Teslan mun hendast út úr sólkerfinu eða brenna upp Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2018 15:00 Bíllinn með gínu um borð nálgast braut jarðar aftur 1. september 2019 þegar hann verður í sólnánd sporbrautar sinnar. SpaceX Rafbíllinn sem geimferðafyrirtækið SpaceX skaut út í geim í vikunni er kominn út fyrir braut tunglsins og stefnir hraðbyri út í sólkerfið, út fyrir braut Mars. Sérfræðingar segja að bílnum verði á endanum annað hvort slöngvað út úr sólkerfinu eða að hann brenni upp nálægt sólinni. Upphaflega áætlaði SpaceX að Tesla Roadster-bifreiðin færi á braut um sólina sem væri í sólfirð við sporbraut reikistjörnunnar Mars. Elon Musk, eigandi SpaceX, birti hins vegar skýringarmynd í gær sem benti til þess að bíllinn myndi líklega ná alla leið út í smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters. Teslan var farmur Falcon Heavy-eldflaugar fyrirtækisins sem fór í sitt fyrsta tilraunaflug á þriðjudag. Eldflaugin er sú öflugasta sem nú er í notkun í heiminum. Nú hefur SpaceX hins vegar uppfært útreikninga sína og segir að braut bílsins muni ná aðeins út fyrir braut Mars eins og upphaflega stóð til, að því er segir í frétt Spaceflight Now. Þegar Teslan verður næst Mars í byrjun júní verður hún í um 111 milljón kílómetra fjarlægð. Fjærsti punktur sporbrautar bílsins er í um 254 milljón kílómetra fjarlægð frá sólinni 19. nóvember.Þyngdarkraftur Júpíters hefur sitt að segja Musk hefur sagt að Teslan verði á braut sinni um sólkerfið á milli jarðarinnar og Mars í hundruð milljónir ára og jafnvel milljarða ára. Sérfræðingar segja hins vegar að tveir kraftar muni verka á bílinn sem verði til þess að hann endist ekki svo lengi. Í fyrsta lagi hefur þyngdartog Júpíters áhrif á fyrirbæri í smástirnabeltinu og mun að líkindum einnig breyta sporbraut Teslunnar. Þá geta örlitlar breytingar á hitastigi valdið hröðun yfir tímaskeið sem er talið í milljónum ára sem gæti á endanum leitt til þess að bíllinn byrji að falla í átt að sólinni. Jonathan McDowell, stjörnufræðingur við Harvard-Smithsonian-stjarneðlisfræðimiðstöðina, telur að það verði keppni á milli þessara tveggja krafta um hvor örlög bílsins verða. „Flest smástirni í grennd við jörðina enda á því að gufa upp af völdum sólarinnar eða Júpíter slöngvar þeim út úr sólkerfinu. Bílar í grennd við jörðina ættu að gera það sama,“ segir Alan Fitzsimmons, stjörnufræðingur við Drottningarháskólann í Belfast á Norður-Írlandi, við Spaceflight Now. Samkvæmt útreikningum hans ætti Teslan hins vegar að halda sig á þessari braut að minnsta kosti næstu tíu þúsund árin. Eftir það byrji Júpíter að hafa meiri áhrif á brautina. Geimurinn Júpíter Mars Tengdar fréttir Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03 Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45 Síðasta myndin af Stjörnumanni Elon Musk Hann þeysist nú um geiminn á rauðum sportbíl sem Musk sjálfur átti eftir að hafa verið skotið út í geim í gær. 7. febrúar 2018 23:00 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Rafbíllinn sem geimferðafyrirtækið SpaceX skaut út í geim í vikunni er kominn út fyrir braut tunglsins og stefnir hraðbyri út í sólkerfið, út fyrir braut Mars. Sérfræðingar segja að bílnum verði á endanum annað hvort slöngvað út úr sólkerfinu eða að hann brenni upp nálægt sólinni. Upphaflega áætlaði SpaceX að Tesla Roadster-bifreiðin færi á braut um sólina sem væri í sólfirð við sporbraut reikistjörnunnar Mars. Elon Musk, eigandi SpaceX, birti hins vegar skýringarmynd í gær sem benti til þess að bíllinn myndi líklega ná alla leið út í smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters. Teslan var farmur Falcon Heavy-eldflaugar fyrirtækisins sem fór í sitt fyrsta tilraunaflug á þriðjudag. Eldflaugin er sú öflugasta sem nú er í notkun í heiminum. Nú hefur SpaceX hins vegar uppfært útreikninga sína og segir að braut bílsins muni ná aðeins út fyrir braut Mars eins og upphaflega stóð til, að því er segir í frétt Spaceflight Now. Þegar Teslan verður næst Mars í byrjun júní verður hún í um 111 milljón kílómetra fjarlægð. Fjærsti punktur sporbrautar bílsins er í um 254 milljón kílómetra fjarlægð frá sólinni 19. nóvember.Þyngdarkraftur Júpíters hefur sitt að segja Musk hefur sagt að Teslan verði á braut sinni um sólkerfið á milli jarðarinnar og Mars í hundruð milljónir ára og jafnvel milljarða ára. Sérfræðingar segja hins vegar að tveir kraftar muni verka á bílinn sem verði til þess að hann endist ekki svo lengi. Í fyrsta lagi hefur þyngdartog Júpíters áhrif á fyrirbæri í smástirnabeltinu og mun að líkindum einnig breyta sporbraut Teslunnar. Þá geta örlitlar breytingar á hitastigi valdið hröðun yfir tímaskeið sem er talið í milljónum ára sem gæti á endanum leitt til þess að bíllinn byrji að falla í átt að sólinni. Jonathan McDowell, stjörnufræðingur við Harvard-Smithsonian-stjarneðlisfræðimiðstöðina, telur að það verði keppni á milli þessara tveggja krafta um hvor örlög bílsins verða. „Flest smástirni í grennd við jörðina enda á því að gufa upp af völdum sólarinnar eða Júpíter slöngvar þeim út úr sólkerfinu. Bílar í grennd við jörðina ættu að gera það sama,“ segir Alan Fitzsimmons, stjörnufræðingur við Drottningarháskólann í Belfast á Norður-Írlandi, við Spaceflight Now. Samkvæmt útreikningum hans ætti Teslan hins vegar að halda sig á þessari braut að minnsta kosti næstu tíu þúsund árin. Eftir það byrji Júpíter að hafa meiri áhrif á brautina.
Geimurinn Júpíter Mars Tengdar fréttir Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03 Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45 Síðasta myndin af Stjörnumanni Elon Musk Hann þeysist nú um geiminn á rauðum sportbíl sem Musk sjálfur átti eftir að hafa verið skotið út í geim í gær. 7. febrúar 2018 23:00 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03
Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45
Síðasta myndin af Stjörnumanni Elon Musk Hann þeysist nú um geiminn á rauðum sportbíl sem Musk sjálfur átti eftir að hafa verið skotið út í geim í gær. 7. febrúar 2018 23:00
Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00