Breytingar á skotvopnalögum einni undirskrift frá veruleika Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. mars 2018 06:20 Vegfarandi leggur hér tuskudýr á skólalóð Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans þar sem 17 manns létust í skotárás um miðjan febrúarmánuð. Vísir/AFP Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. Frumvarpið felur meðal annars í sér að hækka byssukaupaaldurinn úr 18 árum í 21 og innleiða þriggja daga biðtíma frá kaupum til afhendingar skotvopna. Frumvarpið hefur þegar við samþykkt af öldungadeild ríkisþingsins og bíður samþykkis ríkisstjórans Rick Scott. Rúmar þrjár vikur eru frá skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland en árásin er ein sú mannskæðasta sem framin hefur verið í bandarískum skóla. Sautján manns létu lífið, flestir þeirra ungmenni. Eftir árásina tóku námsmenn um öll Bandaríkin að berjast fyrir harðari skotvopnalöggjöf. Fjöldafundir voru skipulagðir og þúsundir sóttu kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum landsins. Þessi barátta ungmennanna virðist hafa skilað árangri. Margar stórar verslunarkeðjur í Bandaríkjunum, til að mynda íþróttavöruverslanir Dick's og smávörurisinn Walmart, hafa takmarkað eða hætt sölu á hríðskotarifflum eftir árásina. Að sama skapi hafa mörg stórfyrirtæki hætt að veita meðlimum samtaka bandarískra byssueigenda (NRA) afslætti. Óhætt er að ætla að fyrrnefnt frumvarp í Flórída sé jafnframt afsprengi þessarar baráttu. Þingmenn fulltrúardeildar ríkisins tókust á um frumvarpið í um átta klukkustundir áður en það var samþykkt með 67 atkvæðum gegn 50. Frumvarpið bannar þó ekki sölu á hríðskotarifflum sambærilegum þeim sem Nikolas Cruz notaði til að skjóta samnemendur sína. Slíkt bann var þó ein háværasta krafa mótmælahreyfingarnnar. Þá heimilar frumvarpið einnig starfsmönnum skóla að ganga með skotvopn en kennarar eru þó undanskildir. Starfsmennirnir þurfa að sækja námskeið og fá þjálfun áður en þeir fá leyfi til að bera skotvopn. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði orðið að lögum að 15 dögum liðnum, nema að ríkisstjórinn neiti að skrifa undir. Rick Scott hefur sjálfur sagst efins um hvort hann undirriti breytingarnar. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Sjá meira
Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. Frumvarpið felur meðal annars í sér að hækka byssukaupaaldurinn úr 18 árum í 21 og innleiða þriggja daga biðtíma frá kaupum til afhendingar skotvopna. Frumvarpið hefur þegar við samþykkt af öldungadeild ríkisþingsins og bíður samþykkis ríkisstjórans Rick Scott. Rúmar þrjár vikur eru frá skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland en árásin er ein sú mannskæðasta sem framin hefur verið í bandarískum skóla. Sautján manns létu lífið, flestir þeirra ungmenni. Eftir árásina tóku námsmenn um öll Bandaríkin að berjast fyrir harðari skotvopnalöggjöf. Fjöldafundir voru skipulagðir og þúsundir sóttu kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum landsins. Þessi barátta ungmennanna virðist hafa skilað árangri. Margar stórar verslunarkeðjur í Bandaríkjunum, til að mynda íþróttavöruverslanir Dick's og smávörurisinn Walmart, hafa takmarkað eða hætt sölu á hríðskotarifflum eftir árásina. Að sama skapi hafa mörg stórfyrirtæki hætt að veita meðlimum samtaka bandarískra byssueigenda (NRA) afslætti. Óhætt er að ætla að fyrrnefnt frumvarp í Flórída sé jafnframt afsprengi þessarar baráttu. Þingmenn fulltrúardeildar ríkisins tókust á um frumvarpið í um átta klukkustundir áður en það var samþykkt með 67 atkvæðum gegn 50. Frumvarpið bannar þó ekki sölu á hríðskotarifflum sambærilegum þeim sem Nikolas Cruz notaði til að skjóta samnemendur sína. Slíkt bann var þó ein háværasta krafa mótmælahreyfingarnnar. Þá heimilar frumvarpið einnig starfsmönnum skóla að ganga með skotvopn en kennarar eru þó undanskildir. Starfsmennirnir þurfa að sækja námskeið og fá þjálfun áður en þeir fá leyfi til að bera skotvopn. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði orðið að lögum að 15 dögum liðnum, nema að ríkisstjórinn neiti að skrifa undir. Rick Scott hefur sjálfur sagst efins um hvort hann undirriti breytingarnar.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Sjá meira
Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45
Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29
Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47