Hægt að höfða einkamál láti lögregla mál niður falla: „Auðveldara að sanna í einkamáli en sakamáli“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 14:30 Lögreglustöðin við Hverfisgötu Vísir/Hanna Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Hönnu Kristínar Skaftadóttur, telur að mál hennar geti orðið til þess að fólk velji í auknum mæli að fara í einkamál og krefjast miskabóta ef mál eru látin niður falla hjá lögreglu. Hann ítrekar þó að eðlilegast sé að fólk leiti fyrst til aðstoðar lögreglu.Dómsátt náðist í máli Hönnu Kristínar gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar, Magnúsi Jónssyni. Hanna Kristín höfðaði einkamál á hendur honum „fyrir hrottalegt ofbeldi“ í Austin í Texas í mars í fyrra.Magnús þarf að greiða Hönnu Kristínu miskabætur, útlagðan kostnað og lögfræðikostnað.Arnar segir að þó að mál séu látin niður falla hjá lögreglu getur fólk í ýmsum tilfellum þó átt rétt á miskabótum.„Þá geturðu til dæmis farið í þennan einkamálafarveg með miskabótakröfu enda þótt að lögreglan felli málið niður. Ástæðan er sú að sönnunarbyrði í einkamáli er lægri eða minni en í sakamáli. Einnig er hugsanlegt að sækja bætur frá bótanefnd,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi.Arnar Þór Stefánsson, hrl.Hann segir að þekktasta dæmið úr réttarsögu seinni tíma sé úr máli O.J. Simpson. O.J. var sýknaður af ákæru um að hafa orðið fyrrverandi eiginkonu sinni og elskhuga hennar að bana. Ættingjar fórnarlambanna fóru hins vegar í einkamál og unnu það. „Þeim tókst í einkamáli að sýna fram á að það væru meiri líkur en minni á að hann hefði brotið gegn þeim. Þá er þessi minni sönnunarbyrði sem er í einkamálum.“ Hann nefnir sem annað dæmi dóm Hæstaréttar í máli nr. 49/2005 þar sem konu var greidd rúm milljón króna í miskabætur vegna kynferðisbrots þriggja karlmanna gegn henni.Framandi hugsun sem fólk þurfi að temja sér Arnar Þór segir þó að meta þurfi atvik frá hverju máli fyrir sig. „Ef það er langur tími frá broti og þar til það er kært sem er auðvitað oft staðan, sérstaklega þegar það er brot gegn börnum, þá er erfiðara að sanna hlutina heldur en ef kært er strax. Þá getur verið hægt að fara í einkamál. Það er kannski jafn erfitt að sækja það ef það eru engin sönnunargögn eða neitt slíkt. þetta er mjög matskennt í hverju og einu tilviki. Ég veit ekki hver þróunin verður en kannski verður hún sú í meira mæli að fólk hugi að þessum möguleika að fara í einkamál þó lögregla felli niður mál og telji að ekki sé hægt að sakfella í sakamáli.“Arnar ítrekar að fólk ætti alltaf að fara fyrst með mál til lögreglu og að þetta sé úrræði ef að sú leið gengur ekki.„Þá er hægt að slá fastri miskabótaskyldu enda þótt ekki sé hægt að sakfella í sakamáli. Þetta er framandi hugsun en þetta er engu að síður þannig að það er auðveldara að sanna í einkamáli heldur en í sakamáli. Það er lægri þröskuldur til að slá því á föstu að eitthvað hafi gerst. Það þarf að temja sér þetta. Þetta eru ólíkir heimar, einkamálaheimur og sakamálaheimur.“Telur þú að viðhorf fólks til þessa séu að breytast?„Það gæti verið. Þetta mál gæti fengið fólk til að huga meira að þessari leið.“ Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Magnús greiðir Hönnu Kristínu miskabætur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðrar kærur Hönnu á hendur Magnúsi til rannsóknar. 8. febrúar 2018 11:23 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Hönnu Kristínar Skaftadóttur, telur að mál hennar geti orðið til þess að fólk velji í auknum mæli að fara í einkamál og krefjast miskabóta ef mál eru látin niður falla hjá lögreglu. Hann ítrekar þó að eðlilegast sé að fólk leiti fyrst til aðstoðar lögreglu.Dómsátt náðist í máli Hönnu Kristínar gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar, Magnúsi Jónssyni. Hanna Kristín höfðaði einkamál á hendur honum „fyrir hrottalegt ofbeldi“ í Austin í Texas í mars í fyrra.Magnús þarf að greiða Hönnu Kristínu miskabætur, útlagðan kostnað og lögfræðikostnað.Arnar segir að þó að mál séu látin niður falla hjá lögreglu getur fólk í ýmsum tilfellum þó átt rétt á miskabótum.„Þá geturðu til dæmis farið í þennan einkamálafarveg með miskabótakröfu enda þótt að lögreglan felli málið niður. Ástæðan er sú að sönnunarbyrði í einkamáli er lægri eða minni en í sakamáli. Einnig er hugsanlegt að sækja bætur frá bótanefnd,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi.Arnar Þór Stefánsson, hrl.Hann segir að þekktasta dæmið úr réttarsögu seinni tíma sé úr máli O.J. Simpson. O.J. var sýknaður af ákæru um að hafa orðið fyrrverandi eiginkonu sinni og elskhuga hennar að bana. Ættingjar fórnarlambanna fóru hins vegar í einkamál og unnu það. „Þeim tókst í einkamáli að sýna fram á að það væru meiri líkur en minni á að hann hefði brotið gegn þeim. Þá er þessi minni sönnunarbyrði sem er í einkamálum.“ Hann nefnir sem annað dæmi dóm Hæstaréttar í máli nr. 49/2005 þar sem konu var greidd rúm milljón króna í miskabætur vegna kynferðisbrots þriggja karlmanna gegn henni.Framandi hugsun sem fólk þurfi að temja sér Arnar Þór segir þó að meta þurfi atvik frá hverju máli fyrir sig. „Ef það er langur tími frá broti og þar til það er kært sem er auðvitað oft staðan, sérstaklega þegar það er brot gegn börnum, þá er erfiðara að sanna hlutina heldur en ef kært er strax. Þá getur verið hægt að fara í einkamál. Það er kannski jafn erfitt að sækja það ef það eru engin sönnunargögn eða neitt slíkt. þetta er mjög matskennt í hverju og einu tilviki. Ég veit ekki hver þróunin verður en kannski verður hún sú í meira mæli að fólk hugi að þessum möguleika að fara í einkamál þó lögregla felli niður mál og telji að ekki sé hægt að sakfella í sakamáli.“Arnar ítrekar að fólk ætti alltaf að fara fyrst með mál til lögreglu og að þetta sé úrræði ef að sú leið gengur ekki.„Þá er hægt að slá fastri miskabótaskyldu enda þótt ekki sé hægt að sakfella í sakamáli. Þetta er framandi hugsun en þetta er engu að síður þannig að það er auðveldara að sanna í einkamáli heldur en í sakamáli. Það er lægri þröskuldur til að slá því á föstu að eitthvað hafi gerst. Það þarf að temja sér þetta. Þetta eru ólíkir heimar, einkamálaheimur og sakamálaheimur.“Telur þú að viðhorf fólks til þessa séu að breytast?„Það gæti verið. Þetta mál gæti fengið fólk til að huga meira að þessari leið.“
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Magnús greiðir Hönnu Kristínu miskabætur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðrar kærur Hönnu á hendur Magnúsi til rannsóknar. 8. febrúar 2018 11:23 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Magnús greiðir Hönnu Kristínu miskabætur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðrar kærur Hönnu á hendur Magnúsi til rannsóknar. 8. febrúar 2018 11:23