Sigmundur segir ríkisstjórnina stefnulausa úti í kuldanum í bankamálum Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2018 19:07 Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka og nú standi stjórnin stefnulaus út í kuldanum og bíði hvítbókar um framtíðarskipulag fjármálakerfisins. Forsætisráðherra segir allar ríkisstjórnir frá árinu 2009 hafa gætt að hagsmunum almennings við uppgjör föllnu bankanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hóf sérstaka umræðu um Arion banka á Alþingi í dag. Ríkisstjórn hans hafi á árinu 2013 hafist handa við að vinda ofan af því þegar fyrri stjórn hefði afhent vogunarsjóðum íslenska bankakerfið. „Þegar áformunum var hrint í framkvæmd 2015 var útlistað hvernig þau ættu að ganga fyrir sig skref fyrir skref. Þetta var heildarplan. Verkefnið heppnaðist vel. Svo vel að það stuðlaði að meiri og hraðari efnahagslegum viðsnúningi en dæmi eru um annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð. Það hafi hins vegar komið hökt í framkvæmdina um mitt ár 2016. Einmitt fljótlega eftir að Sigmundur Davíð sagði af sér forsætisráðherraembættinu. Gjaldeyrisútboðum hafi ítrekað verið frestað og þeim breytt meðal annars að kröfu vogunarsjóða með tuga milljarða skaða. Í upphafi árs 2017 hafi stjórnvöld tekið U-beygju þegar tilkynnt var að vogunarsjóðir hefðu selt sjálfum sér stóran hlut í Arion banka. „Banka sem var óbeint í eigu ríkisins og farið með því á svig við markmið stöðugleikaskilyrðanna. Aðilar sem teljast ekki einu sinni hæfir eigendur fjármálafyrirtækja og starfa á undanþágu,“ sagði formaður Miðflokksins. Ríkisstjórnina hafi því boðið Vogunarsjóðina velkomna aftur til ársins 2009 og boði nú hvítbók um breytingar á fjármálakerfinu. „Ríkisstjórnin afhenti hins vegar vogunarsjóðunum lyklana. Þeir gengu í bæinn og vísuðu ríkisstjórninni út í kuldann og þar stendur hún nú stefnulaus og bíður eftir hvítbókinni,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn fleiri flokka gagnrýndu ferlið við söluna á Arion banka sem hefði ekki verið nógu gagnsætt en tóku þó ekki undir með formanni Miðflokksins um að forsendur fyrir forkaupsrétti ríkisins í bankanum hafi virkjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp sögu málsins allt frá árinu 2009 og sagði ávöxtun á framlagi ríkisins til Arion banka hafa verið mjög góða. „Ég tel að háttvirtur þingmaður hafi staðið sig vel í þessum málum þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Og ég tel raunar að fyrri ríkisstjórn hafi gert að líka. Ég tel að allt frá 2009 hafi setið hér ríkisstjórnir sem hafi haft hagsmuni almennings að leiðarljósi. Samningarnir, hvort sem er hluthafasamkomulagið frá árinu 2009 og stöðugleikasamningarnir frá 2015 og 2016 hafa reynst ríkissjóði hagfelldir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka og nú standi stjórnin stefnulaus út í kuldanum og bíði hvítbókar um framtíðarskipulag fjármálakerfisins. Forsætisráðherra segir allar ríkisstjórnir frá árinu 2009 hafa gætt að hagsmunum almennings við uppgjör föllnu bankanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hóf sérstaka umræðu um Arion banka á Alþingi í dag. Ríkisstjórn hans hafi á árinu 2013 hafist handa við að vinda ofan af því þegar fyrri stjórn hefði afhent vogunarsjóðum íslenska bankakerfið. „Þegar áformunum var hrint í framkvæmd 2015 var útlistað hvernig þau ættu að ganga fyrir sig skref fyrir skref. Þetta var heildarplan. Verkefnið heppnaðist vel. Svo vel að það stuðlaði að meiri og hraðari efnahagslegum viðsnúningi en dæmi eru um annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð. Það hafi hins vegar komið hökt í framkvæmdina um mitt ár 2016. Einmitt fljótlega eftir að Sigmundur Davíð sagði af sér forsætisráðherraembættinu. Gjaldeyrisútboðum hafi ítrekað verið frestað og þeim breytt meðal annars að kröfu vogunarsjóða með tuga milljarða skaða. Í upphafi árs 2017 hafi stjórnvöld tekið U-beygju þegar tilkynnt var að vogunarsjóðir hefðu selt sjálfum sér stóran hlut í Arion banka. „Banka sem var óbeint í eigu ríkisins og farið með því á svig við markmið stöðugleikaskilyrðanna. Aðilar sem teljast ekki einu sinni hæfir eigendur fjármálafyrirtækja og starfa á undanþágu,“ sagði formaður Miðflokksins. Ríkisstjórnina hafi því boðið Vogunarsjóðina velkomna aftur til ársins 2009 og boði nú hvítbók um breytingar á fjármálakerfinu. „Ríkisstjórnin afhenti hins vegar vogunarsjóðunum lyklana. Þeir gengu í bæinn og vísuðu ríkisstjórninni út í kuldann og þar stendur hún nú stefnulaus og bíður eftir hvítbókinni,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn fleiri flokka gagnrýndu ferlið við söluna á Arion banka sem hefði ekki verið nógu gagnsætt en tóku þó ekki undir með formanni Miðflokksins um að forsendur fyrir forkaupsrétti ríkisins í bankanum hafi virkjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp sögu málsins allt frá árinu 2009 og sagði ávöxtun á framlagi ríkisins til Arion banka hafa verið mjög góða. „Ég tel að háttvirtur þingmaður hafi staðið sig vel í þessum málum þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Og ég tel raunar að fyrri ríkisstjórn hafi gert að líka. Ég tel að allt frá 2009 hafi setið hér ríkisstjórnir sem hafi haft hagsmuni almennings að leiðarljósi. Samningarnir, hvort sem er hluthafasamkomulagið frá árinu 2009 og stöðugleikasamningarnir frá 2015 og 2016 hafa reynst ríkissjóði hagfelldir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira