Pape greinir frá málinu á Facebook-síðu sinni. „Það er enginn vafi um það að þetta er mjög alvarlegt mál. Það er óverjandi að keyra undir áhrifum og getur haft miklar afleiðingar í för með sér. Nú verður sambýlismaður minn að taka út sína refsingu eins og aðrir. Afstaða mín til laga og reglna er sú sama og hún var í gær,“ segir ráðherrann.
Pape Poulsen er formaður danska Íhaldsflokksins og hefur gegnt embætti dómsmálaráðherra frá nóvember 2016 þegar fulltrúar Íhaldsflokksins og Frjálslynda bandalagsins (LA) tóku sæti í ríkisstjórn Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og formanns Venstre. Íhaldsflokkurinn og LA höfðu áður varið minnihlutastjórn Venstre vantrausti, ásamt Danska þjóðarflokknum.
Í embættistíð sinni hefur Pape hert ýmis lög og reglur. Þannig missa menn ökuréttindi í þrjú ár ef þeir aka bíl og mælast með 1,2 til 2,0 prómill í blóðinu.