Haukeland-háskólasjúkrahúsið í Bergen verður fyrsta sjúkrahúsið í Noregi sem ræður til starfa ímam, það er leiðtoga múslima. Til að byrja með verður ímaminn í 20 prósenta starfi í eitt ár. Hann fær greitt af því fjármagni sem ætlað er til þjónustu presta við sjúkrahúsið.
Á mörgum öðrum norskum sjúkrahúsum starfa svokallaðir menningarráðgjafar sem sinna meðal annars ýmsum verkefnum ímams. Menningarráðgjafarnir eiga að veita starfsmönnum upplýsingar sem þeir þurfa á að halda í samskiptum við sjúklinga frá öðrum menningarheimi og með aðrar lífsskoðanir.
Ráða ímam á norskan spítala
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
![Sjúkrahús í Bergen býður múslimum þjónustu ímams.](https://www.visir.is/i/21B714D1702FD5021B647A24CD9BDF2AC18211322F7C286CB617037012693E99_713x0.jpg)