Hjúkrunarfræðingar við neyðarlínuna í Uppsölum eiga í tilraunaskyni um tveggja ára skeið að styðjast við tölvuforrit þegar þeir meta ástand þess sem hringt er vegna og hvort þörf sé á að senda sjúkrabíl.
Þegar hringt er í neyðarlínuna á hjúkrunarfræðingur við símann að færa inn í tölvuna upplýsingar um það sem gerðist auk upplýsinga um ástand viðkomandi, mögulega sjúkdóma og sjúkdómssögu. Þessar upplýsingar mun tölvan bera saman við sambærileg gögn og reikna út hvers konar aðstoð sé nauðsynleg.
Samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins er þetta í fyrsta skipti sem notast er við gervigreind á þennan hátt.
Tölva meti þörf fyrir sjúkrabíl
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
