Stjórnarliðar töldu skýrslubeiðni beinast gegn "vitlausum ráðherra“ Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2018 19:00 Sá óvenjulegi atburður gerðist á Alþingi í dag að beiðni þingmanna um skýrslur frá fjármálaráðherra var tekin af dagskrá eftir að mikil andstaða kom fram við hana. Stjórnarþingmenn og fjármálaráðherra töldu að skýrslubeiðnum væri ekki beint á réttan stað. Þingmenn sex þingflokka höfðu skrifað sig á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra sem kom til atkvæða á Alþingi í dag. Það var Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sem var fyrsti flutningsmaður á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra um hvernig tekist hefði til að verða við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis eftir hrunið. Venjulega fara slíkar beiðnir í gegnum þingið mótatkvæðalaust. En nú brá svo við að töluverð andstaða var við skýrslubeiðnirnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki sáttur við að skýrslubeiðnunum væri beint til hans ráðuneytis. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst sem að þessi skýrslubeiðni hér sé verulega vanhugsuð. Það er í fyrsta lagi þannig að það er óeðlilegt að fela ráðuneyti að segja þinginu hvernig ábendingar sem fram koma í rannsóknarskýrslu sem ein og sér beinist ekki að einhverju tilteknu ráðuneyti, heldur eru almennar ábendingar víða út í samfélagið, hafi gengið eftir,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra lagðist ekki gegn innihaldi beiðninnar en taldi réttar að beina skýrslubeiðninni til Alþingis. Undir þetta tóku margir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn stjórnarflokkanna hvöttu skýrslubeiðanda að draga beiðni sína til baka og óska þess í stað eftir að Alþingi skipaði nefnd um málið. „Og kortleggi með hvaða hætti ábendingunum hefur verið fylgt eftir. Hvort þær hafi komið til framkvæmda og svo framvegis. Hvernig okkur hefur miðað áfram,“ sagði Óli Björn. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaráðuneytið heldur ekki hafa almennt eftirlitshlutverk með stjórnsýslunni. „Þarna er verið að beina málinu gegn vitlausum ráðherra,“ sagði Birgir og uppskar mikinn hlátur í þingsal. „Það er verið að beina í raun og veru ábendingum ...það er grautað saman hlutum sem varða stjórnsýsluna annars vegar og öðrum þáttum ríkisvaldsins hins vegar,“ sagði Birgir. Eftir nokkrar umræður sættist Björn Leví Gunnarsson frummælandi skýrslubeiðnanna á að draga beiðnir sínar til baka að sinni. „Og langar til að kvarta aðeins undan því að gagnrýnin hafi komið fram fyrst á þingfundinum. En ekki í þessum nýju vinnubrögðum í stjórnmálunum og svo framvegis áður en þingfundur hófst,“ sagði Björn Leví. Alþingi Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Sá óvenjulegi atburður gerðist á Alþingi í dag að beiðni þingmanna um skýrslur frá fjármálaráðherra var tekin af dagskrá eftir að mikil andstaða kom fram við hana. Stjórnarþingmenn og fjármálaráðherra töldu að skýrslubeiðnum væri ekki beint á réttan stað. Þingmenn sex þingflokka höfðu skrifað sig á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra sem kom til atkvæða á Alþingi í dag. Það var Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sem var fyrsti flutningsmaður á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra um hvernig tekist hefði til að verða við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis eftir hrunið. Venjulega fara slíkar beiðnir í gegnum þingið mótatkvæðalaust. En nú brá svo við að töluverð andstaða var við skýrslubeiðnirnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki sáttur við að skýrslubeiðnunum væri beint til hans ráðuneytis. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst sem að þessi skýrslubeiðni hér sé verulega vanhugsuð. Það er í fyrsta lagi þannig að það er óeðlilegt að fela ráðuneyti að segja þinginu hvernig ábendingar sem fram koma í rannsóknarskýrslu sem ein og sér beinist ekki að einhverju tilteknu ráðuneyti, heldur eru almennar ábendingar víða út í samfélagið, hafi gengið eftir,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra lagðist ekki gegn innihaldi beiðninnar en taldi réttar að beina skýrslubeiðninni til Alþingis. Undir þetta tóku margir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn stjórnarflokkanna hvöttu skýrslubeiðanda að draga beiðni sína til baka og óska þess í stað eftir að Alþingi skipaði nefnd um málið. „Og kortleggi með hvaða hætti ábendingunum hefur verið fylgt eftir. Hvort þær hafi komið til framkvæmda og svo framvegis. Hvernig okkur hefur miðað áfram,“ sagði Óli Björn. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaráðuneytið heldur ekki hafa almennt eftirlitshlutverk með stjórnsýslunni. „Þarna er verið að beina málinu gegn vitlausum ráðherra,“ sagði Birgir og uppskar mikinn hlátur í þingsal. „Það er verið að beina í raun og veru ábendingum ...það er grautað saman hlutum sem varða stjórnsýsluna annars vegar og öðrum þáttum ríkisvaldsins hins vegar,“ sagði Birgir. Eftir nokkrar umræður sættist Björn Leví Gunnarsson frummælandi skýrslubeiðnanna á að draga beiðnir sínar til baka að sinni. „Og langar til að kvarta aðeins undan því að gagnrýnin hafi komið fram fyrst á þingfundinum. En ekki í þessum nýju vinnubrögðum í stjórnmálunum og svo framvegis áður en þingfundur hófst,“ sagði Björn Leví.
Alþingi Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira