Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var spurður af Donald Trump hvort að hann væri með sér í liði þegar Rosenstein heimsótti Hvíta húsið í desember á síðasta ári. CNN greinir frá.
Það féll í skaut Rosenstein að skipa Robert Mueller, sérstakan rannsakanda ráðuneytisins, á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa, vegna þess að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði sig frá Rússarannsókninni vegna hagsmunaárekstra.
Trump er sagður vilja losna við Rosenstein en heimildarmenn CNN segja að reiði Trump hafi ítrekað beinst gegn Rosenstein síðustu vikurnar.
CNN greinir frá því að Rosenstein hafi heimsótt Hvíta húsið í desember í von um að fá stuðning frá Trump í því að koma í veg fyrir að Devin Nunes, formaður njósnamálanefndar Bandaríkjaþings, gæti krafist þess að fá rannsóknargögn.
Trump virðist þó haft aðrar hugmyndir og greinir CNN frá því að hann hafi haft meiri áhuga á því að fá upplýsingar um framgang rannsóknar Mueller. Þá er hann eins og fyrr segir sagður hafa spurt Rosenstein hvort hann væri „með sér í liði,“ að því er CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum.
Spurningin er sögð hafa komið Rosenstein á óvart og á hann að hafa komið sér undan því að svara spurningum um rannsóknina, en Rosenstein er æðsti yfirmaður hennar.
„Auðvitað erum við allir með þér í liði, herra forseti,“ er Rosenstein sagður hafa svarað Trump, nokkuð vandræðalega.
„Ertu með mér í liði?“

Tengdar fréttir

Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller
Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI.

FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert
ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert.

Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins
Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon.