„Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 23:42 Bænastund var haldin til minningar um þá sem létust í skotárásinni. Vísir/AFP Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. Móðirin, Lori Alhadeff, ávarpar Donald Trump Bandaríkjaforseta beint í viðtalinu og kallar eftir aðgerðum. Hinn nítján ára Nikolas Cruz skaut sautján til bana í árás á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída í gær. Lögregla handsamaði Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við skólann, um klukkustund eftir árásina.Sjá einnig: Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Cruz hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð og samkvæmt frétt BBC hefur hann játað aðild sína að árásinni. Hann er einnig talinn tengjast öfgahópum þjóðernissinna og var tvisvar tilkynntur til Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, vegna ógnandi hegðunar.„Þetta er ekki sanngjarnt“ Breska ríkisútvarpið hefur nafngreint fjögur fórnarlömb árásarinnar, þau Jamie Guttenberg, Nicholas Dworet og Alyssu Alhadeff, sem öll voru nemendur við skólann, og Aaron Feis, aðstoðarþjálfara fótboltaliðsins. Lori Alhadeff, móðir Alyssu Alhadeff, ávarpaði forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í tilfinningaþrungnu viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hún kallaði eftir aðgerðum og auknu öryggi barna í bandarískum skólum en viðtalið má horfa á í spilaranum hér að neðan. „Hvernig? Hvernig getum við leyft byssumönnum að ganga inn í skóla barnanna okkar. Hvernig komast þeir í gegnum öryggishlið?“ spurði Alhadeff. „Trump, þú segir, „hvað getum við gert?“ Þú getur komið í veg fyrir að byssurnar rati í hendur þessara barna. Settu málmleitarhlið við inngang skólanna. Hvað geturðu gert? Þú getur gert margt. Þetta er ekki sanngjarnt. Fjölskyldur okkar og börn fara í skólann og eru myrt.“Alhadeff hélt áfram og beindi orðum sínum aftur að Trump. „Ég eyddi síðustu tveimur klukkutímum í að skipuleggja jarðarför 14 ára dóttur minnar. Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“Sjá einnig: Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Trump vottaði aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar samúð sína í ávarpi í dag. Hann tileinkaði ræðuna bandarískum börnum og lagði áherslu á að aðgerða væri þörf en forðaðist þó að ræða fyrirætlanir ríkisins í þeim efnum. Forsetinn tjáði sig einnig um skotárásina á Twitter-reikningi sínum og sagði útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Þá sagði Trump að nauðsynlegt væri að tilkynna slíka hegðun til yfirvalda, „aftur og aftur“. Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Sjá meira
Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. Móðirin, Lori Alhadeff, ávarpar Donald Trump Bandaríkjaforseta beint í viðtalinu og kallar eftir aðgerðum. Hinn nítján ára Nikolas Cruz skaut sautján til bana í árás á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída í gær. Lögregla handsamaði Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við skólann, um klukkustund eftir árásina.Sjá einnig: Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Cruz hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð og samkvæmt frétt BBC hefur hann játað aðild sína að árásinni. Hann er einnig talinn tengjast öfgahópum þjóðernissinna og var tvisvar tilkynntur til Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, vegna ógnandi hegðunar.„Þetta er ekki sanngjarnt“ Breska ríkisútvarpið hefur nafngreint fjögur fórnarlömb árásarinnar, þau Jamie Guttenberg, Nicholas Dworet og Alyssu Alhadeff, sem öll voru nemendur við skólann, og Aaron Feis, aðstoðarþjálfara fótboltaliðsins. Lori Alhadeff, móðir Alyssu Alhadeff, ávarpaði forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í tilfinningaþrungnu viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hún kallaði eftir aðgerðum og auknu öryggi barna í bandarískum skólum en viðtalið má horfa á í spilaranum hér að neðan. „Hvernig? Hvernig getum við leyft byssumönnum að ganga inn í skóla barnanna okkar. Hvernig komast þeir í gegnum öryggishlið?“ spurði Alhadeff. „Trump, þú segir, „hvað getum við gert?“ Þú getur komið í veg fyrir að byssurnar rati í hendur þessara barna. Settu málmleitarhlið við inngang skólanna. Hvað geturðu gert? Þú getur gert margt. Þetta er ekki sanngjarnt. Fjölskyldur okkar og börn fara í skólann og eru myrt.“Alhadeff hélt áfram og beindi orðum sínum aftur að Trump. „Ég eyddi síðustu tveimur klukkutímum í að skipuleggja jarðarför 14 ára dóttur minnar. Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“Sjá einnig: Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Trump vottaði aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar samúð sína í ávarpi í dag. Hann tileinkaði ræðuna bandarískum börnum og lagði áherslu á að aðgerða væri þörf en forðaðist þó að ræða fyrirætlanir ríkisins í þeim efnum. Forsetinn tjáði sig einnig um skotárásina á Twitter-reikningi sínum og sagði útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Þá sagði Trump að nauðsynlegt væri að tilkynna slíka hegðun til yfirvalda, „aftur og aftur“.
Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Sjá meira
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45
Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35
Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45