Fjármálaráðherra segir þingmenn vera með dylgjur og blaður Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2018 20:30 Fjármálaráðherra sagði þingmenn ýmist vera með dylgjur eða innihaldslaust blaður í umræðum um Arion banka á Alþingi í dag. Hagsmunir ríkisins væru tryggðir ykist verðmæti bankans eftir sölu á hlut ríkisins í honum. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði bæði fjármálaráðherra út í málefni Arion banka á Alþingi í dag en þó á ólíkum forsendum. Oddný sagði Benedikt Gíslason aðstoðarmann Bjarna Benediktsson í fjármálaráðuneytinu við samningu stöðugleikaskilyrðanna fyrir bankana, hafa haft aðgang að trúnaðarupplýsingum um hag íslenska ríkisins og markmið þess í viðræðum við kröfuhafa. „Það er því hneyksli að þessi sami aðstoðarmaður vinni nú fyrir Kaupþing og stærstu eigendur Arion banka. Þá sem stöðugleikaskilyrðin voru sniðin að. Það sem meira er, aðstoðarmaðurinn hóf störf fyrir þá aðila aðeins nokkrum vikum eftir að hann hætti störfum sem aðstoðarmaður hæstvirts ráðherra,“ sagði Oddný og spurði hvort ráðherra teldi þetta eðlilegt. „Hér er verið að dylgja um það að hér sé verið að fara illa með trúnaðarupplýsingar sem mönnum hafi verið treyst fyrir. Ég verð bara að biðja háttvirtan þingmann að færa einhver rök fyrir máli sínu ef svo er. Það sem var verkefni umrædds starfsmanns eru opinberar upplýsingar í dag,“ sagði Bjarni. Þingmenn Miðflokksins telja að erlendir vogunarsjóðir sem eiga meirihluta í Arion banka beiti skipulagðri leikfléttu gagnvart íslenskum stjórnvöldum með kaupum sjóðanna á hlut ríkisins í Arion. Bankinn sé mun verðmætari en það verð sem ríkið fái fyrir 13 prósenta hlut sinn í Arion gefi til kynna. „Þegar búið er að kaupa ríkið út geta vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur bankans. Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari,“ sagði Birgir Þórarinsson. Fjármálaráðherra sagði ríkið ekki aðeins fá greitt fyrir hlut sinn í bankanum, samkvæmt ófrávíkjanlegum kauprétti hluthafanna, heldur stóran hlut af söluverði Kaupþings selji félagið eign sína í Arion síðar yfir matsverði. „Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innihaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi 1/3 af Arion banka, banka sem ríkið yfirhöfuð átti ekki og myndi þurfa að borga 60 til 70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innistæðulaust blaður.,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25 Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Fjármálaráðherra sagði þingmenn ýmist vera með dylgjur eða innihaldslaust blaður í umræðum um Arion banka á Alþingi í dag. Hagsmunir ríkisins væru tryggðir ykist verðmæti bankans eftir sölu á hlut ríkisins í honum. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði bæði fjármálaráðherra út í málefni Arion banka á Alþingi í dag en þó á ólíkum forsendum. Oddný sagði Benedikt Gíslason aðstoðarmann Bjarna Benediktsson í fjármálaráðuneytinu við samningu stöðugleikaskilyrðanna fyrir bankana, hafa haft aðgang að trúnaðarupplýsingum um hag íslenska ríkisins og markmið þess í viðræðum við kröfuhafa. „Það er því hneyksli að þessi sami aðstoðarmaður vinni nú fyrir Kaupþing og stærstu eigendur Arion banka. Þá sem stöðugleikaskilyrðin voru sniðin að. Það sem meira er, aðstoðarmaðurinn hóf störf fyrir þá aðila aðeins nokkrum vikum eftir að hann hætti störfum sem aðstoðarmaður hæstvirts ráðherra,“ sagði Oddný og spurði hvort ráðherra teldi þetta eðlilegt. „Hér er verið að dylgja um það að hér sé verið að fara illa með trúnaðarupplýsingar sem mönnum hafi verið treyst fyrir. Ég verð bara að biðja háttvirtan þingmann að færa einhver rök fyrir máli sínu ef svo er. Það sem var verkefni umrædds starfsmanns eru opinberar upplýsingar í dag,“ sagði Bjarni. Þingmenn Miðflokksins telja að erlendir vogunarsjóðir sem eiga meirihluta í Arion banka beiti skipulagðri leikfléttu gagnvart íslenskum stjórnvöldum með kaupum sjóðanna á hlut ríkisins í Arion. Bankinn sé mun verðmætari en það verð sem ríkið fái fyrir 13 prósenta hlut sinn í Arion gefi til kynna. „Þegar búið er að kaupa ríkið út geta vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur bankans. Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari,“ sagði Birgir Þórarinsson. Fjármálaráðherra sagði ríkið ekki aðeins fá greitt fyrir hlut sinn í bankanum, samkvæmt ófrávíkjanlegum kauprétti hluthafanna, heldur stóran hlut af söluverði Kaupþings selji félagið eign sína í Arion síðar yfir matsverði. „Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innihaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi 1/3 af Arion banka, banka sem ríkið yfirhöfuð átti ekki og myndi þurfa að borga 60 til 70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innistæðulaust blaður.,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25 Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25
Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30
Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00