Laun leiðsögumanna og bílstjóra íþyngja varla ferðaþjónustunni Kári Jónasson skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum fréttir um verðlag í ferðaþjónustunni á Íslandi miðað við önnur lönd. Í augum okkar leiðsögumanna kemur þarna fátt á óvart, og þetta eru sannarlega ekki ný tíðindi. Við sem störfum í þessum geira höfum löngum vitað að Ísland er ekki ódýrt ferðamannaland, og Ísland er heldur ekki ódýrt fyrir okkur sem hér búum, nema kannski hvað varðar hita og rafmagn allvíða á landinu. Það þarf ekkert að segja okkur um verð á mat hér á landi , hvað þá á öli og víni. Að vísu er ekki erfitt að finna sambærilegt verð á þessum hlutum í sumum nágrannalöndum okkar, en ef við miðum við Þýskaland , þá komum við mjög illa út, svo ekki sé meira sagt. Reyndar er svolítið forvitnilegt að bera saman verð á mat t.d. í Sviss og Þýskalandi, en þar er á stundum himinn og haf á milli þessara næstu nágranna. En meginatriðið með þessum skrifum er að koma í veg fyrir að fólk haldi að það séu laun leiðsögumanna og bílstjóra sem séu þess valdandi að við teljumst vera dýrt ferðamannaland. Þvert á móti , því laun þessara stétta eru skammarlega lág, tímakaupið hjá menntuðum leiðsögumönnum í kringum tvö þúsund krónur, sem gerir þá um 300 þúsund á mánuði í grunnlaun , og bílstjórar með enn minna en það. Þessar stéttir eru gjarnan langdvölum að heima, en með löngum vinnudegi og fjarvistum hafa menn í sig og á. Sumir segja að það sé ekki nema fyrir svokallaða „gullborgara“ að stunda þessi störf, en það eru gjarnan menn og konur sem hafa sagt skilið við ævistarfið og og taka þetta að sér sem hlutastörf. Það eru því ekki þessar stéttir sem eru íþyngjandi fyrir ferðaþjónustuna. Frekar má herma þessa erfiðleika upp á sterka krónu, en hún kemur sér líka vel fyrir allan almenning og þá ekki síður ferðaþjónustufyrirtækin varðandi erlend aðföng.Höfundur er leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kári Jónasson Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum fréttir um verðlag í ferðaþjónustunni á Íslandi miðað við önnur lönd. Í augum okkar leiðsögumanna kemur þarna fátt á óvart, og þetta eru sannarlega ekki ný tíðindi. Við sem störfum í þessum geira höfum löngum vitað að Ísland er ekki ódýrt ferðamannaland, og Ísland er heldur ekki ódýrt fyrir okkur sem hér búum, nema kannski hvað varðar hita og rafmagn allvíða á landinu. Það þarf ekkert að segja okkur um verð á mat hér á landi , hvað þá á öli og víni. Að vísu er ekki erfitt að finna sambærilegt verð á þessum hlutum í sumum nágrannalöndum okkar, en ef við miðum við Þýskaland , þá komum við mjög illa út, svo ekki sé meira sagt. Reyndar er svolítið forvitnilegt að bera saman verð á mat t.d. í Sviss og Þýskalandi, en þar er á stundum himinn og haf á milli þessara næstu nágranna. En meginatriðið með þessum skrifum er að koma í veg fyrir að fólk haldi að það séu laun leiðsögumanna og bílstjóra sem séu þess valdandi að við teljumst vera dýrt ferðamannaland. Þvert á móti , því laun þessara stétta eru skammarlega lág, tímakaupið hjá menntuðum leiðsögumönnum í kringum tvö þúsund krónur, sem gerir þá um 300 þúsund á mánuði í grunnlaun , og bílstjórar með enn minna en það. Þessar stéttir eru gjarnan langdvölum að heima, en með löngum vinnudegi og fjarvistum hafa menn í sig og á. Sumir segja að það sé ekki nema fyrir svokallaða „gullborgara“ að stunda þessi störf, en það eru gjarnan menn og konur sem hafa sagt skilið við ævistarfið og og taka þetta að sér sem hlutastörf. Það eru því ekki þessar stéttir sem eru íþyngjandi fyrir ferðaþjónustuna. Frekar má herma þessa erfiðleika upp á sterka krónu, en hún kemur sér líka vel fyrir allan almenning og þá ekki síður ferðaþjónustufyrirtækin varðandi erlend aðföng.Höfundur er leiðsögumaður.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar