Íhaldsmenn ekki sáttir við eyðslu Repúblikanaflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2018 13:18 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Ný fjárhagsáætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun tryggja mikinn hallarekstur ríkisins næsta áratuginn, verði hún samþykkt óbreytt af þinginu. Allt í allt myndi fjárlagahallinn vera um 7,2 billjónir dala á næstu tíu árum. Það eru 7.200.000.000.000 dalir og sú tala felur í sér að mjög svo jákvæðar spár Hvíta hússins um hagvöxt og niðurskurði rætist. Í tillögum Hvíta hússins kemur einnig fram að skattabreytingar Repúblikanaflokksins muni auka á hallarekstur ríkisins um milljarða dala og ekki „borga sig sjálfar“ eins og Trump og þingmenn flokksins hafa haldið fram. Hins vegar fer fjárhagsáætlun forseta Bandaríkjanna, sem er í raun nokkurs konar óskalisti, aldrei óbreytt í gegnum þingið. Þá þykir einkar ólíklegt að þingmenn séu tilbúnir til að fara í sársaukafulla niðurskurði á kosningaári. Meðal þess sem lagt er til að skorið verði niður eru sjúkratryggingar fyrir aldraða og fátæka og mataraðstoð fyrir fátæka. Þetta er þvert á kosningaloforð forsetans.Um áraraðir hafa Repúblikanar talað um fjárhagslega ábyrgð í rekstri ríkisins og að koma í veg fyrir fjárlagahalla. Nú virðist sem að því hafi verið kastað fyrir bí með gífurlegum fjárútlátum og skattalækkunum. Nokkrir þingmenn flokksins segja þó að eyðsla repúblikana við stjórnvölin sé hættuleg, siðlaus og jafnvel svik. Í samtali við AP vara sérfræðingar við því að þingmenn eigi ekki að vanmeta tilfinningar kjósenda til sparsemi í ríkisrekstri. Það gæti kostað þá fjölda atkvæða í komandi kosningum í nóvember.Politico setur aðgerðir Repúblikana í samhengi við aðgerðir Ronald Reagan á níunda áratugnum. Skattalækkanir hans juku skuldir ríkisins svipað mikið og útleit er fyrir að þær muni aukast nú, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hins vegar voru skuldir ríkisins þá einungis brot af því sem þær eru í dag. Nú eru þær um 80 prósent af vergri landsframleiðslu og útlit að þær muni bara aukast. David Biddulph, stofnandi íhaldssamra samtaka um ábyrgan rekstur ríkisins, segir í samtali við AP að fjárhagsáætlun Trump sé eins og að sletta bensíni á brennandi hús. „Mér finnst hræðilegt hvað þeir eru að gera barnabörnum okkar.“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Ný fjárhagsáætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun tryggja mikinn hallarekstur ríkisins næsta áratuginn, verði hún samþykkt óbreytt af þinginu. Allt í allt myndi fjárlagahallinn vera um 7,2 billjónir dala á næstu tíu árum. Það eru 7.200.000.000.000 dalir og sú tala felur í sér að mjög svo jákvæðar spár Hvíta hússins um hagvöxt og niðurskurði rætist. Í tillögum Hvíta hússins kemur einnig fram að skattabreytingar Repúblikanaflokksins muni auka á hallarekstur ríkisins um milljarða dala og ekki „borga sig sjálfar“ eins og Trump og þingmenn flokksins hafa haldið fram. Hins vegar fer fjárhagsáætlun forseta Bandaríkjanna, sem er í raun nokkurs konar óskalisti, aldrei óbreytt í gegnum þingið. Þá þykir einkar ólíklegt að þingmenn séu tilbúnir til að fara í sársaukafulla niðurskurði á kosningaári. Meðal þess sem lagt er til að skorið verði niður eru sjúkratryggingar fyrir aldraða og fátæka og mataraðstoð fyrir fátæka. Þetta er þvert á kosningaloforð forsetans.Um áraraðir hafa Repúblikanar talað um fjárhagslega ábyrgð í rekstri ríkisins og að koma í veg fyrir fjárlagahalla. Nú virðist sem að því hafi verið kastað fyrir bí með gífurlegum fjárútlátum og skattalækkunum. Nokkrir þingmenn flokksins segja þó að eyðsla repúblikana við stjórnvölin sé hættuleg, siðlaus og jafnvel svik. Í samtali við AP vara sérfræðingar við því að þingmenn eigi ekki að vanmeta tilfinningar kjósenda til sparsemi í ríkisrekstri. Það gæti kostað þá fjölda atkvæða í komandi kosningum í nóvember.Politico setur aðgerðir Repúblikana í samhengi við aðgerðir Ronald Reagan á níunda áratugnum. Skattalækkanir hans juku skuldir ríkisins svipað mikið og útleit er fyrir að þær muni aukast nú, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hins vegar voru skuldir ríkisins þá einungis brot af því sem þær eru í dag. Nú eru þær um 80 prósent af vergri landsframleiðslu og útlit að þær muni bara aukast. David Biddulph, stofnandi íhaldssamra samtaka um ábyrgan rekstur ríkisins, segir í samtali við AP að fjárhagsáætlun Trump sé eins og að sletta bensíni á brennandi hús. „Mér finnst hræðilegt hvað þeir eru að gera barnabörnum okkar.“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira