„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hulda Hólmkelsdóttir og Jakob Bjarnar skrifa 16. febrúar 2018 16:21 Þó svörun við fyrirspurnum á alþingismenn hafi verið með ágætum, um 76 prósent, er þó talsverður hópur sem ekki hefur hirt um að ansa eðlilegum spurningum um ráðstöfun á almannafé. Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, kemst ekki á lista yfir þá þingmenn sem notið hafa akstursstyrks frá alþingi. „Því er auðsvarað. Ég er ekki einu sinni með bílpróf. Það hef ég aldrei tekið þannig að ég veit ekki einu sinni hvernig ég ætti að geta keyrt um mitt kjördæmi,“ segir Gunnar Hrafn í samtali við Vísi. Gunnar Hrafn er einn þeirra fyrrverandi þingmanna, þeirra sem sátu á þingi 2017 og athugunin tekur til, sem Vísir reyndi ítrekað að ná tali af í morgun og í dag. Gunnar Hrafn svaraði skilaboðum og setti sig samband við fréttastofuna nú síðdegis.Helsta niðurstaða umfangsmikillar úttektar Vísis, sem birt var fyrr í dag, er að þeir sem hafa verið þyngstir á fóðrunum við að fá aksturspeninga frá þinginu gefa sig ekki fram. Ekki hefur, þrátt fyrir mikla eftirfylgni, tekist að fylla topp tíu listann í þeim efnum. Enn vantar helming fólks á þann lista.Vilhjálmur í öðru sæti Komið hefur fram að Ásmundur Friðriksson er aksturskonungur þingsins, hann fékk 4,6 milljónir króna vegna aksturs fyrir árið 2017. Samkvæmt útreikningum FÍB er raunkostnaður vegna aksturs hans rúmlega 2 milljónir króna. Kjarninn greinir svo frá því að Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, skipi annað sætið á lista yfir þá sem mest fengu, eða tæplega 3,5 milljónir. Vilhjálmur er meðal þeirra sem ekki hafa svarað ítrekuðum fyrirspurnum Vísis og eða símhringingum. Vilhjálmur kemur óbeint inná þetta umræðuefni á Facebooksíðu sinni í dag þó hann hafi ekki komið því við að svara fyrirspurn Vísis. En þá birtir hann mynd af Ásmundi við flugvél og segir að hann fljúgi einnig.Gunnar Hrafn er ekki einu sinni með bílpróf þannig að ekki sótti hann í akstursfé alþingis.visir/stefánÞeir þingmenn sem þumbast við að svara Fyrir utan ráðherra, sem eru með einkabíl og bílstjóra þegar þau þurfa að fara um og þurfa því ekki á akstursgreiðslum að halda og þá Vilhjálm, má sjá lista yfir þá sem ekki svöruðu fyrirspurn Vísis hér neðar. Þeir hljóta þannig að teljast líklegir kandídatar á lista yfir akstursglaða þingmenn sem þó vilja ekki gefa sig fram í þessu samhengi:Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.Haraldur Benediktsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.Elsa Lára Arnardóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.Teitur Björn Einarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Birgir Ármannsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi. Vísir hefur, eftir að úttektin var birt, reynt eftir sem áður að ná sambandi við ofangreinda en án árangurs. Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, kemst ekki á lista yfir þá þingmenn sem notið hafa akstursstyrks frá alþingi. „Því er auðsvarað. Ég er ekki einu sinni með bílpróf. Það hef ég aldrei tekið þannig að ég veit ekki einu sinni hvernig ég ætti að geta keyrt um mitt kjördæmi,“ segir Gunnar Hrafn í samtali við Vísi. Gunnar Hrafn er einn þeirra fyrrverandi þingmanna, þeirra sem sátu á þingi 2017 og athugunin tekur til, sem Vísir reyndi ítrekað að ná tali af í morgun og í dag. Gunnar Hrafn svaraði skilaboðum og setti sig samband við fréttastofuna nú síðdegis.Helsta niðurstaða umfangsmikillar úttektar Vísis, sem birt var fyrr í dag, er að þeir sem hafa verið þyngstir á fóðrunum við að fá aksturspeninga frá þinginu gefa sig ekki fram. Ekki hefur, þrátt fyrir mikla eftirfylgni, tekist að fylla topp tíu listann í þeim efnum. Enn vantar helming fólks á þann lista.Vilhjálmur í öðru sæti Komið hefur fram að Ásmundur Friðriksson er aksturskonungur þingsins, hann fékk 4,6 milljónir króna vegna aksturs fyrir árið 2017. Samkvæmt útreikningum FÍB er raunkostnaður vegna aksturs hans rúmlega 2 milljónir króna. Kjarninn greinir svo frá því að Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, skipi annað sætið á lista yfir þá sem mest fengu, eða tæplega 3,5 milljónir. Vilhjálmur er meðal þeirra sem ekki hafa svarað ítrekuðum fyrirspurnum Vísis og eða símhringingum. Vilhjálmur kemur óbeint inná þetta umræðuefni á Facebooksíðu sinni í dag þó hann hafi ekki komið því við að svara fyrirspurn Vísis. En þá birtir hann mynd af Ásmundi við flugvél og segir að hann fljúgi einnig.Gunnar Hrafn er ekki einu sinni með bílpróf þannig að ekki sótti hann í akstursfé alþingis.visir/stefánÞeir þingmenn sem þumbast við að svara Fyrir utan ráðherra, sem eru með einkabíl og bílstjóra þegar þau þurfa að fara um og þurfa því ekki á akstursgreiðslum að halda og þá Vilhjálm, má sjá lista yfir þá sem ekki svöruðu fyrirspurn Vísis hér neðar. Þeir hljóta þannig að teljast líklegir kandídatar á lista yfir akstursglaða þingmenn sem þó vilja ekki gefa sig fram í þessu samhengi:Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.Haraldur Benediktsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.Elsa Lára Arnardóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.Teitur Björn Einarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Birgir Ármannsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi. Vísir hefur, eftir að úttektin var birt, reynt eftir sem áður að ná sambandi við ofangreinda en án árangurs.
Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?