Þinghúsið á Tonga eyðilagt eftir fellibylinn Gitu Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2018 08:14 Þinghúsið á Tonga var rúmlega aldargamalt. Vísir/AFP Þinghúsið á eyríkinu Tonga í Kyrrahafinu gjöreyðilagðist þegar fellibylur gekk yfir eyjaklasann í nótt en veðrið er það versta sem skollið hefur á landinu í rúm sextíu ár, eða síðan mælingar hófust. Fellibylurinn Gita var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land og olli miklu tjóni. Rafmagn fór af eyjunni og þök fuku af húsum. Neyðarástandi hafði verið lýst yfir á Tonga áður veðrið skall á og þúsundir íbúa höfðust við í neyðarskýlum sem komið hafði verið upp víðs vegar um eyjaklasann. Tonga samanstendur af 170 litlum eyjum, en ríkið er austur af Fiji og norður af Nýja-Sjálandi. Engar fregnir hafa borist af manntjóni.Gita olli miklu tjóni á Tonga.Vísir/AFPHundrað ára gamalt Þinghúsið var hundrað ára gamalt og óvíst er hvar þing mun koma saman á meðan byggingin verður endurreist. Einn þingmaður Tonga sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að það væri sorglegt að sjá þinghúsið fjúka þvínæst á haf út, en bætti við að margsinnis hafi verið lagðar fram þingsályktunartillögur um að reisa nýtt þinghús sem ávallt hafi verið felldar en að nú eigi menn engan annan kost í stöðunni en að ráðast í verkefnið. Fellibylurinn Gita er enn að sækja í sig veðrið og er búist við að hann verði orðinn að fimmta stigs byl þegar hann skellur á Fiji á næstu klukkustundum, en þó er vonast til að veðrið fari framhjá helstu þéttbýlisstöðum þar. Fídji Tonga Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Þinghúsið á eyríkinu Tonga í Kyrrahafinu gjöreyðilagðist þegar fellibylur gekk yfir eyjaklasann í nótt en veðrið er það versta sem skollið hefur á landinu í rúm sextíu ár, eða síðan mælingar hófust. Fellibylurinn Gita var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land og olli miklu tjóni. Rafmagn fór af eyjunni og þök fuku af húsum. Neyðarástandi hafði verið lýst yfir á Tonga áður veðrið skall á og þúsundir íbúa höfðust við í neyðarskýlum sem komið hafði verið upp víðs vegar um eyjaklasann. Tonga samanstendur af 170 litlum eyjum, en ríkið er austur af Fiji og norður af Nýja-Sjálandi. Engar fregnir hafa borist af manntjóni.Gita olli miklu tjóni á Tonga.Vísir/AFPHundrað ára gamalt Þinghúsið var hundrað ára gamalt og óvíst er hvar þing mun koma saman á meðan byggingin verður endurreist. Einn þingmaður Tonga sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að það væri sorglegt að sjá þinghúsið fjúka þvínæst á haf út, en bætti við að margsinnis hafi verið lagðar fram þingsályktunartillögur um að reisa nýtt þinghús sem ávallt hafi verið felldar en að nú eigi menn engan annan kost í stöðunni en að ráðast í verkefnið. Fellibylurinn Gita er enn að sækja í sig veðrið og er búist við að hann verði orðinn að fimmta stigs byl þegar hann skellur á Fiji á næstu klukkustundum, en þó er vonast til að veðrið fari framhjá helstu þéttbýlisstöðum þar.
Fídji Tonga Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira