Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2018 23:01 Lögmenn Trump eru sagðir vilja koma því þannig fyrir að forsetinn þurfi aðeins að svara hluta spurninga Mueller (t.h.) í persónu. Vísir/Getty Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, ætlar að reyna að ræða við Donald Trump forseta á næstu vikum um ákvarðanir hans um að reka forstjóra alríkislögreglunnar FBI og þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Washington Post greindi frá þessu í kvöld. Blaðið hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsmenn Mueller hafi gefið það til kynna við starfsmenn Hvíta hússins að þeir hafi fyrst og fremst áhuga á brottrekstrum James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, og Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump og hvernig þeir komu til. Einnig eru rannsakendurnir sagðir áhugasamir um stormasamt samband Trump við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, sem hann hefur ítrekað gagnrýnt opinberlega. Rannsakendurnir vilji komast að því hvort að einhvers konar mynstur hafi verið í hegðun forsetans. Allt þetta þykir benda til þess að Mueller og starfsmenn hans beini nú sjónum sínum sérstaklega að því hvort að Trump eða bandamenn hans hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar eða draga úr henni tennurnar á annan hátt.Trump lýsti meðal annars við Comey þeirri ósk sinni að hann gæti látið rannsóknina á Michael Flynn niður falla í fyrra.Vísir/AFPÓttast um Trump ef hann þarf að mæta MuellerLögmenn Trump eru sagðir hafa lagt drög að tilboði til Mueller um að Trump svari sumum spurningum beint í viðtali en leggi fram skrifleg svör við öðrum. Washington Post segir að sumir vinir og ráðgjafar Trump óttist afleiðingarnar ef hann þarf að ræða beint við Mueller og rannsakendur hans, meðal annars vegna þess hversu ónákvæmur forsetinn er í orðavali og hversu gjarn hann er að ýkja. Fyrr í dag greindi New York Times frá því að starfsmenn Mueller hefðu rætt ítarlega við Comey í fyrra og við Sessions í síðustu viku. Trump rak Comey í maí og sagði síðan að ástæðan hefði verið rannsókn FBI á meintu samráði framboðs hans við Rússa. Í kjölfarið var Mueller falið að taka við rannsókninni fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Flynn var rekinn eftir innan við mánuði í starfi þjóðaröryggisráðgjafa eftir að á daginn kom að hann hafði logið að Mike Pence, varaforseta, um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Pence var ekki sá eini sem Flynn laug að. Hann játaði að hafa logið að FBI um samskiptin í desember. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, ætlar að reyna að ræða við Donald Trump forseta á næstu vikum um ákvarðanir hans um að reka forstjóra alríkislögreglunnar FBI og þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Washington Post greindi frá þessu í kvöld. Blaðið hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsmenn Mueller hafi gefið það til kynna við starfsmenn Hvíta hússins að þeir hafi fyrst og fremst áhuga á brottrekstrum James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, og Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump og hvernig þeir komu til. Einnig eru rannsakendurnir sagðir áhugasamir um stormasamt samband Trump við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, sem hann hefur ítrekað gagnrýnt opinberlega. Rannsakendurnir vilji komast að því hvort að einhvers konar mynstur hafi verið í hegðun forsetans. Allt þetta þykir benda til þess að Mueller og starfsmenn hans beini nú sjónum sínum sérstaklega að því hvort að Trump eða bandamenn hans hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar eða draga úr henni tennurnar á annan hátt.Trump lýsti meðal annars við Comey þeirri ósk sinni að hann gæti látið rannsóknina á Michael Flynn niður falla í fyrra.Vísir/AFPÓttast um Trump ef hann þarf að mæta MuellerLögmenn Trump eru sagðir hafa lagt drög að tilboði til Mueller um að Trump svari sumum spurningum beint í viðtali en leggi fram skrifleg svör við öðrum. Washington Post segir að sumir vinir og ráðgjafar Trump óttist afleiðingarnar ef hann þarf að ræða beint við Mueller og rannsakendur hans, meðal annars vegna þess hversu ónákvæmur forsetinn er í orðavali og hversu gjarn hann er að ýkja. Fyrr í dag greindi New York Times frá því að starfsmenn Mueller hefðu rætt ítarlega við Comey í fyrra og við Sessions í síðustu viku. Trump rak Comey í maí og sagði síðan að ástæðan hefði verið rannsókn FBI á meintu samráði framboðs hans við Rússa. Í kjölfarið var Mueller falið að taka við rannsókninni fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Flynn var rekinn eftir innan við mánuði í starfi þjóðaröryggisráðgjafa eftir að á daginn kom að hann hafði logið að Mike Pence, varaforseta, um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Pence var ekki sá eini sem Flynn laug að. Hann játaði að hafa logið að FBI um samskiptin í desember.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Sjá meira
Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45