Þau eru svo eftirsótt Íslandsmið Gunnar Valur Sveinsson skrifar 31. janúar 2018 07:00 Umferð erlendra hópbifreiða með hópa á Íslandi er ekki ný af nálinni. Í gegnum tíðina hafa hópar ferðamanna komið til landsins með rútum, fyrst og fremst í gegnum Seyðisfjörð, ferðast um landið og farið svo til baka sömu leið. Undanfarin ár hefur borið á nýbreytni á þessu sviði þar sem hópbifreiðar skráðar innan ESB, á forræði erlendra fyrirtækja, hafa komið hingað til lands með erlenda bílstjóra og selt þjónustu sína erlendum fyrirtækjum sem sent hafa hópa hingað til lands. Sama hefur einnig átt við um erlendar ferðaskrifstofur sem hafa sent hingað erlent starfsfólk til að sinna leiðsögn erlendra hópa í samkeppni við innlenda leiðsögn sem ber virðisaukaskatt. Lögum um útselda starfsmenn hefur ekki verið hægt að beita þar sem þau eiga aðeins við ef kaupandi þjónustu er innlendur aðili en auk þess er hópbifreið ekki skilgreind sem starfsstöð. Þá hefur eftirlit með VSK-skyldu erlendra fyrirtækja ekki gengið sem skyldi, viðurlög hafa ekki verið nógu afgerandi og erlend fyrirtæki því vanvirt skráningu.Vaxandi umsvif Umfang erlendra ferðaþjónustufyrirtækja hefur magnast mikið undanfarin ár en segja má að samkeppnisstaða þeirra hafi batnað til muna þegar íslensk ferðaþjónusta var gerð VSK-skyld 1. janúar 2016. Erlendir aðilar sem ekki eru á VSK-skrá hér á landi leggja ekki VSK á sína sölu og eykur það framlegð þeirra og samkeppnisforskot. Ætla má að fjöldi erlendra hópbifreiða sem voru í starfsemi á Íslandi sumarið 2017 hafi verið um 30 talsins á móti 10 sumarið 2016. Einnig hefur erlendum ferðaskrifstofum með leiðsögumenn í skipulögðum ferðum verið að fjölga en þær skiptu tugum sumarið 2017. Ef ekkert verður að gert má gera ráð fyrir að umfangið vaxi mikið og samkeppnishæfni innlendra ferðaþjónustufyrirtækja versni. Sú erlenda starfsemi sem hér um ræðir greiðir ekki skatta og skyldur hér á landi og starfmenn eru á launum langt undir því sem kjarasamningar gera ráð fyrir. Norðurlönd hafa lengi tekist á við starfsemi erlendra hópbifreiða, sérstaklega frá láglaunalöndum í Austur-Evrópu. Sumarið 2017 var 371 af 736 hópbifreiðum, eða rúmur helmingur hópbifreiða á Kaupmannahafnarsvæðinu, rekin af erlendum óskráðum aðilum. Í því skyni að sporna við starfsemi erlendra aðila hafa dönsk hópbifreiðasamtök farið þess á leit við ESB og dönsk stjórnvöld að ákvæði um takmörkun á dagafjölda hópbifreiða í öðru landi en heimalandi verði í samræmi við það sem tíðkast í vöruflutningum í nýrri flutningatilskipun ESB. Norðmenn ákváðu fyrir skömmu að fara þá leið að takmarka dagafjölda sem erlendir aðilar gætu verið með starfsemi í landinu. Sú framkvæmd var ekki samþykkt af ESA og því fóru Norðmenn þá leið að setja skilyrði um lágmarkslaun. Eftirlit á þeim vettvangi er þó aðeins mögulegt gagnvart norskum lögaðilum sem kaupa þjónustu erlendra aðila.Bregðast þarf við Samtök ferðaþjónustunnar og aðilar vinnumarkaðarins hafa lengi bent stjórnvöldum á mikilvægi þess að lög og reglur um starfsemi erlendra aðila hér á landi séu skýr og að eftirlit geti átt sér stað á fyrri stigum. Einnig þurfa lög um réttindi á íslenskum vinnumarkaði að ná til allra sem hér starfa, líka hópbifreiða og leiðsögumanna. Þá hefur verið bent á að þeir erlendu aðilar sem starfa hér á landi þurfa að vera á VSK-skrá til að gæta jafnræðis við innlenda aðila. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld átti sig á þeim alvarleika sem vinnumarkaðurinn stendur frammi fyrir ef óskráðum erlendum aðilum er gefinn óheftur aðgangur að eftirsóttum Íslandsmiðum á ferðaþjónustumarkaði. Bregðast þarf við með skýrum og ótvíræðum aðgerðum. Höfundur er verkefnastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Umferð erlendra hópbifreiða með hópa á Íslandi er ekki ný af nálinni. Í gegnum tíðina hafa hópar ferðamanna komið til landsins með rútum, fyrst og fremst í gegnum Seyðisfjörð, ferðast um landið og farið svo til baka sömu leið. Undanfarin ár hefur borið á nýbreytni á þessu sviði þar sem hópbifreiðar skráðar innan ESB, á forræði erlendra fyrirtækja, hafa komið hingað til lands með erlenda bílstjóra og selt þjónustu sína erlendum fyrirtækjum sem sent hafa hópa hingað til lands. Sama hefur einnig átt við um erlendar ferðaskrifstofur sem hafa sent hingað erlent starfsfólk til að sinna leiðsögn erlendra hópa í samkeppni við innlenda leiðsögn sem ber virðisaukaskatt. Lögum um útselda starfsmenn hefur ekki verið hægt að beita þar sem þau eiga aðeins við ef kaupandi þjónustu er innlendur aðili en auk þess er hópbifreið ekki skilgreind sem starfsstöð. Þá hefur eftirlit með VSK-skyldu erlendra fyrirtækja ekki gengið sem skyldi, viðurlög hafa ekki verið nógu afgerandi og erlend fyrirtæki því vanvirt skráningu.Vaxandi umsvif Umfang erlendra ferðaþjónustufyrirtækja hefur magnast mikið undanfarin ár en segja má að samkeppnisstaða þeirra hafi batnað til muna þegar íslensk ferðaþjónusta var gerð VSK-skyld 1. janúar 2016. Erlendir aðilar sem ekki eru á VSK-skrá hér á landi leggja ekki VSK á sína sölu og eykur það framlegð þeirra og samkeppnisforskot. Ætla má að fjöldi erlendra hópbifreiða sem voru í starfsemi á Íslandi sumarið 2017 hafi verið um 30 talsins á móti 10 sumarið 2016. Einnig hefur erlendum ferðaskrifstofum með leiðsögumenn í skipulögðum ferðum verið að fjölga en þær skiptu tugum sumarið 2017. Ef ekkert verður að gert má gera ráð fyrir að umfangið vaxi mikið og samkeppnishæfni innlendra ferðaþjónustufyrirtækja versni. Sú erlenda starfsemi sem hér um ræðir greiðir ekki skatta og skyldur hér á landi og starfmenn eru á launum langt undir því sem kjarasamningar gera ráð fyrir. Norðurlönd hafa lengi tekist á við starfsemi erlendra hópbifreiða, sérstaklega frá láglaunalöndum í Austur-Evrópu. Sumarið 2017 var 371 af 736 hópbifreiðum, eða rúmur helmingur hópbifreiða á Kaupmannahafnarsvæðinu, rekin af erlendum óskráðum aðilum. Í því skyni að sporna við starfsemi erlendra aðila hafa dönsk hópbifreiðasamtök farið þess á leit við ESB og dönsk stjórnvöld að ákvæði um takmörkun á dagafjölda hópbifreiða í öðru landi en heimalandi verði í samræmi við það sem tíðkast í vöruflutningum í nýrri flutningatilskipun ESB. Norðmenn ákváðu fyrir skömmu að fara þá leið að takmarka dagafjölda sem erlendir aðilar gætu verið með starfsemi í landinu. Sú framkvæmd var ekki samþykkt af ESA og því fóru Norðmenn þá leið að setja skilyrði um lágmarkslaun. Eftirlit á þeim vettvangi er þó aðeins mögulegt gagnvart norskum lögaðilum sem kaupa þjónustu erlendra aðila.Bregðast þarf við Samtök ferðaþjónustunnar og aðilar vinnumarkaðarins hafa lengi bent stjórnvöldum á mikilvægi þess að lög og reglur um starfsemi erlendra aðila hér á landi séu skýr og að eftirlit geti átt sér stað á fyrri stigum. Einnig þurfa lög um réttindi á íslenskum vinnumarkaði að ná til allra sem hér starfa, líka hópbifreiða og leiðsögumanna. Þá hefur verið bent á að þeir erlendu aðilar sem starfa hér á landi þurfa að vera á VSK-skrá til að gæta jafnræðis við innlenda aðila. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld átti sig á þeim alvarleika sem vinnumarkaðurinn stendur frammi fyrir ef óskráðum erlendum aðilum er gefinn óheftur aðgangur að eftirsóttum Íslandsmiðum á ferðaþjónustumarkaði. Bregðast þarf við með skýrum og ótvíræðum aðgerðum. Höfundur er verkefnastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun