Fangelsuð fyrir að fæða andvana barn og látin laus ellefu árum síðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 22:45 Teodora Vásquez naut lífsins í faðmi fjölskyldu sinnar eftir að henni var sleppt úr fangelsi í El Salvador í dag. Vísir/AFP Teodora Vásquez, sem fæddi andvana barn árið 2007 og var í kjölfarið dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð, var látin laus úr fangelsi í dag. Málið er talið lýsandi fyrir alvarlegar afleiðingar fóstureyðingabanns á borð við það sem gildir í mörgum löndum Mið-Ameríku, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Vásquez, sem nú er 35 ára gömul, var látin laus úr fangelsi í El Salvador í dag eftir að hafa afplánað nær 11 ár af 30 ára dómi sem hún hlaut fyrir morð á barni sínu. Sökuð um að koma viljandi af stað fóstureyðinguÞegar Vásquez var 24 ára gömul gekk hún með annað barn sitt. Á níunda mánuði meðgöngunnar fór Vásquez að finna fyrir miklum verkjum, sem leiddu til þess að hún missti meðvitund og var flutt á sjúkrahús þar sem hún fæddi andvana barn. Þegar Vásquez rankaði við sér á sjúkrahúsinu var hún sökuð um að hafa myrt barnið með því að hafa komið viljandi af stað fóstureyðingu. Sú reyndist að endingu ekki raunin og mildaði Hæstiréttur í El Salvador dóm Vásquez á þeim grundvelli að ekki hefðu fengist nægar vísindalegar sannanir fyrir því að Vásquez hefði misst fóstrið viljandi.Algjört bann við fóstureyðingum hefur alvarlegar afleiðingar Lög um algjört bann á fóstureyðingum hafa verið í gildi í El Salvador síðan árið 1998. Bannið gildir líka í þeim tilvikum þegar getnaður verður í kjölfar nauðgunar, þegar meðganga stofnar lífi konu í hættu og þegar fóstri er ekki hugað líf. Síðan þá hafa fjölmargar konur, sem hafa fósturlát eða fæða andvana börn, verið kærðar og dæmdar fyrir morð. Einhverjar þeirra hafa þó verið látnar lausar undanfarin misseri eftir harða baráttu mannréttindasamtaka. El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Teodora Vásquez, sem fæddi andvana barn árið 2007 og var í kjölfarið dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð, var látin laus úr fangelsi í dag. Málið er talið lýsandi fyrir alvarlegar afleiðingar fóstureyðingabanns á borð við það sem gildir í mörgum löndum Mið-Ameríku, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Vásquez, sem nú er 35 ára gömul, var látin laus úr fangelsi í El Salvador í dag eftir að hafa afplánað nær 11 ár af 30 ára dómi sem hún hlaut fyrir morð á barni sínu. Sökuð um að koma viljandi af stað fóstureyðinguÞegar Vásquez var 24 ára gömul gekk hún með annað barn sitt. Á níunda mánuði meðgöngunnar fór Vásquez að finna fyrir miklum verkjum, sem leiddu til þess að hún missti meðvitund og var flutt á sjúkrahús þar sem hún fæddi andvana barn. Þegar Vásquez rankaði við sér á sjúkrahúsinu var hún sökuð um að hafa myrt barnið með því að hafa komið viljandi af stað fóstureyðingu. Sú reyndist að endingu ekki raunin og mildaði Hæstiréttur í El Salvador dóm Vásquez á þeim grundvelli að ekki hefðu fengist nægar vísindalegar sannanir fyrir því að Vásquez hefði misst fóstrið viljandi.Algjört bann við fóstureyðingum hefur alvarlegar afleiðingar Lög um algjört bann á fóstureyðingum hafa verið í gildi í El Salvador síðan árið 1998. Bannið gildir líka í þeim tilvikum þegar getnaður verður í kjölfar nauðgunar, þegar meðganga stofnar lífi konu í hættu og þegar fóstri er ekki hugað líf. Síðan þá hafa fjölmargar konur, sem hafa fósturlát eða fæða andvana börn, verið kærðar og dæmdar fyrir morð. Einhverjar þeirra hafa þó verið látnar lausar undanfarin misseri eftir harða baráttu mannréttindasamtaka.
El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira