Þorgerður Katrín stefnir á endurkjör í formannsembætti á landsþingi í mars Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2018 18:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar býður sig fram til endurkjörs á landsþingi flokksins í mars. Hún gæti hins vegar fengið mótframboð þar sem Þorsteinn Víglundsson íhugar að bjóða sig einnig fram til formanns eftir áskoranir frá flokksmönnum. Þegar rúmur hálfur mánuður var til alþingiskosninga í október sagði Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar óvænt af sér formennsku. En vikurnar á undan hafði flokkurinn varla mælst með þingmenn inni í könnunum. Sama dag tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við formennskunni eftir stíf fundarhöld í helstu stofnunum flokksins. Hún sækist áfram eftir að leiða flokkinn sem heldur flokksþing í marsmánuði. „Já það er alveg skýrt. Ég ætla að halda áfram að bjóða mig fram sem formaður Viðreisnar. Þetta eru búnir að vera skemmtilegir, krefjandi dagar og vikur sem ég hef verið formaður. Ég tók við Viðreisn á erfiðum tíma,“ segir Þorgerður Katrín.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Þorsteinn Víglundsson að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig einnig fram til formennsku. Hann hafi ekki tekið afstöðu til þess en óþarfi væri að draga þá ákvörðun um of á langinn. Hann muni hafa heildarhagsmuni flokksins að leiðarljósi við þá ákvörðun en menn ættu ekki að vera hræddir við að kjósa forystu á landsþingi. Hins vegar væru engar deilur um þessi mál innan flokksins eða milli hans og núverandi formanns. Þorgerður Katrín segir undanfarnar vikur sýna brýna þörf á Viðreisn á þingi. „Það er alveg ljóst að rödd Viðreisnar, frjálslyndra afla, þarf að vera sterk. Þess vegna er mikilvægt að við þéttum raðirnar og komum öflug til leiks. Því ríkisstjórnin mun ekki sjá um frjálslyndu hliðina í íslensku samfélagi,“ segir formaður Viðreisnar. Þá væru sveitarstjórnarkosningar fram undan í vor.Myndir þú líta þannig á ef Þorsteinn byði sig fram að þá væri hann að bjóða sig fram gegn þér? „Ég hef bara ekki hugsað út í það ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég hef verið að nýta mína krafta í að byggja upp flokkinn. Við erum á fullu varðandi sveitarstjórnarmál. Ég hef verið að fara víða um landið, tala við fólkið okkar. Það er það sem ég er að hugsa um þessa dagana. En ég hef alla tíð og áður en við komum inn á þing átt mjög gott samstarf við Þorstein Víglundsson,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. 24. janúar 2018 13:04 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar býður sig fram til endurkjörs á landsþingi flokksins í mars. Hún gæti hins vegar fengið mótframboð þar sem Þorsteinn Víglundsson íhugar að bjóða sig einnig fram til formanns eftir áskoranir frá flokksmönnum. Þegar rúmur hálfur mánuður var til alþingiskosninga í október sagði Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar óvænt af sér formennsku. En vikurnar á undan hafði flokkurinn varla mælst með þingmenn inni í könnunum. Sama dag tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við formennskunni eftir stíf fundarhöld í helstu stofnunum flokksins. Hún sækist áfram eftir að leiða flokkinn sem heldur flokksþing í marsmánuði. „Já það er alveg skýrt. Ég ætla að halda áfram að bjóða mig fram sem formaður Viðreisnar. Þetta eru búnir að vera skemmtilegir, krefjandi dagar og vikur sem ég hef verið formaður. Ég tók við Viðreisn á erfiðum tíma,“ segir Þorgerður Katrín.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Þorsteinn Víglundsson að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig einnig fram til formennsku. Hann hafi ekki tekið afstöðu til þess en óþarfi væri að draga þá ákvörðun um of á langinn. Hann muni hafa heildarhagsmuni flokksins að leiðarljósi við þá ákvörðun en menn ættu ekki að vera hræddir við að kjósa forystu á landsþingi. Hins vegar væru engar deilur um þessi mál innan flokksins eða milli hans og núverandi formanns. Þorgerður Katrín segir undanfarnar vikur sýna brýna þörf á Viðreisn á þingi. „Það er alveg ljóst að rödd Viðreisnar, frjálslyndra afla, þarf að vera sterk. Þess vegna er mikilvægt að við þéttum raðirnar og komum öflug til leiks. Því ríkisstjórnin mun ekki sjá um frjálslyndu hliðina í íslensku samfélagi,“ segir formaður Viðreisnar. Þá væru sveitarstjórnarkosningar fram undan í vor.Myndir þú líta þannig á ef Þorsteinn byði sig fram að þá væri hann að bjóða sig fram gegn þér? „Ég hef bara ekki hugsað út í það ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég hef verið að nýta mína krafta í að byggja upp flokkinn. Við erum á fullu varðandi sveitarstjórnarmál. Ég hef verið að fara víða um landið, tala við fólkið okkar. Það er það sem ég er að hugsa um þessa dagana. En ég hef alla tíð og áður en við komum inn á þing átt mjög gott samstarf við Þorstein Víglundsson,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. 24. janúar 2018 13:04 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00
Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. 24. janúar 2018 13:04