Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2018 19:55 Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna svokölluðu Bítla. Vísir/AFP Sýrlenskir Kúrdar hafa handsamað síðustu tvo meðlimi alræmds hóps erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“. Fjórmenningarnir pyntuðu vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna svokölluðu Bítla. Yfirvöld Bandaríkjanna segja þá fjóra hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. Emwazi gekk einnig undir nafninu „Böðull Íslamska ríkisins“ eftir að myndbönd voru birt af honum myrða James Foley, Steven Sotloff og fleiri. Emwazi var felldur í loftárás árið 2015. Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og nú hafa Kúrdar handsamað þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh. Allir fjórir voru frá Vestur-Lundúnum og voru þeir kallaðir „Bítlarnir“ vegna hreims þeirra.Samkvæmt frétt New York Times voru þeir Kotey og Elsheikh handsamaðir í síðasta mánuði af Syrian Democratic Forces í Efrat-dalnum, nærri landamærum Írak, þar sem samtökin berjast við Íslamska ríkið. Grunur lék á að þeir væru erlendir vígamenn og staðfestu sérsveitarmenn Bandaríkjanna það með fingraförum þeirra.Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir Kotey hafa pyntað fjölda fanga meðal annars með rafmagni og með því að drekkja þeim. Talið er að hann hafi fengið nokkra breska ríkisborgara til að ganga til liðs við ISIS. Elsheikh fór til Sýrlands og gekk til liðs við al-Qaeda áður en hann lýsti yfir hollustu við Íslamska ríkið. Hann var þekktur fyrir að krossfesta fanga samtakanna. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafi haldið því leyndu að þeir hefðu verið handsamaðir. Það hefði verið gert á meðan verið væri að nýta það sem þeir hefðu gefið upp og aðrar upplýsingar sem öfluðust með handsömun þeirra. Sýrland Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Móðir bandarísks blaðamanns biðlar til leiðtoga IS Móðir Stevens Sotloff biður leiðtoga IS um að sleppa syni sínum í myndbandi sem birt var í dag. 27. ágúst 2014 16:50 IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Staðfesta dauða Jihadi John Íslamska ríkið birti langa minningargrein um Bretann Mohammed Emwazi, sem var böðull samtakanna. 19. janúar 2016 23:00 Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Breskir fjölmiðlar hafa nú dregið upp mynd af hinum 27 ára Mohammed Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. 28. febrúar 2015 16:06 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar hafa handsamað síðustu tvo meðlimi alræmds hóps erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“. Fjórmenningarnir pyntuðu vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna svokölluðu Bítla. Yfirvöld Bandaríkjanna segja þá fjóra hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. Emwazi gekk einnig undir nafninu „Böðull Íslamska ríkisins“ eftir að myndbönd voru birt af honum myrða James Foley, Steven Sotloff og fleiri. Emwazi var felldur í loftárás árið 2015. Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og nú hafa Kúrdar handsamað þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh. Allir fjórir voru frá Vestur-Lundúnum og voru þeir kallaðir „Bítlarnir“ vegna hreims þeirra.Samkvæmt frétt New York Times voru þeir Kotey og Elsheikh handsamaðir í síðasta mánuði af Syrian Democratic Forces í Efrat-dalnum, nærri landamærum Írak, þar sem samtökin berjast við Íslamska ríkið. Grunur lék á að þeir væru erlendir vígamenn og staðfestu sérsveitarmenn Bandaríkjanna það með fingraförum þeirra.Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir Kotey hafa pyntað fjölda fanga meðal annars með rafmagni og með því að drekkja þeim. Talið er að hann hafi fengið nokkra breska ríkisborgara til að ganga til liðs við ISIS. Elsheikh fór til Sýrlands og gekk til liðs við al-Qaeda áður en hann lýsti yfir hollustu við Íslamska ríkið. Hann var þekktur fyrir að krossfesta fanga samtakanna. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafi haldið því leyndu að þeir hefðu verið handsamaðir. Það hefði verið gert á meðan verið væri að nýta það sem þeir hefðu gefið upp og aðrar upplýsingar sem öfluðust með handsömun þeirra.
Sýrland Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Móðir bandarísks blaðamanns biðlar til leiðtoga IS Móðir Stevens Sotloff biður leiðtoga IS um að sleppa syni sínum í myndbandi sem birt var í dag. 27. ágúst 2014 16:50 IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Staðfesta dauða Jihadi John Íslamska ríkið birti langa minningargrein um Bretann Mohammed Emwazi, sem var böðull samtakanna. 19. janúar 2016 23:00 Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Breskir fjölmiðlar hafa nú dregið upp mynd af hinum 27 ára Mohammed Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. 28. febrúar 2015 16:06 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11
„Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01
Móðir bandarísks blaðamanns biðlar til leiðtoga IS Móðir Stevens Sotloff biður leiðtoga IS um að sleppa syni sínum í myndbandi sem birt var í dag. 27. ágúst 2014 16:50
IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25
Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28
Staðfesta dauða Jihadi John Íslamska ríkið birti langa minningargrein um Bretann Mohammed Emwazi, sem var böðull samtakanna. 19. janúar 2016 23:00
Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Breskir fjölmiðlar hafa nú dregið upp mynd af hinum 27 ára Mohammed Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. 28. febrúar 2015 16:06