Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2018 23:57 Fujimori er 79 ára gamall og heilsuveill. Vísir/AFP Sakamáladómstóll í Perú hefur úrskurðað að hægt sé að saksækja Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins, vegna morða vopnaðra sveita í forsetatíð hans þrátt fyrir að núverandi forseti Perú hafi náðað Fujimori í desember. Fujimori hafði aðeins afplánað innan við helming tuttugu og fimm ára fangelsisdóms vegna mannréttindabrota og spillingar þegar Pedro Pablo Kuczynski, forseti Perú, náðaði hann í lok síðasta árs. Margir landsmenns telja að Kuczynski hafi látið pólitíska hagsmuni sína ráða för þegar hann náðaði fyrrverandi forsetann. Forsetinn vísaði til mannúðar en Fujimori hefur átt við heilsubrest að stríða. Dómstóll komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að náðnunin næði ekki yfir mál frá 1992 þegar vopnaðar sveitir sem studdu stjórnarherinn myrtu sex manns í bænum Pativilca. Fujimori getur áfrýjað úrskurðinum. Í stjórnartíð sinni háði Fujimori harða hildi gegn uppreisnarmönnum í Skínandi stígnum. Tók hann sér meðal annars alræðisvald með stuðningi hersins. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa heimilað dauðasveitum að myrða fólk án dóms og laga árið 2009. Tveimur árum fyrr hafði Fujimori verið dæmdur í fangelsi fyrir mútur og misnotkun valds. Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Sakamáladómstóll í Perú hefur úrskurðað að hægt sé að saksækja Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins, vegna morða vopnaðra sveita í forsetatíð hans þrátt fyrir að núverandi forseti Perú hafi náðað Fujimori í desember. Fujimori hafði aðeins afplánað innan við helming tuttugu og fimm ára fangelsisdóms vegna mannréttindabrota og spillingar þegar Pedro Pablo Kuczynski, forseti Perú, náðaði hann í lok síðasta árs. Margir landsmenns telja að Kuczynski hafi látið pólitíska hagsmuni sína ráða för þegar hann náðaði fyrrverandi forsetann. Forsetinn vísaði til mannúðar en Fujimori hefur átt við heilsubrest að stríða. Dómstóll komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að náðnunin næði ekki yfir mál frá 1992 þegar vopnaðar sveitir sem studdu stjórnarherinn myrtu sex manns í bænum Pativilca. Fujimori getur áfrýjað úrskurðinum. Í stjórnartíð sinni háði Fujimori harða hildi gegn uppreisnarmönnum í Skínandi stígnum. Tók hann sér meðal annars alræðisvald með stuðningi hersins. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa heimilað dauðasveitum að myrða fólk án dóms og laga árið 2009. Tveimur árum fyrr hafði Fujimori verið dæmdur í fangelsi fyrir mútur og misnotkun valds.
Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30
Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31