Gera þarf betur hvað varðar mannréttindi intersex-fólks Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 20:00 Á Íslandi skortir víðtækari jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna. Þá eru mannréttindi intersex fólks oft virt að vettugi, bæði hérlendis og erlendis, þegar gripið er til óþarfa skurðaðgerða, jafnvel þegar ung börn eiga í hlut. Þetta var meðal þess sem var til umræðu á málþingi um mannréttindi intersex fólks sem fram fór í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Piet de Bruyn, skýrslugjafi Evrópuráðsins um réttindi hinsegin fólks og höfundur skýrslu ráðsins um mannréttindi intersex fólks. „Intersex-fólk fæðist með kyneinkenni sem passa hvorki við hugmyndir um karlkyn né kvenkyn. Það er aðeins öðruvísi en það er allt og sumt. Það þarf ekki að laga það, það þarf ekki að lækna það, það þarf bara að virða þetta fólk sem manneskjur,“ segir de Bruyn, í samtali við Stöð2. Rannsóknir sýna að um 1,7% Evrópubúa fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og eru þessir einstaklingar oft látnir sæta óafturkræfum inngripum á borð við skurðaðgerðir eða hormónameðferðir í þeim tilgangi að laga kyneinkenni að væntingum um dæmigert útlit og form. Slík inngrip eru jafnvel gerð á mjög ungum börnum en þetta hafa mannréttindasamtök lengi gagnrýnt.Margar leiðir til að gera betur „Þótt það væri bara ein manneskja í Evrópu ættum við að líta á þetta sem mjög alvarlegt mannréttindabrot,“ segir de Bruyn. Í skýrslu Evrópuráðsins eru gefin ráðgefandi fyrirmæli um hvernig ríki geti gert bragarbót á. Meðal þess sem lagt er til er að fresta líkamlegu inngripi þar til einstaklingur getur sjálfur tekið þátt í ákvörðuninni, bætt heilbrigðisþjónusta sem sniðin er að þörfum intersex-fólks, sveigjanlegri löggjöf um skráningu kyns, bann við hvers konar mismunun gegn intersex-fólki og síðast en ekki síst, vitundarvakning á meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks. Ísland er engin undantekning hvað þetta varðar en þróunin virðist vera í rétta átt að sögn de Bruyn sem staddur er hér á landi sérstaklega til að taka þátt í ráðstefnunni og vekja máls á mannréttindum intersex-fólks. „Ég hef heyrt að það sé pólitískur vilji til að breyta lögunum og laga þau að mannréttindum og það tel ég mjög mikilvægt. Ég er hér til að styðja þá hugmynd að setja ný lög um þessi mál.“ Að málþinginu í dag stóðu mannréttindasamtökin Intersex Ísland, Samtökin 78, Íslandsdeild Amnesty International og Mannréttindaskrifstofa Íslands. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Á Íslandi skortir víðtækari jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna. Þá eru mannréttindi intersex fólks oft virt að vettugi, bæði hérlendis og erlendis, þegar gripið er til óþarfa skurðaðgerða, jafnvel þegar ung börn eiga í hlut. Þetta var meðal þess sem var til umræðu á málþingi um mannréttindi intersex fólks sem fram fór í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Piet de Bruyn, skýrslugjafi Evrópuráðsins um réttindi hinsegin fólks og höfundur skýrslu ráðsins um mannréttindi intersex fólks. „Intersex-fólk fæðist með kyneinkenni sem passa hvorki við hugmyndir um karlkyn né kvenkyn. Það er aðeins öðruvísi en það er allt og sumt. Það þarf ekki að laga það, það þarf ekki að lækna það, það þarf bara að virða þetta fólk sem manneskjur,“ segir de Bruyn, í samtali við Stöð2. Rannsóknir sýna að um 1,7% Evrópubúa fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og eru þessir einstaklingar oft látnir sæta óafturkræfum inngripum á borð við skurðaðgerðir eða hormónameðferðir í þeim tilgangi að laga kyneinkenni að væntingum um dæmigert útlit og form. Slík inngrip eru jafnvel gerð á mjög ungum börnum en þetta hafa mannréttindasamtök lengi gagnrýnt.Margar leiðir til að gera betur „Þótt það væri bara ein manneskja í Evrópu ættum við að líta á þetta sem mjög alvarlegt mannréttindabrot,“ segir de Bruyn. Í skýrslu Evrópuráðsins eru gefin ráðgefandi fyrirmæli um hvernig ríki geti gert bragarbót á. Meðal þess sem lagt er til er að fresta líkamlegu inngripi þar til einstaklingur getur sjálfur tekið þátt í ákvörðuninni, bætt heilbrigðisþjónusta sem sniðin er að þörfum intersex-fólks, sveigjanlegri löggjöf um skráningu kyns, bann við hvers konar mismunun gegn intersex-fólki og síðast en ekki síst, vitundarvakning á meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks. Ísland er engin undantekning hvað þetta varðar en þróunin virðist vera í rétta átt að sögn de Bruyn sem staddur er hér á landi sérstaklega til að taka þátt í ráðstefnunni og vekja máls á mannréttindum intersex-fólks. „Ég hef heyrt að það sé pólitískur vilji til að breyta lögunum og laga þau að mannréttindum og það tel ég mjög mikilvægt. Ég er hér til að styðja þá hugmynd að setja ný lög um þessi mál.“ Að málþinginu í dag stóðu mannréttindasamtökin Intersex Ísland, Samtökin 78, Íslandsdeild Amnesty International og Mannréttindaskrifstofa Íslands.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent