Gleymda kynslóðin í húsnæðisvanda Valgerður Árnadóttir skrifar 13. febrúar 2018 23:31 Ég sótti fund núverandi borgarstjórnar um borgarlínu og þéttingu byggðar. Ég er svo sem sammála því að það þarf að þétta byggðina og plönin líta vel út á pappír en mig vantaði svör við því hvers vegna húsnæði sem er verið að byggja núna er of dýrt fyrir “venjulegt fólk”? Borgarstjóri var rogginn að leysa umferðarvanda við Háskólann í Reykjavík með því að byggja stúdentaíbúðir þar, sem er gott og blessað. En þar sem ég ólst upp á “stúdentagörðum” í Svíþjóð þá finnst mér vanta blandaða byggð, leiguhúsnæðis og kaupleiguhúsnæðis sem fólk er ekki rekið úr þegar námi líkur, því það er staðreynd að stórt hlutfall háskólanema eru einnig foreldrar og vantar húsnæði á viðráðanlegu verði. Fjölskyldufólk sem er búið með háskólanám eða hefur jafnvel verið lengi á vinnumarkaðnum er í sama húsnæðisvanda og stúdentar, það er ekki lausn að byggja stúdentaíbúðir fyrir nema og lúxusíbúðir fyrir aðra því við sem erum mitt á milli höfum ekki efni á því að kaupa neitt. Það er ekki verið að verðlauna fólk fyrir að mennta sig, eftir nám taka við illa launaðar stöður og himinhátt leiguverð sem gerir fólki ómögulegt að safna. Ég er fædd 1979 og enginn sem ég þekki á mínum aldri eða yngri hefur eignast húsnæði nema með hjálp foreldra sinna, á ég ekki að geta eignast neitt fyrr en foreldrar mínir hrökkva upp af? Flestir sem ég þekki þvælast úr einu leiguhúsnæði í annað og það jafnvel með 1-3 börn, barnlausir einstaklingar á mínum aldri þurfa margir hverjir enn að fá sér meðleigjendur vegna leiguverðs, er eðlilegt að vera með meðleigjanda þegar maður er að detta í fertugt? Það er amk. ekki sérstaklega hvetjandi að mennta sig, vinna og standa sig í lífinu þegar 50% af útborguðum launum fara í leiguhúsnæði og rest rétt nægir fyrir nauðsynjum en samt ekki. Húsnæðisverð er helsta orsök fátæktar í Reykjavík, ástæða þess að hér býr fólk á götunni, að hér er hæsta hlutfall barnafátæktar á Norðurlöndunum og þess vegna ætti það að vera í forgangi að leysa húsnæðisvandann og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði strax. Það vantar einnig um 1000 félagsíbúðir, úrræði fyrir heimilislausa, sama við hvaða vanda þeir eru að etja og neyslurými fyrir fíkla. Ef það er ekki í forgangi að fólk hafi þak yfir höfuðið og mat í maganum, hvað er þá í forgangi? Ég hélt að borgarlínan væri einhver umhverfisvæn hraðlest en komst að því að þetta er bara strætó á sterum svo það væri kannski sniðugra að hafa frítt í strætó núna til að hvetja fólk að nýta sér almenningssamgöngur eins og þær eru og nota þessar 70-80 milljarða í að leysa húsnæðisvandann strax? Ýmis fljótleg úrræði eru til, innflutt, umhverfisvæn og ódýr einingarhús sem standast veður og vind og nóg er um lóðir, eða eigum við borgarbúar að treysta á byltingu verkalýðsbaráttunnar og að þau leysi vandann sem hefur skapast því ríkis- og sveitastjórnir hafa leyft Gamma að stjórna húsnæðismarkaðnum?Valgerður Árnadóttir, frambjóðandi í prófkjöri Pírata til borgarstjórnarkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Valgerður Árnadóttir Mest lesið Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Ég sótti fund núverandi borgarstjórnar um borgarlínu og þéttingu byggðar. Ég er svo sem sammála því að það þarf að þétta byggðina og plönin líta vel út á pappír en mig vantaði svör við því hvers vegna húsnæði sem er verið að byggja núna er of dýrt fyrir “venjulegt fólk”? Borgarstjóri var rogginn að leysa umferðarvanda við Háskólann í Reykjavík með því að byggja stúdentaíbúðir þar, sem er gott og blessað. En þar sem ég ólst upp á “stúdentagörðum” í Svíþjóð þá finnst mér vanta blandaða byggð, leiguhúsnæðis og kaupleiguhúsnæðis sem fólk er ekki rekið úr þegar námi líkur, því það er staðreynd að stórt hlutfall háskólanema eru einnig foreldrar og vantar húsnæði á viðráðanlegu verði. Fjölskyldufólk sem er búið með háskólanám eða hefur jafnvel verið lengi á vinnumarkaðnum er í sama húsnæðisvanda og stúdentar, það er ekki lausn að byggja stúdentaíbúðir fyrir nema og lúxusíbúðir fyrir aðra því við sem erum mitt á milli höfum ekki efni á því að kaupa neitt. Það er ekki verið að verðlauna fólk fyrir að mennta sig, eftir nám taka við illa launaðar stöður og himinhátt leiguverð sem gerir fólki ómögulegt að safna. Ég er fædd 1979 og enginn sem ég þekki á mínum aldri eða yngri hefur eignast húsnæði nema með hjálp foreldra sinna, á ég ekki að geta eignast neitt fyrr en foreldrar mínir hrökkva upp af? Flestir sem ég þekki þvælast úr einu leiguhúsnæði í annað og það jafnvel með 1-3 börn, barnlausir einstaklingar á mínum aldri þurfa margir hverjir enn að fá sér meðleigjendur vegna leiguverðs, er eðlilegt að vera með meðleigjanda þegar maður er að detta í fertugt? Það er amk. ekki sérstaklega hvetjandi að mennta sig, vinna og standa sig í lífinu þegar 50% af útborguðum launum fara í leiguhúsnæði og rest rétt nægir fyrir nauðsynjum en samt ekki. Húsnæðisverð er helsta orsök fátæktar í Reykjavík, ástæða þess að hér býr fólk á götunni, að hér er hæsta hlutfall barnafátæktar á Norðurlöndunum og þess vegna ætti það að vera í forgangi að leysa húsnæðisvandann og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði strax. Það vantar einnig um 1000 félagsíbúðir, úrræði fyrir heimilislausa, sama við hvaða vanda þeir eru að etja og neyslurými fyrir fíkla. Ef það er ekki í forgangi að fólk hafi þak yfir höfuðið og mat í maganum, hvað er þá í forgangi? Ég hélt að borgarlínan væri einhver umhverfisvæn hraðlest en komst að því að þetta er bara strætó á sterum svo það væri kannski sniðugra að hafa frítt í strætó núna til að hvetja fólk að nýta sér almenningssamgöngur eins og þær eru og nota þessar 70-80 milljarða í að leysa húsnæðisvandann strax? Ýmis fljótleg úrræði eru til, innflutt, umhverfisvæn og ódýr einingarhús sem standast veður og vind og nóg er um lóðir, eða eigum við borgarbúar að treysta á byltingu verkalýðsbaráttunnar og að þau leysi vandann sem hefur skapast því ríkis- og sveitastjórnir hafa leyft Gamma að stjórna húsnæðismarkaðnum?Valgerður Árnadóttir, frambjóðandi í prófkjöri Pírata til borgarstjórnarkosninga.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun