Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2018 13:45 Minnst sautján eru dánir og fimtán særðir eftir skotárás Nikolas Cruz. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir útlit fyrir að þungvopnaður 19 ára maður sem skaut minnst sautján manns til bana í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Flórída í gær hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Trump segir honum hafa verið vikið úr skóla fyrir slæma og skringilega hegðu. Enn fremur sagði Trump að nauðsynlegt væri að tilkynna slíka hegðun til yfirvalda, „aftur og aftur“. Þetta sagði forsetinn í tísti sem hann tengdi við annað tíst frá þriðjudeginum sem fjallaði um stjórnmáladeilur um málefni innflytjenda. Trump hefur áður sagt að ástæða þess að fjöldamorð með skotvopnum séu svo algeng í Bandaríkjunum tengist geðheilsu og komi fjölda skotvopna í landinu ekki við. Árásarmaðurinn heitir Nikolas Cruz. Hann var handsamaður af lögreglu um klukkustund eftir árásina og er sagður svara spurningum lögregluþjóna. Hann hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð. Eins og áður sagði eru minnst sautján dánir eftir að Nikolas Cruz gekk inn í fyrrverandi skólann sinn og skaut þar úr hálfsjálfvirkum riffli af gerðinni AR-15. Fimmtán eru særðir. Um er að ræða mannskæðustu skotrárásina í skóla í Bandaríkjunum í fimm ár. Auk þess að vera vopnaður riffli var Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. Talið er að Cruz hafi komist af vettvangi með því að fela sig meðal nemenda sem flúðu skólann í hundruðatali. Cruz og yngri hálfbróðir hans voru ættleiddir af Lyndu og Roger Cruz þegar þeir voru ungabörn. Lynda Cruz lést úr lungnabólgu í nóvember og Roger úr hjartaáfalli fyrir nokkrum árum. Nikolas Cruz.Vísir/EPA Þegar hefur komið í ljós að nemendur skólans grínuðust sín á milli með það að ef einhver myndi gera árás á skólann yrði það Cruz. Jim Gard, sem kennir stærðfræði í skólanum, sagði Washington Post að Cruz hefði bara verið ósköp venjulegur unglingur. Hann hefði ekki verið með læti í tímum og hefði hagað sér eðlilega. Hins vegar hefðu stjórnendur skólans sent út tölvupóst í fyrra þar sem kennarar voru beðnir um að fylgjast með honum. Sömuleiðis segjast hjónin sem hann bjó hjá að hann hefði ekki sýnt neina hegðun sem gæfi í skyn að hann gæti verið svo ofbeldisfullur. Hann hafi verið þunglyndur og en aldrei beitt ofbeldi. Lögreglan segir þó að Cruz hafi sýnt „mjög, mjög óhugnanlega“ hegðun á samfélagsmiðlum. Blaðamenn Washington Post fundu Instagram síðu hans og þar hafði Cruz birt margar myndir af skotvopnum og minnst eina mynd af dauðum froski sem hann virtist hafa skotið. Blaðamenn CNN segja hann hafa sett inn athugasemdir á YouTube og víðar að hann hafi viljað skjóta fólk með riffli sínum., að hann vildi deyja á sama tíma og hann myrti fullt af fólki og að hann vildi skjóta myrða lögregluþjóna. Skotárásir í Bandaríkjunum eru mjög tíðar og þá virðast sérstaklega mörg fjöldamorð hafa verið framin í skólum þar í landi. AP fréttaveitan hefur tekið saman upplýsingar um árásir undanfarinna ára. -23. janúar 2018: Tveir nemendur dóu og fjórtán særðust þegar nemandi hóf skothríð við upphaf skóladags í Kentucky. Verið er að íhuga að rétta yfir fimmtán ára árásarmanninum sem fullorðnum aðila. -7. desember 2017: Tveir nemendur eru skotnir til bana af árásarmanni sem klæddi sig eins og nemandi í skóla í New Mexico. Árásarmaðurinn skaut sig svo til bana. Yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNews -13. september 2017: Fimmtán ára drengur dó og þrjár stúlkur særðust þegar annar fimmtán ára drengur skaut úr skammbyssu í skóla í Washington. -10. apríl 2017: Maður hóf skothríð í sérkennslu í skóla í Kaliforníu þar sem eiginkona hans vann. Hún og átta ára drengur dóu í árásinni og annað barn særðist. Maðurinn skaut sig svo til bana. -28. september 2016: Sex ára drengur dó á leikvelli við skóla í Suður-Karólínu þegar fjórtán ára drengur hóf þar skothríð. Drengurinn hafði þá einnig skotið faðir sinn til bana og særði hann annað barn og kennara. Hann var ákærður fyrir morð. -8. september 2016: Fjórtán ára stúlka skaut sig til bana eftir að hafa skotið og sært aðra stúlku í skóla í Texas. -14. desember 2012: Tuttugu ára gamall maður myrti 20 börn og sex kennara í Sandy Hook skólanum í Connecticut. Áður hafði hann myrt móður sína. Eftir árásina skaut hann sig til bana. -27. febrúar 2012: Þrír nemendur dóu og teir særðust í skotárás í skóla í Ohio. Réttað var yfir árásarmanninum, sem var sautján ára gamall, sem barni. -16. apríl 2007: Hinn 23 ára gamli Seung-Hui Cho myrti 32 á skólalóð Virgina Tech háskólans áður en hann svipti sig lífi. -20. apríl 1999: Þeir Eric Harris, 18, og Dylan Klebold, 17, myrtu tólf nemendur og kennara í Columbine skólanum í Colorado. Þeir særðu einnig 26 manns áður en þeir skutu sig til bana. Bandaríkin Donald Trump Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir útlit fyrir að þungvopnaður 19 ára maður sem skaut minnst sautján manns til bana í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Flórída í gær hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Trump segir honum hafa verið vikið úr skóla fyrir slæma og skringilega hegðu. Enn fremur sagði Trump að nauðsynlegt væri að tilkynna slíka hegðun til yfirvalda, „aftur og aftur“. Þetta sagði forsetinn í tísti sem hann tengdi við annað tíst frá þriðjudeginum sem fjallaði um stjórnmáladeilur um málefni innflytjenda. Trump hefur áður sagt að ástæða þess að fjöldamorð með skotvopnum séu svo algeng í Bandaríkjunum tengist geðheilsu og komi fjölda skotvopna í landinu ekki við. Árásarmaðurinn heitir Nikolas Cruz. Hann var handsamaður af lögreglu um klukkustund eftir árásina og er sagður svara spurningum lögregluþjóna. Hann hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð. Eins og áður sagði eru minnst sautján dánir eftir að Nikolas Cruz gekk inn í fyrrverandi skólann sinn og skaut þar úr hálfsjálfvirkum riffli af gerðinni AR-15. Fimmtán eru særðir. Um er að ræða mannskæðustu skotrárásina í skóla í Bandaríkjunum í fimm ár. Auk þess að vera vopnaður riffli var Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. Talið er að Cruz hafi komist af vettvangi með því að fela sig meðal nemenda sem flúðu skólann í hundruðatali. Cruz og yngri hálfbróðir hans voru ættleiddir af Lyndu og Roger Cruz þegar þeir voru ungabörn. Lynda Cruz lést úr lungnabólgu í nóvember og Roger úr hjartaáfalli fyrir nokkrum árum. Nikolas Cruz.Vísir/EPA Þegar hefur komið í ljós að nemendur skólans grínuðust sín á milli með það að ef einhver myndi gera árás á skólann yrði það Cruz. Jim Gard, sem kennir stærðfræði í skólanum, sagði Washington Post að Cruz hefði bara verið ósköp venjulegur unglingur. Hann hefði ekki verið með læti í tímum og hefði hagað sér eðlilega. Hins vegar hefðu stjórnendur skólans sent út tölvupóst í fyrra þar sem kennarar voru beðnir um að fylgjast með honum. Sömuleiðis segjast hjónin sem hann bjó hjá að hann hefði ekki sýnt neina hegðun sem gæfi í skyn að hann gæti verið svo ofbeldisfullur. Hann hafi verið þunglyndur og en aldrei beitt ofbeldi. Lögreglan segir þó að Cruz hafi sýnt „mjög, mjög óhugnanlega“ hegðun á samfélagsmiðlum. Blaðamenn Washington Post fundu Instagram síðu hans og þar hafði Cruz birt margar myndir af skotvopnum og minnst eina mynd af dauðum froski sem hann virtist hafa skotið. Blaðamenn CNN segja hann hafa sett inn athugasemdir á YouTube og víðar að hann hafi viljað skjóta fólk með riffli sínum., að hann vildi deyja á sama tíma og hann myrti fullt af fólki og að hann vildi skjóta myrða lögregluþjóna. Skotárásir í Bandaríkjunum eru mjög tíðar og þá virðast sérstaklega mörg fjöldamorð hafa verið framin í skólum þar í landi. AP fréttaveitan hefur tekið saman upplýsingar um árásir undanfarinna ára. -23. janúar 2018: Tveir nemendur dóu og fjórtán særðust þegar nemandi hóf skothríð við upphaf skóladags í Kentucky. Verið er að íhuga að rétta yfir fimmtán ára árásarmanninum sem fullorðnum aðila. -7. desember 2017: Tveir nemendur eru skotnir til bana af árásarmanni sem klæddi sig eins og nemandi í skóla í New Mexico. Árásarmaðurinn skaut sig svo til bana. Yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNews -13. september 2017: Fimmtán ára drengur dó og þrjár stúlkur særðust þegar annar fimmtán ára drengur skaut úr skammbyssu í skóla í Washington. -10. apríl 2017: Maður hóf skothríð í sérkennslu í skóla í Kaliforníu þar sem eiginkona hans vann. Hún og átta ára drengur dóu í árásinni og annað barn særðist. Maðurinn skaut sig svo til bana. -28. september 2016: Sex ára drengur dó á leikvelli við skóla í Suður-Karólínu þegar fjórtán ára drengur hóf þar skothríð. Drengurinn hafði þá einnig skotið faðir sinn til bana og særði hann annað barn og kennara. Hann var ákærður fyrir morð. -8. september 2016: Fjórtán ára stúlka skaut sig til bana eftir að hafa skotið og sært aðra stúlku í skóla í Texas. -14. desember 2012: Tuttugu ára gamall maður myrti 20 börn og sex kennara í Sandy Hook skólanum í Connecticut. Áður hafði hann myrt móður sína. Eftir árásina skaut hann sig til bana. -27. febrúar 2012: Þrír nemendur dóu og teir særðust í skotárás í skóla í Ohio. Réttað var yfir árásarmanninum, sem var sautján ára gamall, sem barni. -16. apríl 2007: Hinn 23 ára gamli Seung-Hui Cho myrti 32 á skólalóð Virgina Tech háskólans áður en hann svipti sig lífi. -20. apríl 1999: Þeir Eric Harris, 18, og Dylan Klebold, 17, myrtu tólf nemendur og kennara í Columbine skólanum í Colorado. Þeir særðu einnig 26 manns áður en þeir skutu sig til bana.
Bandaríkin Donald Trump Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26
Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45