Vill umbylta bakgrunnskönnunum vegna öryggisheimilda Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2018 12:07 Talið er að 30 til 40 háttsettir starfsmenn Hvíta hússins hafi ekki fengið leyfi til að meðhöndla leynileg gögn og séu enn á undanþágu. Vísir/Getty Yfirmaður leyniþjónustumála í Bandaríkjunum, Dan Coats, segir að það kerfi Bandaríkjanna sem ætlað er að veita háttsettum embættismönnum leyfi til að meðhöndla leynileg gögn sé bilað og nauðsynlegt sé að taka það til endurskoðunar. Allt að 700 þúsund slíkar umsóknir sitja fastar í kerfinu og telja sérfræðingar að um 200 þúsund undanþágur hafi verið veittar.Samkvæmt frétt CNN er talið að 30 til 40 háttsettir starfsmenn Hvíta hússins hafi ekki fengið leyfi til að meðhöndla leynileg gögn og séu enn á undanþágu. Þeirra á meðal er Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum.Umsóknir um öryggisheimildir fela oft í sér ítarlegar bakgrunnsskoðanir svo hægt sé að dæma hvort opinberum starfsmönnum sé treystandi til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Frá því að Rob Porter sagði af sér á dögunum vegna ásakana um heimilisofbeldi hafa heimildir þessar vakið mikla athygli. Porter var á undanþágu þrátt fyrir að hafa meðhöndlað leynilegar upplýsingar í starfi sínu í Hvíta húsinu í um ár. Hvíta húsinu var gert grein fyrir ásökunum gegn Porter fyrir mörgum vikum og leit út fyrir að hann myndi ekki hljóta öryggisheimild. Þrátt fyrir það hélt hann starfi sínu og vann með leynilegar upplýsingar.Ástand Hvíta hússins hefur vakið upp spurningar um hvort að starfsmenn Donald Trump, sem margir hverjir hafi umtalsverðar tengingar við erlend ríki og viðskiptamenn um heim allan, séu hæfir til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Deilur meðal starfsmanna Hvíta hússins, afsagnir og brottrekstrar hafa ekki fegrað ástandið. Þá hafa fjórir fyrrverandi starfsmenn Trump verið ákærðir af Robert Mueller, sérstökum saksóknara. Í samtali við CNN segja nokkrir heimildarmenn innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna að það sé verulega óvenjulegt að svo margir starfsmenn Hvíta hússins séu enn á undanþágum. Þrátt fyrir að þúsundir slíkra umsókna séu til skoðunar fái starfsmenn Hvíta hússins forgang.Vill nýta samfélagsmiðla Coats segir að umrætt ferli verði að nýta nýja tækni og upplýsingar á samfélagsmiðlum. Þannig væri hægt að fá ákveðna grunnmynd af því fólki sem sótt hefur um öryggisheimild. Það tæki mun minni tíma en að fara og ræða við samstarfsmenn þeirra, nágranna og aðra. „Við þurfum að hafa þetta í forgangi því þetta er að draga úr getu okkar til að koma réttu fólki á réttan stað á réttum tíma,“ sagði Coats. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Yfirmaður leyniþjónustumála í Bandaríkjunum, Dan Coats, segir að það kerfi Bandaríkjanna sem ætlað er að veita háttsettum embættismönnum leyfi til að meðhöndla leynileg gögn sé bilað og nauðsynlegt sé að taka það til endurskoðunar. Allt að 700 þúsund slíkar umsóknir sitja fastar í kerfinu og telja sérfræðingar að um 200 þúsund undanþágur hafi verið veittar.Samkvæmt frétt CNN er talið að 30 til 40 háttsettir starfsmenn Hvíta hússins hafi ekki fengið leyfi til að meðhöndla leynileg gögn og séu enn á undanþágu. Þeirra á meðal er Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum.Umsóknir um öryggisheimildir fela oft í sér ítarlegar bakgrunnsskoðanir svo hægt sé að dæma hvort opinberum starfsmönnum sé treystandi til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Frá því að Rob Porter sagði af sér á dögunum vegna ásakana um heimilisofbeldi hafa heimildir þessar vakið mikla athygli. Porter var á undanþágu þrátt fyrir að hafa meðhöndlað leynilegar upplýsingar í starfi sínu í Hvíta húsinu í um ár. Hvíta húsinu var gert grein fyrir ásökunum gegn Porter fyrir mörgum vikum og leit út fyrir að hann myndi ekki hljóta öryggisheimild. Þrátt fyrir það hélt hann starfi sínu og vann með leynilegar upplýsingar.Ástand Hvíta hússins hefur vakið upp spurningar um hvort að starfsmenn Donald Trump, sem margir hverjir hafi umtalsverðar tengingar við erlend ríki og viðskiptamenn um heim allan, séu hæfir til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Deilur meðal starfsmanna Hvíta hússins, afsagnir og brottrekstrar hafa ekki fegrað ástandið. Þá hafa fjórir fyrrverandi starfsmenn Trump verið ákærðir af Robert Mueller, sérstökum saksóknara. Í samtali við CNN segja nokkrir heimildarmenn innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna að það sé verulega óvenjulegt að svo margir starfsmenn Hvíta hússins séu enn á undanþágum. Þrátt fyrir að þúsundir slíkra umsókna séu til skoðunar fái starfsmenn Hvíta hússins forgang.Vill nýta samfélagsmiðla Coats segir að umrætt ferli verði að nýta nýja tækni og upplýsingar á samfélagsmiðlum. Þannig væri hægt að fá ákveðna grunnmynd af því fólki sem sótt hefur um öryggisheimild. Það tæki mun minni tíma en að fara og ræða við samstarfsmenn þeirra, nágranna og aðra. „Við þurfum að hafa þetta í forgangi því þetta er að draga úr getu okkar til að koma réttu fólki á réttan stað á réttum tíma,“ sagði Coats.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira