Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. febrúar 2018 20:30 Stefnt er að því að skýrar upplýsingar um kostnað og greiðslur til þingmanna verði brátt aðgengilegar á heimasíðu Alþingis. Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. Samkvæmt gildandi reglum er þingmönnum ætlaðar ýmsar aukagreiðslur. Þannig fá m.a. formenn nefnda, flokka og varaforsetar álag allt frá 15% og upp í 50% ofan á laun sín. Þingmenn utan af landi fá fasta mánaðarlega greiðslu og í sumum tilvikum álag að auki. Þá er greiddur ferðakostnaður án takmarkana fyrir akstur innan og utan kjördæmis. Ofan á þetta bætist svo kostnaður fyrir síma, tölvubúnað og svokallaður starfskostnaður.Tímabært að gera betur grein fyrir reglum Það er því ljóst að kostnaður skattborgara við hvern þingmann er oftast talsvert meiri en þingfararkaupið eitt. Hins vegar er erfitt fyrir hinn almenna borgara að henda reiður á því hver fær nákvæmlega hvað og hversu mikið. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tekur undir það að auka eigi gagnsæið í reglunum.„Ég held að það sé eðlilegt að við gerum miklu betur grein fyrir þessu og höfum opnara og aðgengilegra. Ég vona bara að góð samstaða geti tekist um það,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Hann segir markmiðið að upplýsingar um þessar aukagreiðslur verði öllum opnar, helst á vef Alþingis. Hann segir aftur á móti stuðst við opinberan taxta þegar aksturspeningar eru reiknaðir og því ekki á forræði þingsins að meta hvort þingmenn græði á slíkum greiðslum.Vill ekki ræða mál einstakra þingmanna Í Kastljósi í gær upplýsti Ásmundur Friðriksson að hann hefði þegið aksturspening í kosningabaráttu í prófkjöri en hann fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra. Þykir Steingrími eðlilegt að innheimta slíkan pening? „Ég ætla ekki að ræða þetta út frá málefnum einstaks þingmanns en það er alveg rétt að liður í þessari vinnu gæti verið að skerpa á því, framfylgni reglnanna.“Hafa þingmenn þá haft val um það sjálfir hvort þeir fylgi þessum reglum eða ekki?„Það er kannski ekki alveg bara þannig, en þessi regla eða viðmiðun er nú nýlega tilkomin og kannski hefur tekið svolítinn tíma að fella þetta allt saman undir hana.“Þá segir Steingrímur að til standi að taka reglurnar til endurskoðunar innan forsætisnefndar og sú vinna hafi raunar þegar verið hafin fyrir áramót. „Málið er á dagskrá í forsætisnefnd og ég held menn verði að sýna því aðeins skilning að nú þurfum við að fá tíma til að halda áfram þeirri vinnu,“ segir Steingrímur. Alþingi Tengdar fréttir „Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Sjá meira
Stefnt er að því að skýrar upplýsingar um kostnað og greiðslur til þingmanna verði brátt aðgengilegar á heimasíðu Alþingis. Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. Samkvæmt gildandi reglum er þingmönnum ætlaðar ýmsar aukagreiðslur. Þannig fá m.a. formenn nefnda, flokka og varaforsetar álag allt frá 15% og upp í 50% ofan á laun sín. Þingmenn utan af landi fá fasta mánaðarlega greiðslu og í sumum tilvikum álag að auki. Þá er greiddur ferðakostnaður án takmarkana fyrir akstur innan og utan kjördæmis. Ofan á þetta bætist svo kostnaður fyrir síma, tölvubúnað og svokallaður starfskostnaður.Tímabært að gera betur grein fyrir reglum Það er því ljóst að kostnaður skattborgara við hvern þingmann er oftast talsvert meiri en þingfararkaupið eitt. Hins vegar er erfitt fyrir hinn almenna borgara að henda reiður á því hver fær nákvæmlega hvað og hversu mikið. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tekur undir það að auka eigi gagnsæið í reglunum.„Ég held að það sé eðlilegt að við gerum miklu betur grein fyrir þessu og höfum opnara og aðgengilegra. Ég vona bara að góð samstaða geti tekist um það,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Hann segir markmiðið að upplýsingar um þessar aukagreiðslur verði öllum opnar, helst á vef Alþingis. Hann segir aftur á móti stuðst við opinberan taxta þegar aksturspeningar eru reiknaðir og því ekki á forræði þingsins að meta hvort þingmenn græði á slíkum greiðslum.Vill ekki ræða mál einstakra þingmanna Í Kastljósi í gær upplýsti Ásmundur Friðriksson að hann hefði þegið aksturspening í kosningabaráttu í prófkjöri en hann fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra. Þykir Steingrími eðlilegt að innheimta slíkan pening? „Ég ætla ekki að ræða þetta út frá málefnum einstaks þingmanns en það er alveg rétt að liður í þessari vinnu gæti verið að skerpa á því, framfylgni reglnanna.“Hafa þingmenn þá haft val um það sjálfir hvort þeir fylgi þessum reglum eða ekki?„Það er kannski ekki alveg bara þannig, en þessi regla eða viðmiðun er nú nýlega tilkomin og kannski hefur tekið svolítinn tíma að fella þetta allt saman undir hana.“Þá segir Steingrímur að til standi að taka reglurnar til endurskoðunar innan forsætisnefndar og sú vinna hafi raunar þegar verið hafin fyrir áramót. „Málið er á dagskrá í forsætisnefnd og ég held menn verði að sýna því aðeins skilning að nú þurfum við að fá tíma til að halda áfram þeirri vinnu,“ segir Steingrímur.
Alþingi Tengdar fréttir „Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Sjá meira
„Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44