinni á ári að innan og utan og síðan höfum við farið, reyndar ekki nema einu sinni og þrifið inni í hjúpnum sjálfum. Það mæðir minna á þar,“ segir Sigurbjörn Sævarsson, starfsmaður hjá Sigmönnum ehf., sem annast gluggaþvottinn í Hörpu. Þegar hjúpurinn er þrifinn að innan hífa gluggaþvottamennirnir hvern annan upp í rjáfur Hörpunnar og þaðan síga þeir hægt og rólega niður, hlaðnir búnaði og pússa glerið, rúðu fyrir rúðu. Það getur tekið sinn tíma. Þegar hjúpurinn er þrifinn að utanverðu er yfirleitt notast við körfubíla en vandast svo málið þegar kemur að þeim hluta er snýr til sjávar. „Annað hérna næst bara úr körfubílnum og þá er því bara sinnt þannig. Þannig að við fáum að síga og svo er bara slembilukka hvort við lendum í sjónum eða hittum á bátinn sem bíður okkar,” segir Sigurbjörn. Hann segir ljóst að verkið sé ekki fyrir lofthrædda. „Það er allt í lagi smá lofthræðsla, það heldur manni á tánum að vera öruggur en það má ekki vera neitt meira en það.“ Sigurbjörn segir verkið í senn krefjandi og skemmtilegt. Þegar sólin getur það reynst erfitt við gluggaþvottinn en þá er aðeins eitt til ráða. „Stundum þarf maður að hafa sólgleraugu, þó maður sé inni ef það er of bjart.” Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Það er svo sannarlega ekki fyrir lofthrædda að annast gluggaþvott í tónlistarhúsinu Hörpu en byggingin er ekki síður þekkt fyrir sinn föngulega glerhjúp. Hjúpurinn samanstendur af fleiri þúsund rúðum sem þrífa þarf reglulega og er heilmikið verk. Glerhjúpurinn er um 12.000 fermetrar og samanstendur af hvorki meira né minna en 9.300 rúðum. Hann er hannaður af listamanninum Ólafi Elíassyni líkt og þekkt er en það eru verktakar sem annast regluleg þrif hjúpsins. „Þeir eru teknir einu sinni á ári að innan og utan og síðan höfum við farið, reyndar ekki nema einu sinni og þrifið inni í hjúpnum sjálfum. Það mæðir minna á þar,“ segir Sigurbjörn Sævarsson, starfsmaður hjá Sigmönnum ehf., sem annast gluggaþvottinn í Hörpu. Þegar hjúpurinn er þrifinn að innan hífa gluggaþvottamennirnir hvern annan upp í rjáfur Hörpunnar og þaðan síga þeir hægt og rólega niður, hlaðnir búnaði og pússa glerið, rúðu fyrir rúðu. Það getur tekið sinn tíma. Þegar hjúpurinn er þrifinn að utanverðu er yfirleitt notast við körfubíla en vandast svo málið þegar kemur að þeim hluta er snýr til sjávar. „Annað hérna næst bara úr körfubílnum og þá er því bara sinnt þannig. Þannig að við fáum að síga og svo er bara slembilukka hvort við lendum í sjónum eða hittum á bátinn sem bíður okkar,” segir Sigurbjörn. Hann segir ljóst að verkið sé ekki fyrir lofthrædda. „Það er allt í lagi smá lofthræðsla, það heldur manni á tánum að vera öruggur en það má ekki vera neitt meira en það.“ Sigurbjörn segir verkið í senn krefjandi og skemmtilegt. Þegar sólin getur það reynst erfitt við gluggaþvottinn en þá er aðeins eitt til ráða. „Stundum þarf maður að hafa sólgleraugu, þó maður sé inni ef það er of bjart.”
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent