Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 95-86 | Valur heldur sér á lífi í baráttunni um úrslitakeppni Anton Ingi Leifsson skrifar 15. febrúar 2018 22:00 King var í stuði í kvöld, einu sinni sem oftar. vísir/eyþór Valur heldur sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 95-86, í Valshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals í síðustu fimm leikjum. Mikill hraði var í leiknum í byrjun og liðin skiptust á að skora. Þórsarar voru ívið sterkari, voru að neyða Valsara í erfiðar sendingar og refsuðu eftir því. Valsarar voru samt sem áður ekki af baki dottnir og munurinn var ekki nema þrjú stig eftir fyrsta leikhlutann, 26-23, Þór í vil. Um miðjan annan leikhluta settu Valsarar úr þriðja gír í fimmta gír. Þeir breyttu stöðunni úr 25-28 í 37-28, en Þórsliðið skoraði ekki í tæpar fjórar mínútur í öðrum leikhluta. Afhroð Þórsara í öðrum leikhluta hélt áfram, þeir gátu varla keypt sér körfu og Valsmenn gengu á lagið, en þegar liðin gengu svo að endingu til búningsherbergja leiddu heimamenn með þrettán stiga mun, 53-40. Þriðja leikhlutann byrjuðu heimamenn af sama krafti og þann fyrri og Þórsarar voru áfram í miklum vandræðum. Heimamenn voru með tögl og haldir á leiknum, en af og til hertu gestirnir aðeins varnarleikinn og náðu að minnka muninn. Þeir komust þó ekki nær en átta stig í þriðja leikhlutanum og Valsmenn voru í kjörstöðu fyrir síðasta leikhlutann, með x stiga forskot, 78-62. Fjórði leikhlutinn var athyglisverður. Valsmenn hafa verið iðnir við það að missa niður dugleg forskot í fjórða leikhluta og það fór líklega um nokkra Valsmenn í stúkunni þegar Þór saxaði niður forskotið hægt og rólega. Munurinn fór mest í sex stig, en þá gáfu Valsmenn aftur í og náðu að sigla mikilvægum tveimur stigum í hús.Afhverju vann Valur? Liðið gjörsamlega keyrði yfir gestina í öðrum leikhluta. Þeir hentu upp rosalega góðri pressuvörn sem gestirnir réðu illa við og voru að hitta mikið, mikið betur. Varnarleikur Þórs var arfaslakur og Urald King nýtti sér hæðarmuninn inn í teig og sallaði niður stigunum. Þeir bjuggu sér til gott forskot í fyrri hálfleik sem þeir létu aldrei af hendi og unnu að lokum verðskuldaðan sigur.Hverjir stóðu upp úr? Urald King var afar góður og hitti úr ellefu af sextán skotum sínum innan teigs. Hann endaði með 26 stig og 40 framlagspunkta þar sem hann bætti við þrettán fráköstum. Þetta var algjör liðssigur hjá Val þar sem allir leikmenn lögðu lóð sín á vogaskálarnar, en það var fjarri lagi hjá Þór. Halldór Garðari endaði stigahæstur með 22 stig, en liðsboltinn, leikgleðin og fjörið sem hefur verið hjá Þór var hvergi sjáanlegt í kvöld. Þórsarar mega ekki við því að tapa sínum gildum.Tölfræðin sem vakti athygli Hitting Þórsara í fyrri hálfleik var lygilega slök. Liðið hafði einungis hitt boltanum fimm sinnum ofan í úr tuttugu tilraunum fyrir utan þriggja stiga línuna, en Valsarar höfðu mikla yfirburði í fráköstunum allan leikinn; 53 gegn 34. Valsarar nýttu stærðina, en sum fráköstin voru einfaldlega þannig að þeir bara hirtu boltann af Þórsurum sem voru máttlausir.Hvað gerist næst? Þór fær næst Hött í heimsókn og það eru einfaldlega skyldustig ætli Þór sér að halda sér áfram á lífi í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Valur fer hins vegar norður yfir heiðar og mætir þar hinu Þórsliðinu, Þór Akureyri. Þar getur Valur sett baráttuna um úrslitakeppnissæti upp í loft með sigri.Ágúst: Geggjuð liðsframmistaða „Ógeðslega mikilvægur sigur og geggjuð liðsframmistaða,” voru fyrstu viðbrögð Ágústar Björgvinssonar, þjálfara Vals, í samtali við Vísi í leikslok. „Það komu allir tólf inná í þessum leik og það lögðu allir eitthvað í púkkinn í þessum leik. Ég er virkilega stoltur af mínu liði og loksins náðum við að kreista fram sigur.” Urald King var stigahæstur hjá Val, en í liðinu voru margir að koma með stórt framlag. Algjör liðsframmistaða Vals sem Ágúst getur verið stoltur af. „Urald er búinn að vera frábær í allan vetur og er þvílíkur leiðtogi. Allir eru að gera eitthvað gott, bæði í vörn og sókn. Þetta var langt því frá fullkominn leikur hjá okkur, en okkar plan gekk upp og við erum ánægðir.” Valur hefur verið duglegt að missa niður forskot i fjórða leikhluta og Þórsarar söxuðu aðeins á forskotið í síðasta leikhlutanum. Ágúst viðurkennir að það var aðeins byrjað að fara um hann. „Já, ég get alveg viðurkennt það að það var farið að fara um mig. Við tókum nokkrar slæmar ákvarðarnir, en við hittum úr nokkrum góðum skotum og það kláraði þennan leik fyrir okkur.” „Við fengum mikið af opnum skotum gegn svæðisvörninni og brenndum af opnum skotum, en settum samt sem áður fullt niður,” en eru Valsmenn að horfa til síðasta sætisins í úrslitakeppninni? „Við hefðum þurft að vinna þennan leik með ellefu stigum og þá væri það betra, en það er bara bónus markmið. Markmið númer 1, 2 og 3 er að halda okkur í deildinni. Við viljum líka hugsa um okkar frammistöðu og erum sáttir við hana í vetur þótt að niðurstaðan hafi ekki verið alltaf eins og við höfum viljað.”Einar Árni: Talað um eins og að tapa gegn Þór og Hetti sé versta skömm í heimi „Það sem pirrar mig mest í dag að hvað við höfum verið góðir í síðustu fjórum til fimm leikjum, sýnt mikið hjarta, verið mikið lið og svo komum við í leik sem eflaust hefur læðst að fólki sem við ættum að vinna þá bryddum við upp á nýjungum sem hefur ekki sést í langan tíma.” Þetta sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, í samtali við Vísi í leikslok og virtist hundfúll með framlag sinna manna í leiknum í kvöld sem hefur oft verið betra. „Við vorum ekki góðir. Daprasta varnarframmistaða í allan vetur, teigurinn galopinn, réðum ekkert við King og buðum þeim bara upp í veislu. Fullt hrós á Val sem sýndi mikið hjarta og gaf allt sitt.” „Við töluðum um að mæta þeirra hjarta, en við vorum víðsfjarri í dag því miður,” en hæðarmunurinn hefur ekki aftrað Þór í síðustu leikjum þar sem samvinnan í varnarleiknum hefur verið til fyrirmyndar. Það breyttist algjörlega í dag. „Stundum lendir maður í vandræðum með einhver play, en í dag voru þetta bara einstaklings mistök hver á fætur öðrum þar sem menn gleyma sér bara, í einn og einn vörn eru menn bara slakir. Það er alveg fáránlega mikið af lay-upum sem eru skoruð í þessum leik. Það er okkar versta meðal í dag.” Þórsarar hafa verið að daðra við það að ógna Keflavík og liðunum þar fyrir ofan af alvöru krafti með frábærri frammistöðu í janúar. Þetta var eitt skref aftur á bak, en er Einar hættur að horfa upp fyrir sig núna? „Nei, en hann er fjarlægur. Við erum þokkalegir í stærðfræði og gerum okkur grein fyrir því að þetta var aldrei í okkar höndum. Við gerðum okkur mikið erfiðara fyrir núna en áður,” sagði Einar sem sagði umræðuna um Keflavík vera á mis. „Öll þessi umræða um Keflavík. Þeir unnu okkur um daginn og voru betri en við. Menn geta sagt allt um þá og auðvitað hafa þeir átt erfiðan vetur. Þeir hafa tapað fyrir Þór og Hetti, en það er talað um það eins og það sé versta skömm í heimi.” „Það gleymist stundum að hrósa þessum liðum fyrir flotta frammistöðu. Fyrir það fyrsta þurfum við að hugsa um okkur, vinna næsta leik og sjá hvort við getum búið til einhverja pressu.” „Við þurfum að treysta að Keflavík tapi næsti tveimur leikjum og við að vinna næstu tvo og sjá hvort þeir höndli þá pressu. Ef við ætlum að vinna næsta leik þurfum við að reisa leik okkar töluvert frá þessum leik í dag,” sem hrósaði Val að lokum: „Mig langar samt sem áður að ítreka það að Valsmenn voru geggjaðir í dag. Risa hjarta, vilji og liðsheild.” Dominos-deild karla
Valur heldur sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 95-86, í Valshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals í síðustu fimm leikjum. Mikill hraði var í leiknum í byrjun og liðin skiptust á að skora. Þórsarar voru ívið sterkari, voru að neyða Valsara í erfiðar sendingar og refsuðu eftir því. Valsarar voru samt sem áður ekki af baki dottnir og munurinn var ekki nema þrjú stig eftir fyrsta leikhlutann, 26-23, Þór í vil. Um miðjan annan leikhluta settu Valsarar úr þriðja gír í fimmta gír. Þeir breyttu stöðunni úr 25-28 í 37-28, en Þórsliðið skoraði ekki í tæpar fjórar mínútur í öðrum leikhluta. Afhroð Þórsara í öðrum leikhluta hélt áfram, þeir gátu varla keypt sér körfu og Valsmenn gengu á lagið, en þegar liðin gengu svo að endingu til búningsherbergja leiddu heimamenn með þrettán stiga mun, 53-40. Þriðja leikhlutann byrjuðu heimamenn af sama krafti og þann fyrri og Þórsarar voru áfram í miklum vandræðum. Heimamenn voru með tögl og haldir á leiknum, en af og til hertu gestirnir aðeins varnarleikinn og náðu að minnka muninn. Þeir komust þó ekki nær en átta stig í þriðja leikhlutanum og Valsmenn voru í kjörstöðu fyrir síðasta leikhlutann, með x stiga forskot, 78-62. Fjórði leikhlutinn var athyglisverður. Valsmenn hafa verið iðnir við það að missa niður dugleg forskot í fjórða leikhluta og það fór líklega um nokkra Valsmenn í stúkunni þegar Þór saxaði niður forskotið hægt og rólega. Munurinn fór mest í sex stig, en þá gáfu Valsmenn aftur í og náðu að sigla mikilvægum tveimur stigum í hús.Afhverju vann Valur? Liðið gjörsamlega keyrði yfir gestina í öðrum leikhluta. Þeir hentu upp rosalega góðri pressuvörn sem gestirnir réðu illa við og voru að hitta mikið, mikið betur. Varnarleikur Þórs var arfaslakur og Urald King nýtti sér hæðarmuninn inn í teig og sallaði niður stigunum. Þeir bjuggu sér til gott forskot í fyrri hálfleik sem þeir létu aldrei af hendi og unnu að lokum verðskuldaðan sigur.Hverjir stóðu upp úr? Urald King var afar góður og hitti úr ellefu af sextán skotum sínum innan teigs. Hann endaði með 26 stig og 40 framlagspunkta þar sem hann bætti við þrettán fráköstum. Þetta var algjör liðssigur hjá Val þar sem allir leikmenn lögðu lóð sín á vogaskálarnar, en það var fjarri lagi hjá Þór. Halldór Garðari endaði stigahæstur með 22 stig, en liðsboltinn, leikgleðin og fjörið sem hefur verið hjá Þór var hvergi sjáanlegt í kvöld. Þórsarar mega ekki við því að tapa sínum gildum.Tölfræðin sem vakti athygli Hitting Þórsara í fyrri hálfleik var lygilega slök. Liðið hafði einungis hitt boltanum fimm sinnum ofan í úr tuttugu tilraunum fyrir utan þriggja stiga línuna, en Valsarar höfðu mikla yfirburði í fráköstunum allan leikinn; 53 gegn 34. Valsarar nýttu stærðina, en sum fráköstin voru einfaldlega þannig að þeir bara hirtu boltann af Þórsurum sem voru máttlausir.Hvað gerist næst? Þór fær næst Hött í heimsókn og það eru einfaldlega skyldustig ætli Þór sér að halda sér áfram á lífi í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Valur fer hins vegar norður yfir heiðar og mætir þar hinu Þórsliðinu, Þór Akureyri. Þar getur Valur sett baráttuna um úrslitakeppnissæti upp í loft með sigri.Ágúst: Geggjuð liðsframmistaða „Ógeðslega mikilvægur sigur og geggjuð liðsframmistaða,” voru fyrstu viðbrögð Ágústar Björgvinssonar, þjálfara Vals, í samtali við Vísi í leikslok. „Það komu allir tólf inná í þessum leik og það lögðu allir eitthvað í púkkinn í þessum leik. Ég er virkilega stoltur af mínu liði og loksins náðum við að kreista fram sigur.” Urald King var stigahæstur hjá Val, en í liðinu voru margir að koma með stórt framlag. Algjör liðsframmistaða Vals sem Ágúst getur verið stoltur af. „Urald er búinn að vera frábær í allan vetur og er þvílíkur leiðtogi. Allir eru að gera eitthvað gott, bæði í vörn og sókn. Þetta var langt því frá fullkominn leikur hjá okkur, en okkar plan gekk upp og við erum ánægðir.” Valur hefur verið duglegt að missa niður forskot i fjórða leikhluta og Þórsarar söxuðu aðeins á forskotið í síðasta leikhlutanum. Ágúst viðurkennir að það var aðeins byrjað að fara um hann. „Já, ég get alveg viðurkennt það að það var farið að fara um mig. Við tókum nokkrar slæmar ákvarðarnir, en við hittum úr nokkrum góðum skotum og það kláraði þennan leik fyrir okkur.” „Við fengum mikið af opnum skotum gegn svæðisvörninni og brenndum af opnum skotum, en settum samt sem áður fullt niður,” en eru Valsmenn að horfa til síðasta sætisins í úrslitakeppninni? „Við hefðum þurft að vinna þennan leik með ellefu stigum og þá væri það betra, en það er bara bónus markmið. Markmið númer 1, 2 og 3 er að halda okkur í deildinni. Við viljum líka hugsa um okkar frammistöðu og erum sáttir við hana í vetur þótt að niðurstaðan hafi ekki verið alltaf eins og við höfum viljað.”Einar Árni: Talað um eins og að tapa gegn Þór og Hetti sé versta skömm í heimi „Það sem pirrar mig mest í dag að hvað við höfum verið góðir í síðustu fjórum til fimm leikjum, sýnt mikið hjarta, verið mikið lið og svo komum við í leik sem eflaust hefur læðst að fólki sem við ættum að vinna þá bryddum við upp á nýjungum sem hefur ekki sést í langan tíma.” Þetta sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, í samtali við Vísi í leikslok og virtist hundfúll með framlag sinna manna í leiknum í kvöld sem hefur oft verið betra. „Við vorum ekki góðir. Daprasta varnarframmistaða í allan vetur, teigurinn galopinn, réðum ekkert við King og buðum þeim bara upp í veislu. Fullt hrós á Val sem sýndi mikið hjarta og gaf allt sitt.” „Við töluðum um að mæta þeirra hjarta, en við vorum víðsfjarri í dag því miður,” en hæðarmunurinn hefur ekki aftrað Þór í síðustu leikjum þar sem samvinnan í varnarleiknum hefur verið til fyrirmyndar. Það breyttist algjörlega í dag. „Stundum lendir maður í vandræðum með einhver play, en í dag voru þetta bara einstaklings mistök hver á fætur öðrum þar sem menn gleyma sér bara, í einn og einn vörn eru menn bara slakir. Það er alveg fáránlega mikið af lay-upum sem eru skoruð í þessum leik. Það er okkar versta meðal í dag.” Þórsarar hafa verið að daðra við það að ógna Keflavík og liðunum þar fyrir ofan af alvöru krafti með frábærri frammistöðu í janúar. Þetta var eitt skref aftur á bak, en er Einar hættur að horfa upp fyrir sig núna? „Nei, en hann er fjarlægur. Við erum þokkalegir í stærðfræði og gerum okkur grein fyrir því að þetta var aldrei í okkar höndum. Við gerðum okkur mikið erfiðara fyrir núna en áður,” sagði Einar sem sagði umræðuna um Keflavík vera á mis. „Öll þessi umræða um Keflavík. Þeir unnu okkur um daginn og voru betri en við. Menn geta sagt allt um þá og auðvitað hafa þeir átt erfiðan vetur. Þeir hafa tapað fyrir Þór og Hetti, en það er talað um það eins og það sé versta skömm í heimi.” „Það gleymist stundum að hrósa þessum liðum fyrir flotta frammistöðu. Fyrir það fyrsta þurfum við að hugsa um okkur, vinna næsta leik og sjá hvort við getum búið til einhverja pressu.” „Við þurfum að treysta að Keflavík tapi næsti tveimur leikjum og við að vinna næstu tvo og sjá hvort þeir höndli þá pressu. Ef við ætlum að vinna næsta leik þurfum við að reisa leik okkar töluvert frá þessum leik í dag,” sem hrósaði Val að lokum: „Mig langar samt sem áður að ítreka það að Valsmenn voru geggjaðir í dag. Risa hjarta, vilji og liðsheild.”
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum