Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2018 17:26 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. Hefur minnisblaðið verið sent til þingsins sem hefur birt það opinberlega. Devin Nunes, formaður njósnamálanefndar bandaríkjaþings, lét taka það saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa.Lesa má minnisblaðið umdeilda hér.Í minnisblaðinu er því meðal annars haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum á vafasömum grundvelli. Er því haldið fram að FBI og ráðuneytið hafi ekki greint dómara frá því að krafa þeirra um heimild til að njósna um tiltekinn starfsmann framboðs Trump hafi að hluta til verið byggð á gögnum úr afar umdeildri skýrslu sem skrifuð var af breskum fyrrverandi leyniþjónustumanni.Sjá einnig: Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsBirting minnisblaðsins er afar umdeild en dómsmálaráðuneytið, FBI og demókratar lögðust harðlega gegn því að það yrði birt. Sagði FBI meðal annars að efnislegar staðreyndir sem hefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðinga í minnisblaðinu hafi þar verið skildar eftir út undan. Gaf Trump til kynna á Twitter í dag að minnisblaðið sýndi fram á að æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI hafi spillt hinu „heilaga rannsóknarferli“ með því að hygla demókrötum á kostnað repúblikana. Óvíst er hvaða áhrif birting minnisblaðsins mun hafa en Washington Post greinir einnig frá því að að embættismenn innan löggæslustofnanna í Bandaríkjunum óttist að Trump muni nota minnisblaðið sem ástæðu til þess að reka Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna og æðsta yfirmann Robert Mueller, sérstaks rannsakanda í Rússarannsókninni. Talið er líklegt að Trump vonist til þess að með birtingu minnisblaðsins muni fjara undan rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tengslum framboðs Trump við Rússa, sem verið hefur honum þyrnir í augum að undanförnu.The top Leadership and Investigators of the FBI and the Justice Department have politicized the sacred investigative process in favor of Democrats and against Republicans - something which would have been unthinkable just a short time ago. Rank & File are great people!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Taka saman „minnisblaðið“ og árásir Trump-liða á löggæslustofnanir „Þetta er það sem gerist þegar eina reglan heima hjá þér er: Ef þér líkar ekki við einkaþjóninn, þá rekum við einkaþjóninn.“ 2. febrúar 2018 16:51 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. Hefur minnisblaðið verið sent til þingsins sem hefur birt það opinberlega. Devin Nunes, formaður njósnamálanefndar bandaríkjaþings, lét taka það saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa.Lesa má minnisblaðið umdeilda hér.Í minnisblaðinu er því meðal annars haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum á vafasömum grundvelli. Er því haldið fram að FBI og ráðuneytið hafi ekki greint dómara frá því að krafa þeirra um heimild til að njósna um tiltekinn starfsmann framboðs Trump hafi að hluta til verið byggð á gögnum úr afar umdeildri skýrslu sem skrifuð var af breskum fyrrverandi leyniþjónustumanni.Sjá einnig: Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsBirting minnisblaðsins er afar umdeild en dómsmálaráðuneytið, FBI og demókratar lögðust harðlega gegn því að það yrði birt. Sagði FBI meðal annars að efnislegar staðreyndir sem hefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðinga í minnisblaðinu hafi þar verið skildar eftir út undan. Gaf Trump til kynna á Twitter í dag að minnisblaðið sýndi fram á að æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI hafi spillt hinu „heilaga rannsóknarferli“ með því að hygla demókrötum á kostnað repúblikana. Óvíst er hvaða áhrif birting minnisblaðsins mun hafa en Washington Post greinir einnig frá því að að embættismenn innan löggæslustofnanna í Bandaríkjunum óttist að Trump muni nota minnisblaðið sem ástæðu til þess að reka Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna og æðsta yfirmann Robert Mueller, sérstaks rannsakanda í Rússarannsókninni. Talið er líklegt að Trump vonist til þess að með birtingu minnisblaðsins muni fjara undan rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tengslum framboðs Trump við Rússa, sem verið hefur honum þyrnir í augum að undanförnu.The top Leadership and Investigators of the FBI and the Justice Department have politicized the sacred investigative process in favor of Democrats and against Republicans - something which would have been unthinkable just a short time ago. Rank & File are great people!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Taka saman „minnisblaðið“ og árásir Trump-liða á löggæslustofnanir „Þetta er það sem gerist þegar eina reglan heima hjá þér er: Ef þér líkar ekki við einkaþjóninn, þá rekum við einkaþjóninn.“ 2. febrúar 2018 16:51 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Taka saman „minnisblaðið“ og árásir Trump-liða á löggæslustofnanir „Þetta er það sem gerist þegar eina reglan heima hjá þér er: Ef þér líkar ekki við einkaþjóninn, þá rekum við einkaþjóninn.“ 2. febrúar 2018 16:51
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent