Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Þórdís Valsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 22:00 Eva Pandora Baldursdóttir hlaut tíundu hæstu endurgreiðsluna vegna aksturs á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. Hún greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Eins og áður hefur komið fram var Ásmundur Friðriksson efstur á listanum og hlaut hæstu endurgreiðsluna.Sjá meira: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Blaðamaður Vísis sendi öllum þingmönnum fyrirspurn á dögunum varðandi endurgreiðslur vegna aksturs. Svar Evu Pandoru var stutt og laggott, en hún sagði einfaldlega „ég er ekki ein af þessum tíu“. Svo virðist vera sem Eva Pandora hafi óvart sagt ósatt um greiðslurnar en hún ók samtals 10.608 kílómetra á síðasta ári og fékk því 1.136.663 krónur endurgreiddar vegna aksturs á síðasta ári. Hér fyrir neðan má sjá uppfærðan topp tíu lista. „Um daginn fékk ég símtal frá blaðamanni sem spurði hvort ég væri á þessum lista og í góðri trú svaraði ég því til að svo væri ekki enda taldi ég mig alls ekki vera ofarlega á listanum. Nú veit ég betur og þetta leiðréttist hér með,“ segir Eva Pandora.Var tvisvar neitað um bílaleigubíl Á Facebook birti hún akstursdagbók sína og segir frá því að þrisvar á þingferli sínum hafi hún óskað eftir því við skrifstofu Alþingis að fá bílaleigubíl og að henni hafi verið neitað tvisvar sinnum. „Í annað skiptið vegna þess að ég þurfti ekki að aka daglega frá heimili mínu á Sauðárkróki til Alþingishússins í vinnu heldur hélt ég annað heimili í Reykjavík.“ Eva Pandora segir að opinber birting upplýsinga um þingfararkostnað þingmanna minnst tíu ár aftur í tímann séu mikil tímamót í sögu gagnsæis á Alþingi. Hún segir einnig að samkvæmt akstursdagbók sinni hafi enginn akstur verið vegna prófkjörsbaráttu. „Aksturserindin voru beint vegna starfs míns sem þingmaður, nema seinustu fjórar færslurnar þar sem allir þingmenn sem duttu út af þingi fengu greiddar tvær ferðir fram og til baka frá heimili/Reykjavík. Þær ferðir nýtti ég í flutninga á búslóð minni frá heimilinu í Reykjavík til heimilisins á Sauðárkróki,“ segir Eva Pandora og tekur að lokum fram að hún sé vel undir 15.000 kílómetra mörkunum.Færslu hennar í heild sinni og akstursdagbókina má sjá hér að neðan. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. Hún greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Eins og áður hefur komið fram var Ásmundur Friðriksson efstur á listanum og hlaut hæstu endurgreiðsluna.Sjá meira: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Blaðamaður Vísis sendi öllum þingmönnum fyrirspurn á dögunum varðandi endurgreiðslur vegna aksturs. Svar Evu Pandoru var stutt og laggott, en hún sagði einfaldlega „ég er ekki ein af þessum tíu“. Svo virðist vera sem Eva Pandora hafi óvart sagt ósatt um greiðslurnar en hún ók samtals 10.608 kílómetra á síðasta ári og fékk því 1.136.663 krónur endurgreiddar vegna aksturs á síðasta ári. Hér fyrir neðan má sjá uppfærðan topp tíu lista. „Um daginn fékk ég símtal frá blaðamanni sem spurði hvort ég væri á þessum lista og í góðri trú svaraði ég því til að svo væri ekki enda taldi ég mig alls ekki vera ofarlega á listanum. Nú veit ég betur og þetta leiðréttist hér með,“ segir Eva Pandora.Var tvisvar neitað um bílaleigubíl Á Facebook birti hún akstursdagbók sína og segir frá því að þrisvar á þingferli sínum hafi hún óskað eftir því við skrifstofu Alþingis að fá bílaleigubíl og að henni hafi verið neitað tvisvar sinnum. „Í annað skiptið vegna þess að ég þurfti ekki að aka daglega frá heimili mínu á Sauðárkróki til Alþingishússins í vinnu heldur hélt ég annað heimili í Reykjavík.“ Eva Pandora segir að opinber birting upplýsinga um þingfararkostnað þingmanna minnst tíu ár aftur í tímann séu mikil tímamót í sögu gagnsæis á Alþingi. Hún segir einnig að samkvæmt akstursdagbók sinni hafi enginn akstur verið vegna prófkjörsbaráttu. „Aksturserindin voru beint vegna starfs míns sem þingmaður, nema seinustu fjórar færslurnar þar sem allir þingmenn sem duttu út af þingi fengu greiddar tvær ferðir fram og til baka frá heimili/Reykjavík. Þær ferðir nýtti ég í flutninga á búslóð minni frá heimilinu í Reykjavík til heimilisins á Sauðárkróki,“ segir Eva Pandora og tekur að lokum fram að hún sé vel undir 15.000 kílómetra mörkunum.Færslu hennar í heild sinni og akstursdagbókina má sjá hér að neðan.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31