Árásirnar hættu ekki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Reykur steig upp frá Austur-Ghouta í átakapásu gærdagsins. Vísir/Afp Sprengjur féllu enn í Austur-Ghouta, nærri Damaskus í Sýrlandi, þrátt fyrir að hlé hafi átt að gera á árásum stjórnarhersins frá klukkan 9 til 14 í gær. Rússlandsforseti fyrirskipaði á mánudag daglegar pásur til þess að almennir borgarar gætu yfirgefið svæðið og hjálparsamtök sinnt særðum og þurfandi. Á sjötta hundrað hafa farist í árásum fylgismanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta á Austur-Ghouta undanfarna rúma viku. Þrátt fyrir pásuna komust engin hjálparsamtök á svæðið og segja Rússar jafnframt að engir almennir borgarar hafi flúið. Jens Laerke, talsmaður samhæfingarskrifstofu mannúðarstarfs hjá SÞ, sagði við blaðamenn í Genf í gær að SÞ hefðu heyrt af því að árásir hafi haldið áfram í pásunni. „Ástandið er greinilega þannig að ekki er hægt að senda hjálp og fólk getur ekki flúið,“ sagði Laerke. Bresku eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights greindu frá því í gær að Assad-liðar hefðu haldið áfram loftárásum sínum í fimm klukkustunda pásunni og meðal annars fellt barn og sært sjö í árás á bæinn Jisrin. Því hafnaði stjórnarherinn. Sýrlenski stjórnarmiðillinn Sana greindi aftur á móti frá því að uppreisnarmenn hefðu varpað sprengjum og skotið á fyrirfram ákveðna flóttaleið almennra borgara. Þeir hefðu í þokkabót notað almenna borgara til að skýla sér. Því höfnuðu uppreisnarfylkingarnar tvær sem berjast við stjórnarherinn í Austur-Ghouta.Norður-Kórea skaffar efnavopn The New York Times greindi frá því í gær að sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum væru fullvissir um að efnavopnaframleiðsla stjórnarhersins færi fram með aðkomu Norður-Kóreumanna. Til dæmis sæju Norður-Kóreumenn Assad-liðum fyrir verkfærum til efnavopnagerðar. Þessi viðskipti leiddu til þess að Assad-liðar fengju aðstoð við framleiðsluna og gætu haldið henni áfram og jafnframt til þess að yfirvöld í Norður-Kóreu fengju fjármagn til að styðja við kjarnorkuvopnaáætlun sína. Að minnsta kosti fjörutíu sendingar bárust frá Norður-Kóreu til Sýrlands á árunum 2012 til 2017, að því er kemur fram í The New York Times. Stjórnarherinn hefur oftsinnis beitt efnavopnum í árásum sínum. Rannsakendur hafa staðfest notkun klórgass. Þá benda gögn til þess að stjórnarherinn hafi drepið áttatíu almenna borgara með saríngasi í bænum Khan Sheikhoun í apríl í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Sprengjur féllu enn í Austur-Ghouta, nærri Damaskus í Sýrlandi, þrátt fyrir að hlé hafi átt að gera á árásum stjórnarhersins frá klukkan 9 til 14 í gær. Rússlandsforseti fyrirskipaði á mánudag daglegar pásur til þess að almennir borgarar gætu yfirgefið svæðið og hjálparsamtök sinnt særðum og þurfandi. Á sjötta hundrað hafa farist í árásum fylgismanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta á Austur-Ghouta undanfarna rúma viku. Þrátt fyrir pásuna komust engin hjálparsamtök á svæðið og segja Rússar jafnframt að engir almennir borgarar hafi flúið. Jens Laerke, talsmaður samhæfingarskrifstofu mannúðarstarfs hjá SÞ, sagði við blaðamenn í Genf í gær að SÞ hefðu heyrt af því að árásir hafi haldið áfram í pásunni. „Ástandið er greinilega þannig að ekki er hægt að senda hjálp og fólk getur ekki flúið,“ sagði Laerke. Bresku eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights greindu frá því í gær að Assad-liðar hefðu haldið áfram loftárásum sínum í fimm klukkustunda pásunni og meðal annars fellt barn og sært sjö í árás á bæinn Jisrin. Því hafnaði stjórnarherinn. Sýrlenski stjórnarmiðillinn Sana greindi aftur á móti frá því að uppreisnarmenn hefðu varpað sprengjum og skotið á fyrirfram ákveðna flóttaleið almennra borgara. Þeir hefðu í þokkabót notað almenna borgara til að skýla sér. Því höfnuðu uppreisnarfylkingarnar tvær sem berjast við stjórnarherinn í Austur-Ghouta.Norður-Kórea skaffar efnavopn The New York Times greindi frá því í gær að sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum væru fullvissir um að efnavopnaframleiðsla stjórnarhersins færi fram með aðkomu Norður-Kóreumanna. Til dæmis sæju Norður-Kóreumenn Assad-liðum fyrir verkfærum til efnavopnagerðar. Þessi viðskipti leiddu til þess að Assad-liðar fengju aðstoð við framleiðsluna og gætu haldið henni áfram og jafnframt til þess að yfirvöld í Norður-Kóreu fengju fjármagn til að styðja við kjarnorkuvopnaáætlun sína. Að minnsta kosti fjörutíu sendingar bárust frá Norður-Kóreu til Sýrlands á árunum 2012 til 2017, að því er kemur fram í The New York Times. Stjórnarherinn hefur oftsinnis beitt efnavopnum í árásum sínum. Rannsakendur hafa staðfest notkun klórgass. Þá benda gögn til þess að stjórnarherinn hafi drepið áttatíu almenna borgara með saríngasi í bænum Khan Sheikhoun í apríl í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00
Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00
Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00