Körfubolti

Gríska fríkið hoppaði yfir andstæðing í einni troðslunni sinni í nótt | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Giannis Antetokounmpo.
Giannis Antetokounmpo. Vísir/Getty
Giannis Antetokounmpo átti rosalega troðslu í NBA-deildinni í nótt þegar lið hans Milwaukee Bucks sótti sigur í Madison Square Garden í New York.

Giannis Antetokounmpo eða „Gríska fríkið“ eins og hann er kallaður sýndi magnaðan stökkkraft sinn í nótt þegar hann hreinlega hoppaði yfir einn leikmann New York áður en hann tróð boltanum í körfuna.

Troðslan kom í hraðaupphlaupi þar sem Giannis Antetokounmpo fékk háa sendingu frá liðsfélaga sínum Khris Middleton og hoppaði yfir Tim Hardaway Jr. áður en hann tróð.

Tim Hardaway Jr. er enginn strumpur því hann er 198 sentímetrar á hæð og það var því magnað að sjá hinn 211 sentímetra Giannis Antetokounmpo hoppa yfir hann.

„Ég tók ekki eftir Tim Hardaway undir mér. Ég reyndi bara að ná boltanum,“ sagði Giannis Antetokounmpo eftir leikinn.  „Þetta var annars slæm sending frá Khris Middleton,“ grínaðist Giannis með þegar blaðamennirnir hópuðust í kringum hann eftir leikinn.

Troðsluna hans Antetokounmpo má sjá hér fyrir neðan.





Menn voru fljótir að rifja upp heimsfræga troðslu Vince Carter á Ólympíuleikunum í Syndey 2000 en hann hoppaði þá yfir 218 sentímetra Frakka. Þá nefndi fólk einnig troðslu LeBron James yfir bakvörðinn John Lucas III á tímabilinu 2011-12.





 





 





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×