Verð til ferðamanna komið að þolmörkum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. janúar 2018 08:30 Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa þurft að glíma við miklar innlendar kostnaðarhækkanir og gengsstyrkingu. Vísir/Pjetur Ferðaþjónustufyrirtæki hefðu þurft að hækka verð um 66 prósent í evrum til þess að geta haft sömu framlegð í íslenskum krónum árið 2017 og árið 2012. Miklar innlendar kostnaðarhækkanir og gengisstyrking krónunnar á umliðnum árum hafa haft víðtæk áhrif á rekstur fyrirtækja í atvinnugreininni. Er verð komið að þolmörkum og ólíklegt að unnt sé að hækka það enn frekar. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Alexanders Eðvardssonar, meðeiganda á skatta- og lögfræðisviði KPMG, á málstofu sem Íslenski ferðaklasinn og KPMG buðu til um samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu í gærmorgun. Alexander benti meðal annars á að innlendir kostnaðarliðir ferðaþjónustufyrirtækja hefðu hækkað verulega á milli áranna 2012 og 2017. Þannig hefði vísitala neysluverðs hækkað um 11,5 prósent, launavísitala um 44,3 prósent og byggingarvísitala um 15,9 prósent. Á sama tíma hefði gengi krónunnar styrkst gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum viðskiptalanda Íslands. Nam styrkingin gagnvart breska pundinu til dæmis 32,3 prósentum. Hann tók tilbúið dæmi um fyrirtæki sem seldi þjónustu á föstu verði í evrum og tæki á sig innlendar kostnaðarhækkanir. Afleiðingin yrði sú að hlutfall rekstrarhagnaðar fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) af rekstrartekjum færi úr 20 prósentum árið 2012 og yrði neikvæð um 39 prósent árið 2017. Ef fyrirtækið héldi hins vegar söluverði í krónum óbreyttu öll sex árin, þá myndi söluverð þjónustunnar í evrum hækka um 35 prósent, samkvæmt útreikningum Alexanders.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Markaðir Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki hefðu þurft að hækka verð um 66 prósent í evrum til þess að geta haft sömu framlegð í íslenskum krónum árið 2017 og árið 2012. Miklar innlendar kostnaðarhækkanir og gengisstyrking krónunnar á umliðnum árum hafa haft víðtæk áhrif á rekstur fyrirtækja í atvinnugreininni. Er verð komið að þolmörkum og ólíklegt að unnt sé að hækka það enn frekar. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Alexanders Eðvardssonar, meðeiganda á skatta- og lögfræðisviði KPMG, á málstofu sem Íslenski ferðaklasinn og KPMG buðu til um samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu í gærmorgun. Alexander benti meðal annars á að innlendir kostnaðarliðir ferðaþjónustufyrirtækja hefðu hækkað verulega á milli áranna 2012 og 2017. Þannig hefði vísitala neysluverðs hækkað um 11,5 prósent, launavísitala um 44,3 prósent og byggingarvísitala um 15,9 prósent. Á sama tíma hefði gengi krónunnar styrkst gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum viðskiptalanda Íslands. Nam styrkingin gagnvart breska pundinu til dæmis 32,3 prósentum. Hann tók tilbúið dæmi um fyrirtæki sem seldi þjónustu á föstu verði í evrum og tæki á sig innlendar kostnaðarhækkanir. Afleiðingin yrði sú að hlutfall rekstrarhagnaðar fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) af rekstrartekjum færi úr 20 prósentum árið 2012 og yrði neikvæð um 39 prósent árið 2017. Ef fyrirtækið héldi hins vegar söluverði í krónum óbreyttu öll sex árin, þá myndi söluverð þjónustunnar í evrum hækka um 35 prósent, samkvæmt útreikningum Alexanders.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Markaðir Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira