Stjórnarþingmenn reyna enn að breyta lögum um brottnám líffæra Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2018 12:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm. Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. Nánasti vandamaður hins látna gæti þó lagst gegn líffæratöku. Framsóknarþingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson leggja frumvarpið fram og mælti Silja Dögg fyrir því á Alþingi í gær. „Nema má á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til að nota við læknismeðferð annars annars einstaklings, hafi hinn látni verið sjálfráða og ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans,“ sagði Silja Dögg í framsögu sinni á Alþingi í gær. Leggist nánasti vandamaður hins vegar gegn þessu mætti þó ekki nema líffæri á bott úr hinum látna. Löngin myndu taka gildi hinn 1. janúar á næsta ári en fram að gildistöku skuli velferðarráðuneytið kynna efni þess fyrir landsmönnum. Silja Dögg leggur frumvarpið nú fram í fimta sinn en áður hafði Sif Friðleifsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins lagt frumvarpið fram í tvígang. „Í gildandi lögum um brottnám líffæra númber 16/1991 er miðað við að líffæri eða lífræn efni verði ekki numin brott úr líkama látins mannsnema fyrir liggi samþykki hans eða nánasta vandamanns hans fyrir því. Saman ber 1. og 2. málsgrein annarrar greinar laganna.,“ sagði Silja Dögg. Verði frumvarpið að lögum yrði þessu hins vegar snúið við og miðað við ætlað samþykki nema ástæða væri til að ætla annað. „Frumvarpinu til grundvallar að eðlilegra sé að gera ráð fyrir því að fólk vilji koma náunga í neyð til hjálpar með því að gefa líffæri og lífræn efni að sér látnum en ekki. Af þessum sökum sé eðlilegra að löggjöf endurspegli viðhorf um ætlað samþykki en ætlaða neitun vegna líffæragjafar,“ sagði Silja Dögg. Með frumvarpinu sé þó staðinn vörður umsjálfsákvörðunarrétt fólks um eigin líkama með því að gera óheimilt að nema á brott líffæri eða lífræn efni hafi einstaklingar lýst sig andvíga því eða brottnám talið vera í bága við vilja þeirra. Fólk gæti komið andstöðu sinni á framfæri við Landlæknisemættið hvað þetta varðar. Við ræðum þetta mál og fleiri við Silju Dögg í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun, sem er í opinni dagskrá og beinni útsendingu frá klukkan 12:20. Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira
Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. Nánasti vandamaður hins látna gæti þó lagst gegn líffæratöku. Framsóknarþingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson leggja frumvarpið fram og mælti Silja Dögg fyrir því á Alþingi í gær. „Nema má á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til að nota við læknismeðferð annars annars einstaklings, hafi hinn látni verið sjálfráða og ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans,“ sagði Silja Dögg í framsögu sinni á Alþingi í gær. Leggist nánasti vandamaður hins vegar gegn þessu mætti þó ekki nema líffæri á bott úr hinum látna. Löngin myndu taka gildi hinn 1. janúar á næsta ári en fram að gildistöku skuli velferðarráðuneytið kynna efni þess fyrir landsmönnum. Silja Dögg leggur frumvarpið nú fram í fimta sinn en áður hafði Sif Friðleifsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins lagt frumvarpið fram í tvígang. „Í gildandi lögum um brottnám líffæra númber 16/1991 er miðað við að líffæri eða lífræn efni verði ekki numin brott úr líkama látins mannsnema fyrir liggi samþykki hans eða nánasta vandamanns hans fyrir því. Saman ber 1. og 2. málsgrein annarrar greinar laganna.,“ sagði Silja Dögg. Verði frumvarpið að lögum yrði þessu hins vegar snúið við og miðað við ætlað samþykki nema ástæða væri til að ætla annað. „Frumvarpinu til grundvallar að eðlilegra sé að gera ráð fyrir því að fólk vilji koma náunga í neyð til hjálpar með því að gefa líffæri og lífræn efni að sér látnum en ekki. Af þessum sökum sé eðlilegra að löggjöf endurspegli viðhorf um ætlað samþykki en ætlaða neitun vegna líffæragjafar,“ sagði Silja Dögg. Með frumvarpinu sé þó staðinn vörður umsjálfsákvörðunarrétt fólks um eigin líkama með því að gera óheimilt að nema á brott líffæri eða lífræn efni hafi einstaklingar lýst sig andvíga því eða brottnám talið vera í bága við vilja þeirra. Fólk gæti komið andstöðu sinni á framfæri við Landlæknisemættið hvað þetta varðar. Við ræðum þetta mál og fleiri við Silju Dögg í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun, sem er í opinni dagskrá og beinni útsendingu frá klukkan 12:20.
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira