Fötlunaraktívisti ætlar í formann framkvæmdastjórnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2018 09:41 Inga Björk er 25 ára gamall Borgnesingur. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrum varaþingmaður Samfylkingarinnar og fötlunaraktívisti, gefur kost á sér í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ingu Björk. Þar segir að Inga Björk sé 25 ára gömul, Borgnesingur og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Hún hafi verið virk innan Samfylkingarinnar um langt skeið, átt sæti í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar frá árinu 2015, varaformaður og gjaldkeri Ungra jafnaðarmanna, formaður Samfylkingarfélags Borgarbyggðar og hafi verið 1. varaþingmaður Norðvesturkjördæmis 2016–2017. „Ég vil leggja alla krafta mína til svo flokkurinn geti haldið áfram að stækka og verið burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. Í framkvæmdastjórn hef ég lagt áherslu á femínísk gildi og vil að flokkurinn stundi virkra sjálfsskoðun þegar kemur að karllægum viðhorfum og starfsháttum. Samfylkingin á að vera flokkur þar sem stjórnmálakonur fá tækifæri og stuðning en staðreyndin er sú að þær starfa styttra en karlar, bæði á þingi og á sveitarstjórnarstigi. Flokkurinn þarf að halda áfram baráttunni gegn kynbundu ofbeldi og þeirri þöggun sem viðgengist hefur innan íslenskra stjórnmála. Ég er stolt af því hvernig tekið hefur verið á málum síðustu misseri í innra starfi flokksins en aldrei má sofna á verðinum. Þá þarf að tryggja að jaðarsettir hópar, svo sem fólk af erlendum uppruna, fólk með fatlanir, hinsegin og kynsegin fólk upplifi sig öruggt og að á þau sé hlustað innan flokksins,“ segir Inga Björk. „Nú þegar flokkurinn hefur styrkt stöðu sína verður að leggja aukna áherslu á að styðja við og efla svæðisfélögin, en Samfylkingin á glæsilega fulltrúa í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið. Ungir jafnaðarmenn eru burðarstólpi í starfi Samfylkingarinnar. Tryggja þarf ungu fólki rödd í starfi flokksins og sæti á listum í sveitastjórnar- og Alþingiskosningum.“ Inga Björk segir lágt fylgi meðal ungs fólks vera vandamál sem tækla þurfi á markvissan hátt með sterkum málflutningi kjörinna fulltrúa um hagsmuni ungs fólks og virku starfi Ungra jafnaðarmanna. „Ég hef lagt stóran hluta tíma míns í Samfylkinguna á síðustu árum og er tilbúin til að gera það áfram. Ég óska því eftir stuðningi ykkar á landsfundi dagana 2. –3. mars á Hotel Natura í Reykjavík í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.“ Stj.mál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrum varaþingmaður Samfylkingarinnar og fötlunaraktívisti, gefur kost á sér í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ingu Björk. Þar segir að Inga Björk sé 25 ára gömul, Borgnesingur og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Hún hafi verið virk innan Samfylkingarinnar um langt skeið, átt sæti í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar frá árinu 2015, varaformaður og gjaldkeri Ungra jafnaðarmanna, formaður Samfylkingarfélags Borgarbyggðar og hafi verið 1. varaþingmaður Norðvesturkjördæmis 2016–2017. „Ég vil leggja alla krafta mína til svo flokkurinn geti haldið áfram að stækka og verið burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. Í framkvæmdastjórn hef ég lagt áherslu á femínísk gildi og vil að flokkurinn stundi virkra sjálfsskoðun þegar kemur að karllægum viðhorfum og starfsháttum. Samfylkingin á að vera flokkur þar sem stjórnmálakonur fá tækifæri og stuðning en staðreyndin er sú að þær starfa styttra en karlar, bæði á þingi og á sveitarstjórnarstigi. Flokkurinn þarf að halda áfram baráttunni gegn kynbundu ofbeldi og þeirri þöggun sem viðgengist hefur innan íslenskra stjórnmála. Ég er stolt af því hvernig tekið hefur verið á málum síðustu misseri í innra starfi flokksins en aldrei má sofna á verðinum. Þá þarf að tryggja að jaðarsettir hópar, svo sem fólk af erlendum uppruna, fólk með fatlanir, hinsegin og kynsegin fólk upplifi sig öruggt og að á þau sé hlustað innan flokksins,“ segir Inga Björk. „Nú þegar flokkurinn hefur styrkt stöðu sína verður að leggja aukna áherslu á að styðja við og efla svæðisfélögin, en Samfylkingin á glæsilega fulltrúa í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið. Ungir jafnaðarmenn eru burðarstólpi í starfi Samfylkingarinnar. Tryggja þarf ungu fólki rödd í starfi flokksins og sæti á listum í sveitastjórnar- og Alþingiskosningum.“ Inga Björk segir lágt fylgi meðal ungs fólks vera vandamál sem tækla þurfi á markvissan hátt með sterkum málflutningi kjörinna fulltrúa um hagsmuni ungs fólks og virku starfi Ungra jafnaðarmanna. „Ég hef lagt stóran hluta tíma míns í Samfylkinguna á síðustu árum og er tilbúin til að gera það áfram. Ég óska því eftir stuðningi ykkar á landsfundi dagana 2. –3. mars á Hotel Natura í Reykjavík í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.“
Stj.mál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira