Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. febrúar 2018 07:00 Ásmundur Friðriksson Fréttablaðið/Pjetur Þær vegalengdir sem ökuþórinn Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, keyrði árið 2017 jafngilda því að Ásmundur hafi keyrt hringinn kringum landið á tíu daga fresti árið 2017, eða 35 sinnum. Akstur Ásmundar jafngildir því einnig að hann hafi keyrt frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði og aftur til baka í hverri viku á umræddu ári. Höfn er sá þéttbýlisstaður í kjördæmi Ásmundar, Suðurkjördæmi, sem er lengst frá Reykjavík. Vegalengdin milli þessara staða er 456 kílómetrar og ferðin fram og til baka er því 912 kílómetrar. Ásmundur segir kjördæmi sitt 700 kílómetra langt og að hann fái mjög margar beiðnir um að hitta fólk vítt og breitt um kjördæmið. Aðspurður segist hann fara til Hafnar í Hornafirði fjórum til átta sinnum á ári. Ekkert sérstakt eftirlit er haft með því af hálfu Alþingis að færslur í akstursbækur séu réttar. „Þingmenn sem óska eftir að fá greitt fyrir akstur á eigin bifreiðum þurfa að skrá kílómetratölu í mæli, fyrir og eftir hvert erindi, og þeir þurfa að gera grein fyrir erindum eða tilefni hverrar ferðar. Skrifstofa Alþingis hefur ekki eftirlit með þessu að öðru leyti,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, aðspurður um fyrirkomulag og eftirlit með greiðslum til alþingismanna fyrir akstur í tengslum við störf þeirra. Alþingi endurgreiddi Ásmundi rúmar 4,6 milljónir vegna þessa aksturs á umræddu ári, eða að jafnaði um 385 þúsund á mánuði. Til samanburðar má nefna að útborguð laun meðalgrunnskólakennara eru í kringum 340 þúsund á mánuði samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi Íslands. Um skattfrjálsar greiðslur er að ræða sem bætast við þingfararkaup Ásmundar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Þær vegalengdir sem ökuþórinn Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, keyrði árið 2017 jafngilda því að Ásmundur hafi keyrt hringinn kringum landið á tíu daga fresti árið 2017, eða 35 sinnum. Akstur Ásmundar jafngildir því einnig að hann hafi keyrt frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði og aftur til baka í hverri viku á umræddu ári. Höfn er sá þéttbýlisstaður í kjördæmi Ásmundar, Suðurkjördæmi, sem er lengst frá Reykjavík. Vegalengdin milli þessara staða er 456 kílómetrar og ferðin fram og til baka er því 912 kílómetrar. Ásmundur segir kjördæmi sitt 700 kílómetra langt og að hann fái mjög margar beiðnir um að hitta fólk vítt og breitt um kjördæmið. Aðspurður segist hann fara til Hafnar í Hornafirði fjórum til átta sinnum á ári. Ekkert sérstakt eftirlit er haft með því af hálfu Alþingis að færslur í akstursbækur séu réttar. „Þingmenn sem óska eftir að fá greitt fyrir akstur á eigin bifreiðum þurfa að skrá kílómetratölu í mæli, fyrir og eftir hvert erindi, og þeir þurfa að gera grein fyrir erindum eða tilefni hverrar ferðar. Skrifstofa Alþingis hefur ekki eftirlit með þessu að öðru leyti,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, aðspurður um fyrirkomulag og eftirlit með greiðslum til alþingismanna fyrir akstur í tengslum við störf þeirra. Alþingi endurgreiddi Ásmundi rúmar 4,6 milljónir vegna þessa aksturs á umræddu ári, eða að jafnaði um 385 þúsund á mánuði. Til samanburðar má nefna að útborguð laun meðalgrunnskólakennara eru í kringum 340 þúsund á mánuði samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi Íslands. Um skattfrjálsar greiðslur er að ræða sem bætast við þingfararkaup Ásmundar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41