Duterte segir hermönnum að skjóta konur í píkuna Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2018 13:13 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Vísir/AFP Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sagði hermönnum í síðustu viku að þeir ættu að skjóta uppreisnarkonur í píkuna. Þetta sagði hann í ræðu fyrir framan fyrrverandi uppreisnarmenn þann 7. febrúar. Hann gagnrýndi einnig konur sem ganga til liðs við uppreisnarhópa fyrir að yfirgefa börn sín. „Segið hermönnunum: Það er að berast ný skipun frá borgarstjóranum. Við munum ekki drepa ykkur. Við munum bara skjóta ykkur í píkuna. Svo það... Ef það er engin píka er þetta gagnslaust,“ sagði forsetinn samkvæmt opinberu eftirriti ræðu hans. Orðinu píka hefur þó verið skipt út fyrir fjögur bandstrik.Þar sem Duterte talar um borgarstjóra virðist hann vera að ræða um sjálfan sig. Hann var lengi borgarstjóri áður en hann varð forseti Flippseyja. Forsetatíð Duterte hefur einkennst að ofbeldi og hefur hann ítrekað talað með niðrandi hætti um konur. Eins og tekið er fram í frétt Washington Post grínaðist hann með að hafa ekki geta verið fyrstur að nauðga ástralskri konu sem var rænt í Filippseyjum og nauðgað af ræningjum sínum. Hann hefur einnig sagt hermönnum sínum að nauðga konum í átökum og tjáir sig ítrekað um myndarleika kvenna sem hann hittir. Að mestu virðist það eiga við konur í stjórnmálum sem gagnrýna hann eða stefnumál hans.Hans helsta kosningaloforð var að allir fíkniefnasalar og notendur í Filippseyjum yrðu drepnir. Frá því hann tók við völdum hafa þúsundir verið skotnir til bana af lögreglu eða vopnuðum gengjum sjálfskipaðra löggæslumanna. Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur tekið málið til skoðunar. Tengdar fréttir Spurði yfirmann mannréttindastofnunar hvort hann væri barnaníðingur Forseti Filippseyja gerir að því skóna að yfirmaður nefndar sem rannsakar dráp öryggissveita hans á fólki í fíkniefnastríðinu sé hommi eða barnaníðingur vegna þess að hann hefur sérstaklega rannsakað dráp á táningum. 16. september 2017 19:35 Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49 Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56 Duterte segist hafa drepið mann sem táningur Forsetinn, sem staddur er á fundi APEC, hótaði jafnframt að slá til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem hafa mannréttindamál á sinni könnu, ef þeir yrðu á vegi hans. 10. nóvember 2017 08:32 Trump segir samband þeirra Duterte vera frábært Fundi forsetanna í Manila hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. nóvember 2017 08:29 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sagði hermönnum í síðustu viku að þeir ættu að skjóta uppreisnarkonur í píkuna. Þetta sagði hann í ræðu fyrir framan fyrrverandi uppreisnarmenn þann 7. febrúar. Hann gagnrýndi einnig konur sem ganga til liðs við uppreisnarhópa fyrir að yfirgefa börn sín. „Segið hermönnunum: Það er að berast ný skipun frá borgarstjóranum. Við munum ekki drepa ykkur. Við munum bara skjóta ykkur í píkuna. Svo það... Ef það er engin píka er þetta gagnslaust,“ sagði forsetinn samkvæmt opinberu eftirriti ræðu hans. Orðinu píka hefur þó verið skipt út fyrir fjögur bandstrik.Þar sem Duterte talar um borgarstjóra virðist hann vera að ræða um sjálfan sig. Hann var lengi borgarstjóri áður en hann varð forseti Flippseyja. Forsetatíð Duterte hefur einkennst að ofbeldi og hefur hann ítrekað talað með niðrandi hætti um konur. Eins og tekið er fram í frétt Washington Post grínaðist hann með að hafa ekki geta verið fyrstur að nauðga ástralskri konu sem var rænt í Filippseyjum og nauðgað af ræningjum sínum. Hann hefur einnig sagt hermönnum sínum að nauðga konum í átökum og tjáir sig ítrekað um myndarleika kvenna sem hann hittir. Að mestu virðist það eiga við konur í stjórnmálum sem gagnrýna hann eða stefnumál hans.Hans helsta kosningaloforð var að allir fíkniefnasalar og notendur í Filippseyjum yrðu drepnir. Frá því hann tók við völdum hafa þúsundir verið skotnir til bana af lögreglu eða vopnuðum gengjum sjálfskipaðra löggæslumanna. Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur tekið málið til skoðunar.
Tengdar fréttir Spurði yfirmann mannréttindastofnunar hvort hann væri barnaníðingur Forseti Filippseyja gerir að því skóna að yfirmaður nefndar sem rannsakar dráp öryggissveita hans á fólki í fíkniefnastríðinu sé hommi eða barnaníðingur vegna þess að hann hefur sérstaklega rannsakað dráp á táningum. 16. september 2017 19:35 Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49 Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56 Duterte segist hafa drepið mann sem táningur Forsetinn, sem staddur er á fundi APEC, hótaði jafnframt að slá til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem hafa mannréttindamál á sinni könnu, ef þeir yrðu á vegi hans. 10. nóvember 2017 08:32 Trump segir samband þeirra Duterte vera frábært Fundi forsetanna í Manila hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. nóvember 2017 08:29 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Spurði yfirmann mannréttindastofnunar hvort hann væri barnaníðingur Forseti Filippseyja gerir að því skóna að yfirmaður nefndar sem rannsakar dráp öryggissveita hans á fólki í fíkniefnastríðinu sé hommi eða barnaníðingur vegna þess að hann hefur sérstaklega rannsakað dráp á táningum. 16. september 2017 19:35
Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49
Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56
Duterte segist hafa drepið mann sem táningur Forsetinn, sem staddur er á fundi APEC, hótaði jafnframt að slá til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem hafa mannréttindamál á sinni könnu, ef þeir yrðu á vegi hans. 10. nóvember 2017 08:32
Trump segir samband þeirra Duterte vera frábært Fundi forsetanna í Manila hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. nóvember 2017 08:29